Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 77
 Þjóðmál SUmAR 2009 75 arinnar . Þessi dæmi duga til að minna okkur á að það er sögufölsun að kalda stríðið hafi verið barátta góðs og ills, þar sem hið góða – hinn frjálsi heimur – hafði sigur . Kalda stríðinu lauk um áramótin 1991– 1992, þegar rauði fáninn með hamri og sigð var dreginn niður í hinsta sinn yfir turn spír um Kremlar og þjóðfáni Rússlands var dreginn að húni í staðinn . Var þá ekki hlutverki nAtO lokið, um leið og Sovét- ríkin hættu að vera til? Fyrrverandi ný lendu- þjóðir Sovétríkjanna tóku upp mark aðs- hag kerfi og lýðræði og leituðu hver á fætur annarri athvarfs innan vébanda nAtO og Evrópu sambandsins . Hafði ekki lýðræðið sigrað? Hver var óvinurinn, sem réttlætti áfram- haldandi hernaðarbandalag? Rússland – sem var efnahagslegur dvergur – og upptekið af innri vandamálum vegna efnahagslegrar og pólitískrar upplausnar? Kína, sem hafði opnað Kínamúrinn fyrir innrás alþjóðlegs fjármagns og var á hraðleið til miðstýrðs kapítalisma? Og átti velgengni sína undir hindrunarlausum aðgangi að mörkuðum bandaríkjanna? Var ekki óhætt að fara að ráðum bush sr og lýsa yfir sigri? táknaði þetta e .t .v . endalok hugmyndafræðinnar, eins og Fukuyama boðaði? Var ekki The New World Order eftirmynd sigurvegarans, hins ameríska kapítalisma? Eða voru framundan ný átök, sem byggð- ust fremur á Clash of Civilizations, eins og Samuel Huntington varaði við, fremur en hugmyndafræði 19du aldar? Stefndum við hraðbyri inn í 3ju heimsstyrjöldina, sem yrði eins konar trúarbragðastyrjöld – krossferð eða jihad – milli krossfara kristn- innar og hermanna hálfmánans? um hvað snýst stríðsreksturinn í Afganistan og Írak – ef ekki um það? Hefur nAtO – sem var eins konar heimavarnarlið V-Evrópu – ein- hverju hlutverki að gegna í þeirri krossferð? á Evrópa eitthvert erindi á vígvelli í Mið- Austurlöndum, Pakistan eða SA-Asíu? Samfylkingin hefur nú birt yfirlit yfir fjárhagslega styrki til einstakra aðildar- félaga árið 2006, eins og segir í tilkynningu . Smáfuglarnir tóku sérstaklega eftir því að Dagsbrún, sem þá var heiti á fjöl- miðlafyrirtæki, lagði Samfylkingunni til fimm milljónir króna . nú kann að vera að það þyki ekki mikið mál að Dagsbrún skuli hafa lagt fimm milljón ir króna í kosningasjóði Samfylkingarinnar og aðildarfélaga . En smáfuglarnir velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt af stjórnmála flokki að þiggja styrk frá fjölmiðlafyrirtæki (sem heitir nú, eftir töluverðar tilfæringar, 365 og á og rekur Stöð 2, Fréttablaðið, bylgjuna og fleiri miðla) . Hörðustu smáfuglarnir telja raunar furðu sæta að fjölmiðlafyrirtæki skuli telja ástæðu til að leggja stjórnmálaflokki til fjármuni . Þeir halda því fram að með því hafi öll prinsipp verið brotin . Sú spurning vaknar einnig hvort fjölmiðla fyrir tækið hafi styrkt stjórnmálaflokka með öðrum hætti s .s . með óeðlilegum samningum um auglýsingar . (Það væri verðugt verkefni fyrir Ríkis endurskoðun að kanna slíkt .) Meðal smáfuglanna eru hins vegar þær raddir að engum finnist þetta mikið mál og vísa til þess þegar jón Ólafsson, þáverandi aðal eigandi Stöðvar 2, felldi niður a .m .k . hluta skulda R-listans vegna auglýsinga . Þá fannst flestum lítið til koma, þó jón Ólafs- son segði að hann ætlaðist auðvitað til að fá eitthvað í staðinn enda verið að endur- skipuleggja „Stjörnubíó-reitinn“ . Smáfuglarnir eiga ekki von á að fjölmiðlar muni fjalla mikið um þetta mál . Þögnin gildir í þessum efnum . Fuglahvísl á vefsíðunni amx .is 30. maí 2009. Samfylking í boði fjölmiðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.