Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 10
8 Þjóðmál SUmAR 2009 Ég skora á hæstv . forsætisráðherra að tala einungis fyrir hennar flokk en ekki okkur hin þegar hún talar fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, þann stóra dóm mun einungis þing og þjóð kveða upp . ásmundur Einar Daðason, nýkjörinn þingmaður vinstri-grænna, sagði: Mín skoðun er sú að hag Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins og að nú sé ekki rétti tíminn til að takast á við þessi mál . Þeirri skoðun mun ég fylgja bæði innan og utan veggja Alþingis . Hvorki Guðfríður lilja né ásmundur Einar segjast ætla að styðja ESb-krógann, þegar hann kemur inn á þing . Þau stóðu þó ekki í vegi fyrir því, að hann staulaðist í gegnum þingflokk vinstri-grænna í tilefni stjórnarmyndunarinnar . Fréttablaðið bar hinn 21 . maí undir árna Þór Sigurðsson, vinstri-grænan formann utan ríkismálanefndar alþingis, hvort hann teldi, að fyrirheit jóhönnu, um að umsókn um aðildarviðræður yrði send héðan í júlí, stæðist . árni svaraði í véfréttarstíl um tíma- mörkin en lá ekki á eigin skoðun á málinu: Þetta er málamiðlun á milli tveggja flokka . Kannski hefði maður sjálfur ekki haft þetta nákvæmlega svona . En ég styð þessa ríkisstjórn og þar með þessa málamiðlun . Það er nú ekki flóknara en það . Flest bendir til, að málið geti orðið flóknara fyrir vinstri-græna en árni Þór vill vera láta . Þeir bættu við sig fimm þingmönnum í kosningunum 25 . apríl og urðu sigurvegarar þeirra en ekki Samfylkingin . Hér skal fullyrt, að þetta fylgi fengu vinstri-grænir að verulegu leyti frá kjósendum, sem töldu sig vera að hnýta sjálfstæði þjóðarinnar fast andspænis kröfunni um aðildarviðræður við ESb eða aðild að ESb . Þessir kjósendur sitja nú eftir með sárt enni . ESb-króginn er getinn og kominn á kreik undir handarjaðri vinstri-grænna, þótt sumum þeirra sé sama um, að afkvæmið lendi í höndum vandalausra . II . Sjálfstæðismenn hófu hinn 14 . nóvember 2008 endurmat á Evrópustefnu sinni og luku henni á landsfundi sínum með ályktun föstudaginn 27 . mars 2009 . um þessa ályktun náðist góð sátt á fundinum . Þar er tekið fram, að flokkurinn sé enn sama sinnis og áður, að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan ESb . Sagt er, að kostir aðildar tengist helst gjaldmiðilsmálum og ljóst sé að ýmis álitamál verði aðeins skýrð í viðræðum, hvort sem þær snúist um gjaldmiðilinn eða aðild . landsfundurinn undirstrikaði þá eindregnu stefnu Sjálfstæðisflokksins, að ekki yrðu gefin eftir til annarra þjóða eða samtaka þeirra ráð yfir auðlindum Íslands og að standa bæri vörð um innlenda matvæla- framleiðslu . Þá sagði orðrétt í ályktuninni: Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálf- stæð isfl okksins að fara skuli fram þjóðar at- kvæða greiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna . Í hinum tilvitnuðu orðum kemur fram önn ur skoðun en í tillögu ríkisstjórnarinnar . Sjálf- stæð ismenn vilja, að alþingi ræði markmið viðræðna við ESb og komist að niður stöðu um kröfur . niðurstaða þessa starfs verði lögð undir þjóðina, verði hún á þann veg, að umsókn um aðild skuli lögð fyrir ESb . Hugmynd sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir mun vandaðri og skipulegri vinnubrögðum af hálfu alþingis en tillaga Samfylkingar og vinstri-grænna . Samkvæmt tillögu sjálfstæðismanna yrði leitað tvisvar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.