Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 20158 G. Gunnlaugsdóttir, 2006). Mikilvægt er að spyrja um langvinna verki og kvíða fyrir skurðaðgerð þar sem þeir þættir geta stuðlað að auknum verkjum eftir aðgerðina (Gerbershagen o.fl., 2014; Ip o.fl., 2009). Við mat á bráðum verkjum nægir yfirleitt að meta staðsetningu verkja og styrk, bæði í hvíld og við hreyfingu, djúpöndun og hósta (Breivik o.fl., 2008). Þetta á ekki síst við skurðsjúklinga sem geta verið verkjalitlir í hvíld en hins vegar slæmir af verkjum við hreyfingu. Við mat á styrk verkja er ráðlegt að nota viðurkennda kvarða (Registered Nurses Association of Ontario, 2013). Til eru margvíslegir kvarðar sem mæla styrk verkja en mikilvægt er að velja kvarða sem hentar aldri og þroska þess sem verið er að meta. Útskýra þarf tilgang verkjakvarða og kenna sjúklingum að nota þá (Anna G. Gunnlaugsdóttir, 2006). Algengustu verkjakvarðarnir eru tölukvarði (numeric rating scale, NRS), sjónkvarði (visual analog scale, VAS) og orðakvarði (verbal rating scale, VRS) og hafa þeir allir reynst áreiðanlegir og réttmætir hjá mismunandi sjúklinga­ og aldurshópum (Hjermstad o.fl., 2011). Tölukvarði (myndir 1 og 2) er sá kvarði sem flestir kjósa að nota en hann liggur á bilinu 0­10, þar sem 0 þýðir „enginn verkur“ og 10 „versti mögulegi verkur“. Almennt jafngilda stig á bilinu 1­4 vægum verkjum, 5­6 meðalmiklum verkjum og 7­10 miklum verkjum (Serlin o.fl., 1995). Sjónkvarði (mynd 2) er hins vegar 10 cm lína sem sjúklingur merkir inn á styrk verkja frá „enginn verkur“ upp í „versti mögulegi verkur“. Orðakvarði inniheldur lýsingar á styrk verkja sem eru: engir – vægir – miðlungs – miklir – gríðarlegir verkir. Orðakvarði er gjarnan tengdur við tölugildi til að auðvelda samanburð við tölukvarða (Hjermstad o.fl., 2011). Einnig eru til kvarðar með myndum, svo sem andlitskvarðinn (Faces Pain Scale), sem á eru andlit sem sýna svipbrigði er lýsa verkjum, og Wong­Baker­kvarðinn sem á eru broskallar sem eru frá því að vera skælbrosandi upp í það að vera grátandi (Registered Nurses Association of Ontario, 2013). Mikilvægt er að sýna sjúklingum kvarðann sem verið er að nota þar sem fólk notar ólík orð til að lýsa styrk verkja. Sumir eiga einnig auðveldara með að nota kvarða ef hann er lóðréttur fremur en láréttur (mynd 2), þetta á ekki síst við um aldraða (Herr, 2011). Í töflu 2 er að finna yfirlit yfir mismunandi kvarða sem meta styrk verkja. Þar er einnig að finna vefslóðir á verkjakvarða á erlendum tungumálum. Mat á árangri og skráning Mat á árangri verkjameðferðar er mikil­ vægur hluti mats á verkjum. Hvenær og hversu oft þarf að endurmeta ástand sjúklings fer eftir ýmsu, svo sem styrk verkja, ástandi sjúklings og reglum þeirrar stofnunar sem um ræðir. Ávallt ætti að endurmeta verki þegar sjúklingur hefur fengið meðferð við verkjum. Þá þarf að meta styrk verkja, aukaverkanir meðferðar og áhrif meðferðar á virkni og hreyfigetu (Registered Nurses Association of Ontario, 2013). Tímasetning endurmats fer eftir því hvaða meðferð var veitt. Almennt gildir að við lyfjagjöf í æð eða undir húð þarf að meta árangur eftir um 15­30 mínútur og um klukkustund eftir lyfjagjöf um munn (D’Arcy, 2011). Mat á árangri annars konar meðferðar en með lyfjum fer eftir því hvaða meðferð var notuð. Tafla 2. Kvarðar sem meta styrk verkja. Kvarði Stig Hentar Kostir/gallar Tölukvarði (NRS) (Myndir 1­2) 0­10 8 ára og eldri sem skilja hvað er meira og hvað er minna Einfaldur í notkun Sá kvarði sem flestir kjósa Krefst skilnings á tölum Sumir eiga auðveldara með að skilja kvarðann þegar hann er lóðréttur Sjónkvarði (VAS) (Mynd 3) 0­100mm 8 ára og eldri sem skilja hvað er meira og hvað er minna Krefst þess að sjúklingur geti merkt inn á línu Orðakvarði (Mynd 2) Enginn ­ gríðarlegur Þeim sem eiga erfitt með að nota tölur Sumir eiga auðveldara með að skilja kvarðann þegar hann er lóðréttur Andlitskvarði 0­10 4 ára og eldri Hefur ekki verið prófaður formlega á Íslandi Wong Baker 0­10 3 ára og eldri Fullorðnir velja sjaldan þann sem grætur Sumir telja að verið sé að spyrja um í hvernig skapi þeir séu Kvarðar á erlendum tungumálum http://www.partnersagainstpain.com/printouts/multilingual_pain_scale.pdf http://www.britishpainsociety.org/pub_pain_scales.htm Mynd 3. Sjónkvarði (VAS). 10cm Engir verkir Verstu mögulegu verkir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.