Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 29
 Þjóðmál SUmAR 2009 27 umræðum varaði Ingólfur jónsson á Hellu okkur við og sagði efnislega: Þegar á annað borð hefur tekizt að koma ríkisstjórn saman þarf mikið að gerast til þess að upp úr stjórnarsamstarfi slitni . Stjórnarflokkar hafa svo mikla hagsmuni af því að halda saman . Þessi aðvörunarorð Ingólfs á Hellu reynd- ust rétt og eiga við nú . Það er búið að koma þessari ríkisstjórn saman og það mun skipta miklu máli fyrir báða stjórnarflokkana að geta sýnt fram á, að þeir geti staðið saman út kjörtímabilið . Þess vegna þarf mikið að ganga á áður en upp úr slitnar . Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis má lesa að það fari að birta til á árinu 2011 . En jafnframt að staðan í þjóðarbúskapnum verði mjög erfið næstu 18 mánuði . Þetta þýðir að lifi ríkisstjórnin af til ársloka 2010 getur hún átt betri tíð í vændum . En vandamálin á þeirri vegferð geta orðið mörg . Það sem brennur mest á ríkisstjórninni nú er tvennt . Annars vegar sú tilfinning al- mennings, að þau jóhanna og Steingrímur j . Sigfússon telji sig vera búin að slá skjal dborg um stöðu heimilanna með þeim aðgerð um, sem kynntar hafa verið í því sam bandi . Þetta er ekki upplifun hins almenna borgara, sem lítur á þær ráðstafanir, sem bráða birgða- aðgerðir, eins konar fyrstu aðgerðir . Þetta viðhorf endurspeglaðist í ræðum talsmanna borgarahreyfingarinnar í umræðum um stefnu ræðu forsætisráðherra . Og það kemur fram í fundahöldum og öðrum aðgerðum Hags munasamtaka heim il anna . nú er engin spurning að þær ráðstafanir, sem tilkynntar hafa verið skipta máli en það breytir ekki því að þrýstingurinn á ríkisstjórnina að gera betur verður áreið an- lega orðinn mjög mikill, þegar kemur fram á haustið . Þessi þrýstingur og óánægja mun hafa sín áhrif í þingflokkum stjórnarflokkanna . Hins vegar víðtækt atvinnuleysi . Fyrir 30–40 árum hefði svo víðtækt atvinnuleysi, sem við búum við nú leitt til mikillar ólgu í samfélaginu . Og verkalýðshreyfingin hefði fyrir löngu efnt til fjöldamótmæla . Skýringin á því, að þetta hefur ekki gerzt er sennilega sú, að atvinnuleysisbæturnar draga úr mesta sársaukanum, alla vega í bili . Og kannski að einhverju leyti stuðningur forseta ASÍ við ríkisstjórnina og þó sérstaklega Samfylkinguna . Allir stjórnmálaflokkar lofa að „skapa“ 20 þúsund störf . Veruleikinn er hins vegar sá, að hvorki stjórnmálaflokkar né ríkisstjórnir „skapa“ störf . Með aðgerðum stjórnvalda, hvort sem er ríkisstjórnar eða sveitarstjórna er hægt að skapa einhvern fjölda starfa en ekki það, sem til þarf . lykilatriði í því er að koma atvinnulífinu í gang á ný en fyrirtæki um land allt halda að sér höndum eða eru að leita leiða til að draga úr rekstrarkostnaði, sem yfirleitt þýðir fækkun starfsmanna . Eitt skiptir máli í þeim efnum umfram annað en það er mikil lækkun vaxta . Allir eru sammála um að hvorki fyrirtæki né einstaklingar geti staðið undir því vaxtastigi, sem hér hefur verið við lýði . Vextir hafa lækkað en ekki nægilega mikið . Hvað veldur? nú er ekki lengur þörf á háum vöxtum til að vinna gegn spennu og ofþenslu í efnahagslífinu . nú er ekki lengur þörf á því að halda uppi háum vöxtum til þess að draga erlent fjármagn til landsins . Það kemur ekki af öðrum ástæðum . nú er Davíð Oddsson ekki lengur í Seðlabankanum en fyrir nokkrum mánuðum töldu núverandi stjórnarflokkar að vera hans þar væri eitt helzta efnahagsvandamál þjóðarinnar . Hvers vegna er þá ekki hægt að lækka vexti? Hvað veldur því, að þau jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur j . Sigfússon geta ekki tryggt þegar í stað þá vaxtalækkun, sem nauðsynleg er til þess að atvinnulífið sjálft geti skapað ný störf? Vísbendingar eru um, að það sé Alþjóða-gjaldeyrissjóðurinn, sem komi í veg fyrir það . Raunar hefur talsmaður hans svo gott sem bannað umtalsverða vaxtalækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.