Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 24

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 24
22 Þjóðmál SUmAR 2009 Einar ágústsson, sem þá var utanríkisráð- herra hafði hins vegar meiri fyrirvara vegna þessara áforma og jón Skaftason, alþingismaður Framsóknarflokksins fyrir Reykja neskjördæmi var þeim beinlínis andvígur og leyndi því ekki . Forystumenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna gengu nánast nauðugir til þessarar stjórnarmyndunar . Þeir voru ný- búnir að standa í stórstríði á vettvangi Al- þýðu bandalags við forystumenn Sósíalista- flokks og höfðu lítinn áhuga á að taka upp samstarf við þá í ríkisstjórn . baklandið í hinum nýja flokki krafðist þess hins vegar að þeir tækju þátt í að binda enda á 12 ára valdaferil Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks . Þegar á leið, kom líka í ljós, að þeir Hannibal Valdemarsson og björn jónsson voru ekki sérlega hrifnir af áformum um brott rekstur varnarliðsins . Þeir reyndu að sprengja ríkisstjórn Ólafs jóhannessonar í loft upp vegna efnahagsmála og höfðu áður tryggt sér stuðning Sjálfstæðisflokksins við minnihlutastjórn undir forsæti Hannibals . til þess kom þó ekki vegna þess, að Alþýðubandalagið kyngdi öllum kröfum þeirra, sem snerust um gengisfellingu . Í nóvember 1973 hékk líf þessarar ríkis- stjórnar svo á bláþræði, þegar Ólafur jóhannesson kom heim frá london og í ljós kom, að hann hafði gert samning við breta um 50 mílurnar . Alþýðubandalagið lýsti andstöðu við samninginn en þegar forráðamönnum þess varð ljóst, að Sjálf- stæðisflokkurinn mundi standa að sam- þykkt hans á Alþingi gáfust þeir upp . Vinstri stjórn Ólafs jóhannessonar hraktist svo frá völdum vorið 1974 og í kjölfarið vann Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur í kosn ingum . Ólafur jóhannesson myndaði vinstri stjórn á ný sumarið 1978 í kjölfar mikilla átaka á milli ríkisstjórnar Geirs Hall gríms- sonar og verkalýðshreyfingar innar . Sú stjórn Ólafs hrökklaðist frá rúmu ári síðar vegna inn byrðis ósamkomulags og er ekki frá - sagn ar verð í þessu samhengi . Steingrímur Her manns son myndaði svo síðustu vinstri stjórn 20 . aldarinnar, þegar alvarlegur sam- dráttur í efnahagsmálum gekk í garð síðla sumars 1988 . Segja má, að hún hafi verið síðasta millifærslustjórnin á okkar dögum en hún lagði jafnframt grunn að einu mesta deilumáli síðustu 20 ára . Það var sú vinstri stjórn, sem hafði forgöngu um að heimila frjálst framsal veiðiheimilda og gleymist stundum að það voru vinstri flokkarnir en ekki Sjálfstæðisflokkur, sem báru ábyrgð á þeirri ráðstöfun . á þetta minnir Ólöf nor- dal, alþingismaður Sjálfstæðisflokks rétti- lega í grein í Morgunblaðinu 24 . maí sl . Ef við reynum að finna einhverja hlið stæðu við núverandi stjórnarsamstarf er hana tæpast að finna í þeim fjórum ríkis stjórn um, sem hér hafa verið nefndar til sög unnar . nærtækara er að horfa til ríkisstjórn ar „hinna vinnandi stétta“, sem Hermann jónasson myndaði með Alþýðuflokknum 1934 og sat til 1937 og beitti sér m .a . fyrir víðtækum áætlunarbúskap en á þeim tíma stóð heimskreppan enn yfir . Að vísu voru það Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, sem stóðu að þeirri ríkisstjórn en þá var Framsóknarflokkurinn annars konar flokk ur en nú og segja má, að áþekk þjóð fé lagsöfl hafi staðið að baki þeirri stjórn og eru nú bakhjarlar ríkisstjórnar jóhönnu Sigurðardóttur . Og er þá fyrst og fremst átt við verkalýðshreyfinguna . Ekki þarf lengi að hlusta á málflutning núverandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssonar, til þess að átta sig á því . Hann er pólitískasti forystumaður Alþýðusambandsins um langt árabil og fer ekki leynt með stuðning sinn við Sam- fylkinguna . Stjórnarflokkarnir og ESb Í sinni einföldustu mynd snýst spurning in um aðild að ESb um það, hvort við sem þjóð treystum okkur til að standa á eigin fótum . Þeir, sem nú boða aðild að ESb eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.