Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 7 Í íslenskri rannsókn meðal almennings sögðust 40% þátttakenda hafa fundið fyrir verkjum undanfarna viku og 31% hafði haft verki í þrjá mánuði eða lengur (Gunnarsdottir o.fl., 2010). Erlendar rannsóknir sýna að 48­88% sjúklinga á sjúkrahúsum finna fyrir verkjum og um þriðjungur þeirra upplifir mikla verki (Maier o.fl., 2010; Vallano o.fl., 2006). Svipaðar niðurstöður hafa fengist á Landspítala. Í rannsókn á 23 legudeildum á skurð­ og lyflækningasviðum Land­ spítala reyndist tíðni verkja vera 83%, meðalstyrkur verstu verkja var 4,6 á kvarðanum 0­10 og 35% þátttakenda hafði fundið fyrir miklum verkjum (≥7 á kvarðanum 0­10) undanfarinn sólarhring þegar spurt var (Zoëga o.fl., í prentun­b). Á skurðlækningasviði Landspítala reyndist 81% þátttakenda hafa haft verki undan farinn sólar hring og var styrkur þeirra að jafnaði 4,0 á kvarðanum 0­10 (Lára B. Ásmundsdóttir o.fl., 2010). Hjá krabba meinssjúklingum á Land spítala reyndust verkir vera þriðja sterkasta einkenni þátt takenda þrátt fyrir meðferð með sterkum verkja lyfjum (Zoëga o.fl., 2013). Þá virðist mati á verkjum og skráningu vera ábótavant á Landspítala. Í rannsókn Zoëga o.fl. (í prentun­a) kom í ljós að mat á verkjum var skráð hjá 57% þátt takenda en viðurkenndir kvarðar voru einungis notaðir í 27% tilvika. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í sömu rannsókn kom fram að notkun kvarða var tengd meira viðeigandi verkjameðferð en hjá þeim sem ekki voru metnir með kvörðum. Mat á bráðum verkjum Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka um verkjarannsóknir, International Association for the Study of Pain, er verkur óþægileg skynjun og tilfinningaleg reynsla af völdum raunverulegs eða hugsanlegs vefjaskaða, eða er lýst sem slíkum (IASP Task Force on Taxonomy, 1994). McCaffery (1968) (í Herr o.fl., 2011) segir á hinn bóginn að verkur sé það sem einstaklingur segir að sé verkur og er til staðar þegar hann segir svo vera. Þessar skilgreiningar sýna að verkir eru huglægir og því er eigið mat sjúklings forsenda áreiðanlegs mats á verkjum. Mikilvægt er að gefa sjúklingum færi á að vera virkir þátttakendur í verkja­ meðferðinni þar sem það getur stuðlað að betri árangri hennar (Zoëga o.fl., í prentun­b). Þetta á ekki síst við um mat á verkjum þar sem sjúklingurinn einn getur raunverulega sagt til um hvernig og hversu miklir verkirnir eru. Fyrsta skrefið við mat er að skima fyrir verkjum með því að spyrja einstaklinginn um hvort hann hafi verki. Skima þarf fyrir verkjum þegar sjúklingur leggst inn á sjúkrastofnun, við komu á heilsugæslu eða vitjun í heimahús, ef breyting verður á heilbrigðisástandi og við hvers konar meðferð eða inngrip sem framkallað getur verki. Hjá inniliggjandi sjúklingum skal skima reglulega fyrir verkjum en hversu oft fer eftir starfsemi stofnunar, veittri meðferð og ástandi sjúklings (Registered Nurses Association of Ontario, 2013). Hafa þarf í huga að sjúklingar láta ekki alltaf vita af verkjum að fyrra bragði og því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk spyrji um þá. Hafi sjúklingur verki þarf að framkvæma nánara mat. Í upphafi meðferðar þarf að fá greinargóðar upplýsingar um verkina. Spyrja þarf um upphaf verkja, staðsetningu, styrk, eðli, hvernig verkirnir haga sér, hvað dragi úr verkjum eða auki þá, hvaða meðferð hefur verið reynd, hvað hefur virkað og hvað ekki (Anna Tafla 1. Grunnatriði mats á bráðum verkjum. Matsþættir Við/fyrir innlögn á sjúkrahús Fyrri saga Langvinnir verkir fyrir aðgerð Kvíði Skimun ­ ertu með verki, já eða nei? Við innlögn á sjúkrahús/komu til heilbrigðisstarfmanns Þegar breyting verður á ástandi Við hvers konar inngrip sem getur framkallað verki Reglubundið hjá legusjúklingum Mat ­ ef sjúklingur er með verki Staðsetning verkja Styrkur verkja Verkir í hvíld, við hreyfingu/hósta/djúpöndun Mat á árangri Styrkur verkja Virkni sjúklings Aukaverkanir meðferðar Mynd 1. Láréttur tölukvarði (NRS). 10984 73 62 510 Engir verkir Verstu mögulegu verkir Mynd 2. Lóðréttur tölukvarði (NRS) með orðakvarða. 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Gríðalegir verkir Miklir verkir Miðlungs­ verkir Vægir verkir Engir verkir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.