Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 25

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 25
 Þjóðmál SUmAR 2009 23 þeirrar skoðunar, að við getum ekki lengur staðið á eigin fótum fjárhagslega og að okkur verði bezt borgið með því að leita skjóls hjá Evrópusambandinu . Þessi spurning snýst líka um það, hvort við viljum varðveita til framtíðar eina verðmætustu eign íslenzku þjóðarinnar, sem eru fiskimiðin eða hvort við eigum að láta af hendi yfirráðin yfir henni gegn því að fá annan gjaldmiðil, evruna . Í nýrri skýrslu virtrar rannsóknar stofn unar í berlín um Ísland og Evrópus am bandið segir, að við Íslendingar stöndum frammi fyrir því, hvort við viljum láta yfirráðin yfir fiskinum af hendi fyrir evruna . Því er spáð, að við munum velja fiskinn . Pólitíska staðan á vettvangi stjórnar- flokkanna er hins vegar sú, að VG lét Samfylkinguna kúga sig . Sam fylk ingar menn tala af fyrirlitningu um það, að Vinstri grænir hafi „étið ESb ofan í sig fyrir ráðherrastóla“ . Í sinni grófustu mynd er þetta rétt . Og það sem meira er . Það var engin ástæða fyrir þá til að gera það . Samfylkingin hefði ekki tekið þá pólitísku áhættu að mynda ríkisstjórn með Fram sóknarflokki og borgarahreyfingunni, en sú hótun var það eina, sem Samfylkingin gat notað á VG . Hvers vegna gafst VG upp? Eina hugsan- lega skýringin er sú, að Vinstri grænir voru búnir að bíða svo lengi eftir því að komast í ríkisstjórn að þeir hafi ekki verið tilbúnir til að taka áhættu með því að halda fast við andstöðu sína við ESb-aðild . Afleiðingin af uppgjöf VG í ESb-mál inu er tvíþætt . Flokkurinn er klofinn . nú þegar hafa fimm þingmenn hans lýst því yfir, að þeir muni greiða atkvæði gegn þings álykt- unartillögu utanríkisráðherra um aðildar- umsókn og hugsanlega munu fleiri þing- menn bætast í þann hóp . jafn framt er alvar leg óánægja í innsta kjarna VG með þessa uppgjöf, sem kom skýrt í ljós á flokks ráðsfundi þeirra daginn sem ríkis stjórn in var mynduð og birtist m .a . í grein eftir Hjörleif Guttormsson í Morgun blaðinu fyrir skömmu . Hins vegar líta fjölmargir kjósendur VG í þingkosningunum svo á, að þeir hafi verið sviknir . Sjálfur hef ég talað við kjósendur, sem alla tíð hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn en kusu Vinstri græna nú vegna þess að þeir treystu VG bezt til að standa gegn aðild að ESb . Það er út af fyrir sig umhugsunarefni fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins, að þessir kjósendur hurfu til stuðnings við VG vegna þess, að þeir töldu ekki víst að forystumenn Sjálf stæðisflokksins mundu standa við sam- þykkt ir landsfundarins, en það er önn ur saga . Þessir kjósendur munu yfirgefa VG í sveit arstjórnarkosningunum vorið 2010 vegna þess að þeir telja sig illa svikna og hið sama munu fleiri kjósendur VG gera . uppgjöfin í ESb-málinu eru mikil mistök af hálfu forystumanna VG . Samfylkingin er ekki enn búin að átta sig á hvers konar stjórnmálaflokkur hún er eða vill vera . Þennan veruleika felur Samfylkingin fyrir kjósendum með þeirri ofuráherzlu, sem flokkurinn leggur á aðild Íslands að ESb . Flokkurinn telur, að hann þurfi ekki að gera kjósendum grein fyrir því, hvernig hann ætlar að takast á við aðkallandi vanda í efnahags- og atvinnumálum og vandamálum heimilanna sérstaklega vegna þess, að það muni duga að telja kjósendum trú um, að sá vandi leysist með því einu að sækja um aðild að ESb . á þessari vegferð Samfylkingarinnar ger- ist ýmislegt . talsmenn flokksins hafa á und- anförnum árum lagt áherzlu á, að flokk- urinn berðist fyrir lýðræðislegum umbótum á Íslandi . Veruleikinn er hins vegar sá, að þetta er eini stjórnmálaflokkurinn, sem er beinlínis andvígur því, að íslenzka þjóðin sjálf taki ákvörðun um það, hvort hún vilji sækja um aðild . Í þeirri afstöðu, sem jóhanna Sigurðardóttir hefur gerzt helzti talmaður fyrir felst yfirgengilegur hroki . Grundvallaratriði í málflutningi þeirra, sem hvetja til þess að fulltrúalýðræði 20 . ald ar innar verði þróað í átt til beins lýðræð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.