Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 14
12 Þjóðmál SUmAR 2009 Formaður, landsfundarforseti, góðir lands fundarfulltrúar, kæru vinir! Þið sem voruð hér á næstsíðasta lands - fundi heyrðuð mig segja seinast orða að nú færi ég út af sviðinu í orðsins fyllstu merk- ingu . Ekki myndi ég erfa það þótt einhver hafi orðið örlítið feginn að fá vissu fyrir því að nær fimmtán ára formannsferli væri loks- ins lokið . Þeim sama er þá sjálfsagt um og ó þegar hann sér hver er kominn í pontuna aftur . En þið vitið hverjum það er að kenna! nú kem ég, kæru vinir, sem óbreyttur landsfundarfulltrúi en það virðingarheiti bar ég í næstum 20 ár áður en ég varð for mað ur Sjálfstæðisflokksins . Einar Oddur Kristjánsson sagði mér þá sögu að eitt sinn þegar skólinn á Flateyri hefði sett upp jólasöguna um fæðingu frels- arans hefði sjö ára þula leiksins sagt að María hefði alið son sinn í jötu af því að ekki var rúm fyrir þau í frystihúsinu . – Það var frekar fátt um hótel á Flateyri, sagði Einar Oddur . Mér finnst reyndar að hinn endirinn á nýja testamentinu eigi betur við um mínar aðstæður, þó örlítið breyttur . Þegar þeir þrjótar krossfestu ljúflinginn Krist höfðu þeir tvo óbótamenn honum til hvorrar handar á krossum . En þegar verklausa minni hlutastjórninn hengdi þrjótinn Davíð þá létu þeir sig hafa það að hengja tvo strang- heiðarlega og vandaða heiðursmenn mann- inum sem þeir þóttust eiga grátt að gjalda svona til samlætis . Sú lágkúrulega aðgerð var gerð til að hið pólitíska hefndaræði yrði ekki eins áberandi . Allt var þetta ömurleg lögleysa og til vitnis um hve lýðræðisþroski þessa fólks er lítill, þegar það notfærði sér þá upplausn sem orðin var í landinu til að þverbrjóta allar reglur, jafnt skráðar sem óskráðar . Svo beit það höfuðið af sinni skömm og réð lausa- mann úr norska Verkamannaflokknum sem ekki nokkur maður hafði heyrt minnst á, – ekki einu sinni Google sem þekkir þó marga, – og gerðu þennan norska mann að seðla- bankastjóra yfir íslenskum banka . Þannig hefur engin þroskuð þjóð um alla veröld hag að sér . Mikið leikrit var til í handriti þegar þessi furðulegi gjörningur var tilkynntur og ís- lenskir fjölmiðlar supu spunann ákaft eins og kornabörn af pela, ekki bara baugs- liðið heldur allur heili söfnuðurinn . Í óða- Davíð Oddsson Það þarf afl til að andæfa lyginni Ræða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 27 . mars 2009* _____________________ * Hér er birt uppskrift af ræðunni eins og hún var flutt, skv . myndbandsupptöku, en ekki ræðan eins og höfundur gekk frá henni í handriti . Fyrirsögn er Þjóðmála .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.