Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 78

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 78
76 Þjóðmál SUmAR 2009 jónas Ragnarsson Orð dagsins Þegar rætt hefur verið um afleiðingar efna-hagserfiðleikanna síðustu mánuði hafa ýmis orð skotið upp kollinum . Fróðlegt er að skoða sögu nokkurra þeirra . Orðið bankahrun er á allra vörum . Það er gamalt í málinu . Ritmálssafn Orðabókar Háskólans getur um notkun þess í Skírni árið 1866, þegar talað er um bankahrun sem „peningakaupmenn og fleiri urðu fyrir í bombay í sumar er leið“ . Þetta orð hefur verið í fréttum af og til síðustu áratugi . Í september 2008 er talað um bankahrunið í bandaríkjunum í Fréttablaðinu og Víkverji Morgunblaðsins notar orðið bankahrun um atburði hér á landi daginn eftir að þriðji íslenski bankinn fór í þrot í október . Skírnir geymir einnig elstu heimild um orðið fjárglæframaður, í grein sem birtist 1893, var eftir Ólaf Davíðsson og fjallaði um gjaldþrotamál í Frakklandi . Í kjölfar ávarps forsætisráðherra til þjóðar- innar 6 . október 2008 voru sett neyðarlög . Þegar leitað er á vefnum timarit .is, sem landsbókasafnið hefur sett upp, má sjá að orðið hefur verið til í málinu í tæpa öld og kom fyrst fyrir í blaðinu Austra árið 1913, þegar rætt var um lög um vörutoll, sem voru talin „niðurdrep frjálsra viðskipta og til þess að skapa ólöghlýðni“ . Hitt er svo annað mál að lögin frá því í haust heita ekki neyðarlög heldur „lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o .fl .“ Rætt er um skilanefnd í Morgunblaðinu árið 1926, sennilega í fyrsta sinn, í grein um erfiðleika kaupfélags á Eyrarbakka . Eitt helsta deilumálið þessa mánuðina hefur verið aðildarumsókn að Evrópusamband- inu . Það kemur væntanlega mörgum á óvart að orðið var nefnt á Alþingi í mars 1963 . Alþýðublaðið hafði þá eftir Gylfa Þ . Gíslasyni menntamálaráðherra að ríkisstjórnin hefði þegar á árinu 1961 hugleitt þann möguleika „að senda aðildarumsókn til þess að fá betri aðstöðu til að fylgjast með málum hjá EbE,“ sem þá var nefnt Efnahagsbandalag Evrópu . Það sem helst var talið mæla gegn aðild á þeim tíma var sú hætta „að útlendingar gætu náð úrslitaáhrifum í einstökum atvinnugreinum og starfsemi þeirra stuðlað að eyðingu nátt- úru auðlinda“ . Svo virðist sem orðið skattaskjól komi fyrst fyrir í Vísi síðla árs 1969, í viðtali við björn Friðfinnsson bæjarstjóra á Húsavík um sameiningu kaupstaðarins og Flateyjarhrepps . Þar var getið um reykvískan iðnaðarmann sem hafði skráð lögheimili sitt í hreppnum til að þurfa ekki að greiða háa skatta . Orðið var notað af og til í blöðum næstu árin en komst í tísku í byrjun þessa árs .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.