Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 57

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 57
 Þjóðmál SUmAR 2009 55 er að skapa á ný vöxt í hag kerfinu . Að öðrum kosti verðum við að sætta okkur við lakari lífskjör í framtíðinni . bankar eiga ekki að reka bílaumboð, rit- fangaverslanir né önnur fyrirtæki . Ég veit að bankastarfsmenn eru mér sammála um það . Verði önnur sjónarmið en hagsmunir heildarinnar látin ráða för við ákvarð anir bankanna mun hagkerfið halda áfram að minnka jafnt og þétt þar til ríkissjóður á ekki annan kost en að óska eftir nauða samningum við lánadrottna sína . Ekki má gleyma ábyrgð atvinnurek enda á þeirri stöðu sem við nú erum í . Mörg okkar hafa treyst um of á að áframhaldandi vöxtur yrði í íslensku hagkerfi og einnig fannst okkur lengi vel að fjármagnskostnaður yrði alltaf lágur . Þetta voru klár mistök . Við hlustuðum á áform um fjölda stórra framkvæmda sem allar voru á sjóndeildarhringnum og velgengni bankanna virtust engin takmörk sett . langflestir atvinnurekendur voru þó með báða fætur á jörðinni og töpuðu ekki áttum þótt freistingarnar væru margar og mörg „spennandi“ tækifæri byðust . En eftir á að hyggja skorti gagnrýni og aðhald frá Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði . Þegar stjórnendur fyrirtækja voru farnir að skammta sér 200-föld árslaun meðalstarfsmanns var ljóst að við vorum komin útaf sporinu . Það er ekkert sem réttlætir að forstjóri fái greidd slík laun . Ef vel gengur á mörkuðum eiga hluthafar að fá þann hagnað . Stjórnendur eiga góð laun skilið fyrir góðan árangur en samhengi kjaranna verður að vera til staðar . Rík þörf er á víðtækri samvinnu stjórn valda og aðila vinnumarkaðarins um að lágmarka þann skaða sem við þurfum að taka á okkur . Aldrei hefur verið brýnna að skapa víðtæka sátt um leiðir til úrbóta . Sársaukafullar aðgerðir eru óumflýjanlegar, en eftir því sem þær dragast á langinn verða þær erfiðari . Róum bátnum heilum heim . Fjölmiðlar hella vitleysunni yfir fólk og er lítið lát á . Fréttamenn, álitsgjafar, blaðamenn og viðmæl- endur, hika ekki við að fullyrða alls kyns fjarstæður og undir því sitja saklausir áhorfendur og lesendur dag eftir dag . Og er þá ekki minnst á „bloggið“, sem hefur fært opinbera umræðu á Íslandi langt niður, á örskömmum tíma . Fullyrðingar streyma úr öllum áttum, og sá sem ætlaði að leiðrétta þó ekki væri nema helstu beinar rangfærslur, gerði ekki annað og hefði samt varla undan . Í gær birti Morgunblaðið viðtal við Þórhall Sigurðs- son leikstjóra, og eins og margir vinstrimenn hefur hann ýmsar fróðlegar hugmyndir um lífið og til- veruna . Þannig vefst það ekki fyrir Þórhalli hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafi stýrt Reykjavíkur borg áratugum saman . Það var auðvitað ekki vegna fylgis flokks ins meðal borgarbúa heldur vegna sam stöðuleys- is vinstri manna . Eða eins og Þórhallur full yrðir hiksta- laust við þá lesendur Morgunblaðsins sem eftir eru: „Þetta fólk hélt Sjálfstæðisflokknum við völd í Reykjavík, ásamt því að hinir flokkarnir voru sundurlyndir . Það er nefnilega staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn náði aldrei 50% fylgi í Reykjavík, en var samt með meirihluta, því hinir flokkarnir voru sundraðir .“ já það er „nefnilega staðreynd“ fullyrðir Þórhallur blákalt í viðtalinu . Raunar er staðreyndin sú, að frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 og þar til flokkurinn fékk meira en 60% atkvæða undir for ystu Davíðs Oddssonar í borgarstjórnarkosningum árið 1990, gerðist það beinlínis oftar en ekki að flokku rinn fékk meira en 50% atkvæða í sveitarstjórnarkosn ing- um í Reykjavík . Alls gerðist það níu sinnum á þessum tíma að Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira en 50% gildra atkvæða í Reykjavík . Eða nánar tiltekið: árið 1930 fékk hann 53%, 1938 54,7%, 1950 58,8%, 1958 57,7%, 1962 52,8%, 1974 57,8%, 1982 52,5%, 1986 52,7% og 1990 60,4% . Eða eins og Þórhallur Sigurðsson fræðir lesendur Morgunblaðsins: „Það er nefnilega stað- reynd að Sjálfstæðisflokkurinn náði aldrei 50% fylgi í Reykjavík .“ Má Vefþjóðviljinn leggja það til, að næst þegar Morg unblaðið vill fara til Þórhalls Sigurðssonar eftir stað reyndum, að blaðið reyni þá ladda frekar Vef­Þjóðviljinn 4. maí 2009. ____________ Dæmi um vitleysuna sem veður uppi í fjölmiðlunum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.