Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 14

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 14
12 Þjóðmál SUmAR 2009 Formaður, landsfundarforseti, góðir lands fundarfulltrúar, kæru vinir! Þið sem voruð hér á næstsíðasta lands - fundi heyrðuð mig segja seinast orða að nú færi ég út af sviðinu í orðsins fyllstu merk- ingu . Ekki myndi ég erfa það þótt einhver hafi orðið örlítið feginn að fá vissu fyrir því að nær fimmtán ára formannsferli væri loks- ins lokið . Þeim sama er þá sjálfsagt um og ó þegar hann sér hver er kominn í pontuna aftur . En þið vitið hverjum það er að kenna! nú kem ég, kæru vinir, sem óbreyttur landsfundarfulltrúi en það virðingarheiti bar ég í næstum 20 ár áður en ég varð for mað ur Sjálfstæðisflokksins . Einar Oddur Kristjánsson sagði mér þá sögu að eitt sinn þegar skólinn á Flateyri hefði sett upp jólasöguna um fæðingu frels- arans hefði sjö ára þula leiksins sagt að María hefði alið son sinn í jötu af því að ekki var rúm fyrir þau í frystihúsinu . – Það var frekar fátt um hótel á Flateyri, sagði Einar Oddur . Mér finnst reyndar að hinn endirinn á nýja testamentinu eigi betur við um mínar aðstæður, þó örlítið breyttur . Þegar þeir þrjótar krossfestu ljúflinginn Krist höfðu þeir tvo óbótamenn honum til hvorrar handar á krossum . En þegar verklausa minni hlutastjórninn hengdi þrjótinn Davíð þá létu þeir sig hafa það að hengja tvo strang- heiðarlega og vandaða heiðursmenn mann- inum sem þeir þóttust eiga grátt að gjalda svona til samlætis . Sú lágkúrulega aðgerð var gerð til að hið pólitíska hefndaræði yrði ekki eins áberandi . Allt var þetta ömurleg lögleysa og til vitnis um hve lýðræðisþroski þessa fólks er lítill, þegar það notfærði sér þá upplausn sem orðin var í landinu til að þverbrjóta allar reglur, jafnt skráðar sem óskráðar . Svo beit það höfuðið af sinni skömm og réð lausa- mann úr norska Verkamannaflokknum sem ekki nokkur maður hafði heyrt minnst á, – ekki einu sinni Google sem þekkir þó marga, – og gerðu þennan norska mann að seðla- bankastjóra yfir íslenskum banka . Þannig hefur engin þroskuð þjóð um alla veröld hag að sér . Mikið leikrit var til í handriti þegar þessi furðulegi gjörningur var tilkynntur og ís- lenskir fjölmiðlar supu spunann ákaft eins og kornabörn af pela, ekki bara baugs- liðið heldur allur heili söfnuðurinn . Í óða- Davíð Oddsson Það þarf afl til að andæfa lyginni Ræða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 27 . mars 2009* _____________________ * Hér er birt uppskrift af ræðunni eins og hún var flutt, skv . myndbandsupptöku, en ekki ræðan eins og höfundur gekk frá henni í handriti . Fyrirsögn er Þjóðmála .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.