Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 10

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 10
8 Þjóðmál SUmAR 2009 Ég skora á hæstv . forsætisráðherra að tala einungis fyrir hennar flokk en ekki okkur hin þegar hún talar fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, þann stóra dóm mun einungis þing og þjóð kveða upp . ásmundur Einar Daðason, nýkjörinn þingmaður vinstri-grænna, sagði: Mín skoðun er sú að hag Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins og að nú sé ekki rétti tíminn til að takast á við þessi mál . Þeirri skoðun mun ég fylgja bæði innan og utan veggja Alþingis . Hvorki Guðfríður lilja né ásmundur Einar segjast ætla að styðja ESb-krógann, þegar hann kemur inn á þing . Þau stóðu þó ekki í vegi fyrir því, að hann staulaðist í gegnum þingflokk vinstri-grænna í tilefni stjórnarmyndunarinnar . Fréttablaðið bar hinn 21 . maí undir árna Þór Sigurðsson, vinstri-grænan formann utan ríkismálanefndar alþingis, hvort hann teldi, að fyrirheit jóhönnu, um að umsókn um aðildarviðræður yrði send héðan í júlí, stæðist . árni svaraði í véfréttarstíl um tíma- mörkin en lá ekki á eigin skoðun á málinu: Þetta er málamiðlun á milli tveggja flokka . Kannski hefði maður sjálfur ekki haft þetta nákvæmlega svona . En ég styð þessa ríkisstjórn og þar með þessa málamiðlun . Það er nú ekki flóknara en það . Flest bendir til, að málið geti orðið flóknara fyrir vinstri-græna en árni Þór vill vera láta . Þeir bættu við sig fimm þingmönnum í kosningunum 25 . apríl og urðu sigurvegarar þeirra en ekki Samfylkingin . Hér skal fullyrt, að þetta fylgi fengu vinstri-grænir að verulegu leyti frá kjósendum, sem töldu sig vera að hnýta sjálfstæði þjóðarinnar fast andspænis kröfunni um aðildarviðræður við ESb eða aðild að ESb . Þessir kjósendur sitja nú eftir með sárt enni . ESb-króginn er getinn og kominn á kreik undir handarjaðri vinstri-grænna, þótt sumum þeirra sé sama um, að afkvæmið lendi í höndum vandalausra . II . Sjálfstæðismenn hófu hinn 14 . nóvember 2008 endurmat á Evrópustefnu sinni og luku henni á landsfundi sínum með ályktun föstudaginn 27 . mars 2009 . um þessa ályktun náðist góð sátt á fundinum . Þar er tekið fram, að flokkurinn sé enn sama sinnis og áður, að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan ESb . Sagt er, að kostir aðildar tengist helst gjaldmiðilsmálum og ljóst sé að ýmis álitamál verði aðeins skýrð í viðræðum, hvort sem þær snúist um gjaldmiðilinn eða aðild . landsfundurinn undirstrikaði þá eindregnu stefnu Sjálfstæðisflokksins, að ekki yrðu gefin eftir til annarra þjóða eða samtaka þeirra ráð yfir auðlindum Íslands og að standa bæri vörð um innlenda matvæla- framleiðslu . Þá sagði orðrétt í ályktuninni: Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálf- stæð isfl okksins að fara skuli fram þjóðar at- kvæða greiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna . Í hinum tilvitnuðu orðum kemur fram önn ur skoðun en í tillögu ríkisstjórnarinnar . Sjálf- stæð ismenn vilja, að alþingi ræði markmið viðræðna við ESb og komist að niður stöðu um kröfur . niðurstaða þessa starfs verði lögð undir þjóðina, verði hún á þann veg, að umsókn um aðild skuli lögð fyrir ESb . Hugmynd sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir mun vandaðri og skipulegri vinnubrögðum af hálfu alþingis en tillaga Samfylkingar og vinstri-grænna . Samkvæmt tillögu sjálfstæðismanna yrði leitað tvisvar til

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.