Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 94
92 Þjóðmál SUmAR 2009 Írak eftir lestur bókarinnar, en sé að það eru margir steinar í götunni . Það skiptir etv . ekki öllu máli . Aðalatriðið er að vona hið besta . Heilt yfir er bók barkar skemmtileg aflestrar . Það er mikill kostur á henni að börkur blandar saman stríði og ástum . Ekkert virðist leyfilegt í stríðinu hans og allar bjargir eru honum bannaðar í ástunum . Vígstöðvarnar tvennar eru fullt starf sem börkur óhjákvæmilega annar ekki . Stríðið tapast á öðrum þeirra, en það á eftir að koma í ljós hvernig fer á hinum . ný kynslóð, gamalt hatur Múrinn – róttæk samfélagsrýni fyrir byrjendur og lengra komna, ritstj .: Finnur Dellsén og ármann jakobsson, Ormstunga, Reykjavík 2008, 367 bls . Eftir Vilhjálm Eyþórsson áárunum 2000–2007 héldu fáeinir ung ir hugsjónamenn, sem nefndu sig „Mál fundafélag úngra (með úi eins og hjá Kilj an) róttæklinga“ (MÚR) úti vefsíðu, Múrn um, að því er virðist helst til mótvægis við hinn ágæta Vef­Þjóðvilja . Vef­Þjóðviljinn stendur keikur eftir og er enn, a .m .k . að mínu viti, einn af sárafáum málsvörum sæmilega heilbrigðrar, vitrænnar hugsunar sem eftir eru í landinu, ekki síst eftir að Mogginn gekk endanlega í pólitískt rétthugsuð björg vinstri manna . Múrinn gafst hins vegar upp á limminu 2007 . nú hafa aðstandendurnir gefið út bók þar sem lesa má það sem þarna var skrifað á þessum árum . Vinstri menn, hvort sem þeir kalla sig „róttæka“ eða ekki, haga sér um fjölmargt eins og evangelískur (þ . e . trúboðssinnaður) trú flokkur . Skoðanir hreinræktaðra komm- únista má, eins og skoðanir hefðbundinna trúflokka, finna í helgum bókum, sem spámenn þeirra hafa skráð . Að rökræða við þessa eiginlegu marxista er algjörlega út í hött, svipað og að deila við „frelsaða“ menn eða geðbilaða . Þeir eru líka félagsverur, og fara því gjarnan í flokkum . Hugsun þeirra hlýðir ávallt staðli þess hóps, sem þeir tilheyra . Þeir eru, eins og t . d . mormónar eða vottar jehóva, prógrammeraðir, þannig að þeir hafa ætíð á reiðum höndum afdráttarlaus svör við hinum aðskiljanleg- ustu vandamálum og þessi svör eru fyrirframvituð og stöðluð . Aðeins þarf að þrýsta á hnapp . Fyrir andstæðinga hefur þetta ýmsa kosti, því alltaf má vita fyrirfram, hvaða skoðun þeir muni hafa í hverju máli . Þó gerir þetta allar rökræður við „róttækt“ vinstra fólk leiðinlegar, því það er þreytandi að hlusta sífellt á sömu fyrirframvituðu tugguna . Þeir telja sig búa yfir þekkingu – eða leyndum dómum – og nota hvert tækifæri til að koma þessari „þekkingu“ sinni á framfæri enda álíta þeir að hún muni frelsa heiminn . Þetta er því meira áberandi, þeim mun „lengra til vinstri“ (róttækari) sem þeir teljast . Eiginlegum kommúnistum af gömlum skóla hefur nú fækkað veru- lega, þótt allnokkrir séu eftir, en sömu tilhneigingar gætir einnig meðal þeirra, sem telja sig „hófsamari“ (þ .e . „lengra til hægri“) innan vinstri hreyfingarinnar . Hér er um stigsmun að ræða, ekki eðlismun . Af þessum sökum leitar vinstra fólk mjög í störf, þar sem besta tækifærið gefst til að breiða út fagnaðarerindið, svo sem við ritstörf, kennslu- og uppeldismál eða fjöl- miðlun . Afrakstur þessarar tilhneigingar þess hefur komið sífellt betur í ljós hin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.