Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 71

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 71
 Þjóðmál SUmAR 2009 69 Sovétviðskiptin voru alla tíð síðan snar þáttur í umræðum Íslendinga um utan- ríkismál og stöðu Íslands á alþjóða vett- vangi . Málsvarar sovétviðskiptanna töldu oft nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum og framgöngu gagnvart Sovétríkjunum . Að öðrum kosti kynni markaður þar að lokast eða draga úr flutn ingi á olíu og bensíni til landsins . Aðrir bentu á, að í skjóli viðskiptanna kæmu Sovét menn ár sinni of vel fyrir borð hér á landi . Þeir héldu úti alltof stóru sendiráði, þar sem að minnsta kosti þriðjungur starfsmanna væru njósnarar . Menningarlíf Íslands fór ekki varhluta af deilunum um afstöðuna til Sovét ríkjanna og nAtO . til sögunnar komu „rauðir pennar“, sem mærðu stjórnarhætti komm- únista . Verður sú saga öll ekki rakin hér . Vladimir Ashkenazy leitaði eftir íslenskum ríkisborgararétti á sjöunda áratugnum, þegar hann ákvað að flýja frá Sovétríkjunum . Í upphafi áttunda áratugarins töldu ýmsir það óhæfilega ögrun við Kremlverja, þegar hópur Íslendinga tók sér fyrir hendur að berjast fyrir því, að faðir Ashkenazys fengi að heimsækja son sinn hér á landi . Þetta var þó á svonefndu slökunarskeiði í samskiptum austurs og vesturs, þegar lagt var kapp á að nálgast Sovétmenn með rökum sátta og vinsemdar samhliða varðstöðu um mannréttindi . Helsinki-samþykktin frá 1975 endurspeglar andrúmsloft þessara ára en hún féll að þeirri stefnu nAtO, að slökun í samskiptum austurs og vesturs og öflugar varnir ættu samleið . SS-20 flaugarnar bundu enda á slökun ar- tímann og spennunni lauk ekki að nýju fyrr en berlínarmúrinn féll í nóvember 1989 . A llt frá upphafi Atlantshafsbandalagsins hafa bandaríkin verið þar forystuþjóð, hernaðarmáttur þeirra og kjarnorkuherafli hefur verið þungamiðjan í styrk bandalags- ins og varnarkerfi þess . Vestur-Þýskaland var ekki meðal stofn- ríkja nAtO og gerðist ekki aðili fyrr en árið 1955 en í aðdraganda þess hafði verið gerð tilraun til að stofna sameiginlegan evrópskan herafla . Hún var gerð að frum- kvæði Frakka en sú tilraun rann út í sandinn . Hins vegar þróaðist kola- og stál- sambandið, sem stofnað var til að tengja efnahagslíf Þjóðverja og Frakka og draga úr líkum á nýjum ófriði milli þjóðanna, yfir í Efnahagsbandalag Evrópu og kom það til sögunnar árið 1957 . Charles de Gaulle, Frakklandsforseti, hafnaði aðild breta að efnahagsbandalaginu í upphafi sjöunda áratugarins og þá var einnig fyrst rætt um, hvort Íslendingar ættu að slást í hóp aðildarríkja að bandalaginu . Svo varð þó ekki og Íslendingar urðu ekki heldur aðilar að hinum ríkjahópnum, EFtA, sem myndaðist um fríverslun í Evrópu, fyrr en árið 1970 . De Gaulle lét sér ekki nægja að segja nei við breta heldur ákvað hann árið 1966 að segja Frakka frá hernaðarlegu samstarfi innan nAtO og reka höfuðstöðvar banda- lagsins frá París og voru þær þá fluttar í byggingar belgíska flughersins í úthverfi brussel, þar sem þær eru enn . Má segja, að ein ingum hafi verið bætt við lágreistan húsakost bandalagsins eftir því sem aðildar- ríkjunum hefur fjölgað, en nú á afmælis- fundi nAtO bætast Albanía og Króatía í hópinn og verða þau þá alls 28 . Í lok sjöunda áratugarins var töluverð spenna innan nAtO vegna valdatöku her - foringja í Grikklandi og stríðs banda ríkj- anna í Víetnam . Frægt hefur orðið hér á landi, að lögreglan í Reykjavík óskaði eftir heimild til símahlerana í tengslum við ut an- ríkisráðherrafund nAtO sumarið 1968 af ótta við pólitískar óeirðir vegna fundarins, meðal annars með þátttöku grískra útlaga .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.