Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 74
72 Þjóðmál SUmAR 2009 manna að loka Keflavíkurstöðinni skamm- sýn og illskiljanleg . Innan við ár leið frá því, að bandaríkjamenn fóru héðan, þar til Rússar hófu að senda sprengjuflugvélar að nýju reglulega út á norður-Atlantshaf . Hér endurtekur sagan sig enn, því að nýju birtast kort á borð við þau, sem við sáum fyrst fyrir 40 árum um ferðir vígdreka frá Rússlandi umhverfis Ísland . Að ósk íslenskra stjórnvalda hefur her- stjórn nAtO brugðist við með loftrým is- eftirliti frá Íslandi og er það stundað með þátttöku íslenskra stjórnvalda og að nokkru á kostnað Íslendinga . norður-Atlantshafsbandalagið, eins og nAtO heitir fullu nafni, stendur ekki undir þessu nafni gleymi það gæslu öryggis á því svæði, sem gefur bandalaginu nafn, þótt verkefni séu brýn annars staðar, jafn vel í fjarlægum heimsálfum . Góðir áheyrendur! Sagan endurtekur sig og hnattstaðan er hin sama . Rússar vilja ekki friðmælast við nAtO, mæla gegn stækkun þess og halda í andstöðu við eld flaugavarnir . Þeir líta á norður-Íshaf og leiðir til og frá því sem forgangs mál í hernaðarlegu tilliti vegna mikilla auð linda . Dustað er rykið af 40 ára gömlum kort um um stigvaxandi sókn Rússa út á norður- Atlantshaf . Þjóðir á norðurvæng nAtO eru einnig teknar til við að minna á sig og hvað hér er að gerast í hernaðarlegu tilliti . Í lok janúar efndu íslensk stjórnvöld til mál þings í samvinnu við nAtO um gæslu öryggis á norðurslóðum . Ríkisstjórnir norðurlanda fjalla nú um skýrslu eftir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi ráðherra í noregi, um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum vegna breyttra aðstæðna á norðurslóðum . Þar er meðal annars hvatt til þess, að Finnar og Svíar, þjóðir utan nAtO, komi að loftrýmiseftirliti á norður-Atlantshafi í samvinnu við nAtO . Með þetta allt í huga ber að skoða 60 ára sögu nAtO og leggja rækt við hana . læri menn ekki af reynslunni, er veruleg hætta á því, að þeir verði að takast á við sömu erfiðleika og forfeður þeirra . Sé ekki dreginn réttur lærdómur af sögu Atlantshafsbandalagsins er sjálfur heimsfriðurinn í húfi . Íslendingum er áfram fyrir bestu að eiga aðild að Atlantsbandalaginu og stuðla áfram að náinni samvinnu ríkja Evrópu og norður-Ameríku í öryggismálum . á Íslandi á áfram að vera aðstaða fyrir nAtO-ríki og samstarfsþjóðir þeirra til að halda úti öllu nauðsynlegu eftirliti, svo að enginn efist um, að norður-Atlantshaf og noregshaf lúti forsjá þessara ríkja í öryggis- og varnarmálum . undir merkjum landhelgisgæslu Íslands eiga Íslendingar að leggja fram sinn skerf við gæslu borgaralegs öryggis á hafinu við Ísland og vegna siglinga og nýtingar á norður-Íshafi . áfram ber að nýta vettvang Atlants- hafs bandalagsins til að gæta mikil vægra pólitískra hagsmuna Íslands . Þar á til dæmis að mótmæla hinni dæmalausu ósvífni bresku ríkisstjórnarinnar að beita Ís lendinga hryðju verkalögum vegna banka- hruns á heims vísu . Íslendingar stóðu rétt að málum með því að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu . Þess vegna komum við hér saman í dag og fögnum þessum tímamótum af stolti . látum raunsæi og festu ráða áfram mótun stefnu þjóðarinnar í öryggismálum . Sé það gert er ekkert að óttast .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.