Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 13

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 13
 Þjóðmál SUmAR 2009 11 var hins vegar snörp og yfirgæfði allt annað á stjórnmálasviðinu yfir páskahelgina og framundir lok kosningabaráttunnar . Síðan féll allt í dúnalogn . Þessi fjármál snerta fleiri flokka en Sjálfstæðisflokkinn en áhrif frétta af málinu og allt, sem þeim fylgdi, voru án efa neikvæðust fyrir hann . áður en styrkjaumræðurnar hófust, mátti greina í könnunum, að hlutur Sjálf stæðis- flokksins væri að batna . Von um betri tíð fyrir flokkinn fyrir kosningar varð hins vegar að engu vegna risastyrkjamálsins . IV . Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í gegn-um erfiða tíma . Þar hefur hins veg- ar verið búið í haginn fyrir framtíðina . Styrkja mál ið er afgreitt á vettvangi flokks ins með því að endurgreiða 50 milljónir króna . Ein stakir frambjóðendur verða að glíma við eigin styrkjamál og gera grein fyrir þeim á trú verðugan hátt . Flokkurinn á ekki að sópa þessum málum undir teppið heldur ræða þau til hlítar innan eigin vébanda . Sjálfstæðisflokkurinn hefur kosið nýjan formann og ný forysta hefur verið valin í þingflokki hans undir formennsku Illuga Gunnarssonar . Þegar þetta er ritað, hefur ekki verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri flokksins . ljóst er, að hans bíður mikið starf við að endurskipuleggja flokksstarfið og tíminn er naumur, því að strax að ári eru sveitarstjórnarkosningar og skiptir miklu, að flokkurinn nái sér þar á strik . Eru miklar vonir bundnar við Hönnu birnu Kristjáns- dóttur, borgarstjóra í Reykjavík, en hún hefur reynst einstaklega farsæl í störfum sínum . baráttan verður vafalaust hörð í Reykjavík og fær á sig stærri pólitískan svip en ella, ef Dagur b . Eggertsson, varaformaður Samfylking arinnar, verður þar í oddvitasæti fyrir flokk sinn . Hann mun þá líta á eigin velgengni í Reykjavík sem ávísun á formannsstól í Samfylkingunni . Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa það báðir fram yfir Samfylkingu og vinstri-græna, að þeir hafa valið sér nýja forystu . jóhanna Sigurðardóttir var grátbeðin um að taka að sér formennsku Samfylk ingar- innar á landsfundi hennar 27 . til 29 . mars og samþykkti að gera það tímabundið . baráttan um arftaka jóhönnu er hafin innan Samfylkingarinnar . Þar tókust þeir Dagur b . og árni Páll árnason, félags- málaráðherra, á um varaformannssætið og hugsa sér vafalaust báðir til hreyfings, þegar formannsstóllinn losnar . Steingrímur j . Sigfússon verður ekki til eilífðar formaður vinstri-grænna . Svik hans við ESb-stefnu flokksins til að hljóta ráðherrastólinn kunna að verða banabiti hans á flokksvettvangi, lifi vinstri-grænir ESb-svikin af sem flokkur . Katrín jakobsdóttir, menntamálaráð- herra, er ólíklegur formaður vinstri-grænna . Af ráðherrum er Svandís Svavarsdóttir líklegust . Hún kann að hrista af sér tor- tryggni flokksmanna vegna ESb með fem- ínisma og öfgafullri grænni stefnu sem umhverfisráðherra . Ráðherrarnir Stein- grímur j ., Ögmundur jónasson og jón bjarna son, vinstri-grænir málþófsmenn síðustu ára á alþingi, eru á útleið . Valda- barátta næstu kynslóðar er að hefjast . Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í skot- línunni í 18 ár vegna forystu sinnar og ábyrgðar . Flokksmenn eiga nú að gefa sér tíma til að líta í eigin barm og raða fylk- ingum á nýtt til öflugrar sóknar í sveitar- stjórnarkosningum að ári . Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að skipta sér af ESb-króga Samfylkingar og vinstri-grænna heldur leyfa foreldrunum sjálfum að glíma við þetta afkvæmi sitt . Í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn að standa við stefn- una, sem samþykkt var á landsfundi hans, þar til ný verður samþykkt samkvæmt leik- reglum flokksins .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.