Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 5 Um allan heim eru þó ofstækismenn sem telja sig hafa rétt til þess að banna skoðanir eða refsa fólk fyrir að tjá sig. Þetta eru reyndar alls ekki einungis fáeinir ofstækismenn, sem kenna sig við ákveðin trúarbrögð, heldur einnig stjórnvöld margra landa. Því þarf venjulegt fólk alltaf að berjast fyrir rétti sínum til þess að tjá sig. Við eigum að styðja viðleitni þess því þannig styrkjum við einnig okkar eigin stöðu. Á þessu ári er Tímarit hjúkrunarfræðinga, eða reyndar tímaritið og fyrirrennari þess, 90 ára. Prentfrelsi var leitt í lög 1855 á Íslandi og var það forsenda þess að hjúkrunarkonur gátu ákveðið að gefa út tímarit 1925. Ritstjórnarstefna þess blaðs kristallaðist í orðunum: „Við eigum að skrifa það allar.“ Sú stefna hefur verið ríkjandi alla tíð síðan og langflestar greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga eru skrifaðar af hjúkrunarfræðingum. Þrátt fyrir nafnabreytingar hafa árgangar haldið sér og þetta tölublað er því það fyrsta í 91. árganginum. Þó lá við slysi 1993 þegar Hjúkrun sameinaðist Tímariti Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga því fyrsta hefti Tímarits hjúkrunarfræðinga var kallað 1. tölublað 1. árgangs. Sem betur fer skiptu ritstjórnarfulltrúar um skoðun og næsta tölublað var sagt tilheyra 70. árganginum. Afmælið mun ekki fara fram hjá lesendum blaðsins. Helst mun það sjást í fjölda endurbirtra greina og í þessu tölublaði eru tvær greinar frá fyrstu árum tímaritsins. Einnig munu birtast viðtöl við hjúkrunarfræðinga sem hafa tekið þátt í að skrifa og ritstýra blaðinu. Fleiri en blaðið eiga einnig afmæli og sagt verður frá nokkrum slíkum. Ýmsar aðrar uppákomur munu eiga sér stað á árinu en það á eftir að koma í ljós. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Þorsteinsdóttir Fréttaefni Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson o.fl. Ljósmyndir Arnheiður Sigurðardóttir, Auðunn Níelsson, Christer Magnusson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hilmar Friðjónsson, Kristinn Ingvarsson o.fl. Próförk og yfirlestur Ragnar Hauksson Auglýsingar Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, sími 540 6412 Hönnun Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla Litróf Upplag 4100 eintök Pökkun og dreifing Póstdreifing TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 90 ÁRA Eitt stærsta framfaraskref á síðustu öldum var tekið þegar ákvæði um tjáningar­ og prentfrelsi fóru að birtast í stjórnarskrám eftir frönsku byltinguna 1789. Það er varla hægt að ofmeta áhrif þess að fólk hafi lagalegan rétt til þess að segja og skrifa hvað því finnst. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.