Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 17

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 17
 Þjóðmál SUmAR 2009 15 fjárhæðir, losað um hengjur sem hefðu síðar getað skapað fjármagnsflótta og hefði flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta . banka stjórnin sem vildi lækka vexti sagði við Alþjóða gjald- eyrissjóðinn: Við erum bæði með belti og axlabönd, við búum í kjallaranum og þið heimtið að við göng um með fallhlíf! Fráfarandi formaður sagði meðal annars í yfirgripsmikilli ræðu sinni að mistökin sem hann vildi biðjast afsökunar á væru þau að fallið hefði verið frá stefnu okkar sjálf- stæðismanna fyrir sex árum um að dreifa eign ar haldi við einkavæðingu bankanna . Og í ræðu sinni degi síðar tekur formaður Sam- spill ing arinnar, – Samfylkingarinnar ætlaði ég að segja, – í sama streng . Mistökin hafi verið þau að „að láta dreifða eignaraðild bankanna lönd og leið við einkavæðingu“ eins og formaður þess flokks orðaði það . Ég get ekki neitað því að mér þótti þetta athyglisvert . Vegna þess að ég man ekki betur en að ég hafi nokkuð lengi þurft að berjast fyrir þeirri stefnu að enginn mætti eiga meira en 3–8% í banka . Það voru ekki allir ánægðir með þessa stefnu mína, ekki einu sinni í þessum flokki, eins og þið munið . En hvernig skyldi Samfylkingin hafa litið á málið . Það er mjög fróðlegt að skoða það í ljósi orða formannsins í gær . Hinn 12 . ágúst 1999 sagði Sighvatur björgvinsson fyrrverandi bankamálaráðherra og talsmaður Samfylkingarinnar: „Ég hef ekki trú á því að gerlegt sé að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild þegar fram í sækir . Ég er alveg viss um að Davíð Oddsson hefði aldrei orðað þessa laga- setningu ef að þeir sem eru að kaupa fjórð- ung í FbA væru honum þóknanlegir . Ég tel að þetta tal forsætisráðherrans um laga - setningu sé sprottið af því að hann vilji setja lög sem banni jóni Ólafssyni í Skífunni að kaupa hlutabréf .“ Og hver var skoðun félagsmálaráðherrans í núverandi ríkisstjórn? ásta Ragnheiður jóhann esdóttir sagði aðspurð um hug mynd- ir mínar um dreifða eignaraðild að fjár mála- fyrir tækjum: „Það held ég að verði mjög erfitt og nán- ast ekki hægt . Verðbréfamarkaðurinn á Íslandi er frjáls og tilraunir til að tryggja dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá veru myndu leiða til þess að hlutur ríkisins, þ .e . almennings, í fjármálafyrirtækjum eins og t .d . Fjárfestingarbanka atvinnulífsins myndi lækka stórlega í verði .“ Í ljósi viðhorfa þessara aðaltalsmanna Sam- fylkingarinnar er furðulegt af formanni þess flokks að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að sjónarmið um dreifða eignaraðild væru lögð til hliðar . En hvað segja sömu heimildir um mín sjón armið á þessum tíma? „Davíð Oddsson sagði m .a .: Sumar þjóðir hafa það reyndar svo að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild einstakra aðila má vera í bönkum . Ég hygg að það sé til að mynda þannig í noregi . Það má vel vera að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á þessu landi . Að minnsta kosti er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni að það séu einhver önnur sjónarmið sem ráði stefnu banka en almenn arðsemissjónarmið eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps .“ Og enn sagði: „Davíð sagði að þó nú sé tíska að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnunum geti alveg dugað að stærstu eignaraðilar sem koma til með að hafa leiðbeinandi forystu um rekst urinn eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% .“ Það fer semsagt ekkert á milli mála hvert ég vildi stefna annars vegar og hver var hugur Samfylkingarinnar hinsvegar . Hún barðist gegn dreifðri eignaraðild í bönkum . Og aldrei skal Samfylkingin geta rætt um banka eða fjármál án þess að þessir sömu jónar svífi yfir þeirra vötnum og það virðist ekki þurfa borgarnes til . Og alltaf var ég sakaður um andúð á auð mönnum og ég væri að draga úr og skaða út rás armöguleika snillinganna .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.