Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 15 Einkenni Parkinsonveiki Í Parkinsonveiki verður skemmd á dópamínmyndandi frumum í heila, en dópamín er mikilvægasta taugaboðefnið í stjórnun líkamshreyfinga. Talið er að hreyfieinkenni sjúkdómsins komi fram þegar allt að 80% skerðing er á framleiðslu dópamíns (Jancovic, 1988). Truflun á öðrum taugaboðefnum, svo sem serótóníni og noradrenalíni, ýta líklega undir einkenni eins og kvíða og þunglyndi, truflanir á ósjálfráða (e. autonomic) taugakerfinu (þ.e. einkenni frá hjarta, æðakerfi og meltingarfærum), svefntruflanir og sjóntruflanir (Chaudhuri o.fl., 2006a). Oftast greinist sjúk­ dómurinn þegar hreyfitruflanir koma fram en sjúklingar hafa oft fundið fyrir öðrum einkennum en þeim sem lúta að hreyfingu, jafnvel mörgum árum áður en sjúkdómurinn greinist (Chaudhuri o.fl., 2006a). Sjá töflu 1 um yfirlit yfir helstu hreyfieinkenni og önnur einkenni Parkinsonveiki. Meðalfjöldi annarra einkenna en hreyfieinkenna eru 10­12 hjá sjúklingum. Þeim fjölgar og þau versna eftir því sem sjúkdómurinn ágerist (Chaudhuri o.fl., 2006b; Martinez­ Martin o.fl., 2007b). Önnur einkenni en hreyfieinkenni eru oft vangreind (Chaudhuri o.fl., 2006a). Talað er um snemmkomin og síðkomin einkenni Parkinsonveiki. Snemmkomin einkenni koma fram nokkrum árum áður en sjúkdómurinn greinist. Þessi einkenni flokkast undir önnur einkenni en hreyfieinkenni. Má þar nefna skert lyktarskyn, hægðatregðu, verki, breytingu á rithönd (skriftin verður smærri) og svefntruflanir og óróleika í svefni (Lees o.fl., 2009). Síðkomin einkenni birtast seinna í sjúkdómsferlinu, eru augljósari og tengjast aðallega hreyfikerfi sjúklings. Þau eru meðal annars svipbrigða laust andlit, óskýr rödd sem skortir hljómfall, álút líkamsstaða, bognir handleggir, hvíldar skjálfti, erfiðleikar við að hefja hreyfingu, til hneiging til að „frjósa“, hægar og klunna legar hreyfingar, stutt skref, tiplandi göngulag, , munnvatns ­ leki og kyngingarerfiðleikar (Giroux, 2007; Jancovic, 2008; Potulska o.fl., 2003). Meðferðarúrræði við Parkinsonveiki Um þrenns konar meðferðarúrræði er að ræða fyrir PS: (1) lyfjameðferð sem er aðalmeðferðin, (2) rafskautsaðgerð (e. deep brain stimulation) og (3) endurhæfing sem felur í sér hreyfingu, eftirlit, stuðning og fræðslu. (1) Lyfjameðferð byggist aðallega á levó­ dópa og dópamínsamherjum eða dópa­ mín­viðtakaörvum (dópamínagon istum). Á síðustu árum hafa fleiri lyf komið til. Lyfjameðferðin er flókin þar sem lyfjasvörun er einstaklingsbundin (Henriksen o.fl., 2012). Tímasetning lyfja gjafar skiptir gríðarlegu máli og sjúklingar verða fyrir verulegum óþægindum ef þeir fá ekki lyfin á réttum tíma (Matusch o.fl., 2009). Með tímanum endist virkni lyfjanna verr og þörf er á að minnka lyfjaskammta og dreifa lyfjagjöf jafnar og oftar yfir sólarhringinn. Öll lyfin hafa aukaverkanir og er þess vegna leitað eftir því að viðhalda þokkalegu jafnvægi á milli virkni sjúklings og aukaverkana lyfja (Henriksen o.fl., 2012). (2) Rafskautsaðgerð. Á síðustu árum hafa sjúklingar með Parkinsonveiki í auknum mæli verið meðhöndlaðir með rafskautum sem komið er fyrir í heila þeirra. Rafskautin eru einkennameðferð sem ekki stöðva sjúkdóminn en minnka einkenni eins og skjálfta, stirðleika og ofhreyfingar. Eftir sem áður þarfnast sjúklingurinn lyfjameðferðar en oft er hægt að draga verulega úr henni (Kleiner­ Fisman o.fl., 2006; Suchowersky o.fl., 2006). (3) Endurhæfing. Hreyfing og sjúkra­ þjálfun er nauðsynleg fyrir sjúklinga með Parkinsonveiki og mikilvægt er að þeir ástundi daglega hreyfingu til þess að viðhalda og bæta jafnvægi, byggja upp vöðvastyrk og auka liðleika liðamóta (Keus o.fl., 2009). Þjálfun með sjón­ og heyrnarmerkjagjöf (e. cueing) leiðir til marktækt betri göngugetu, það er meiri skreflengdar og gönguhraða (Andri Þór Sigurgeirsson, 2010; Nieuwboer o.fl., 2007). Meðferð byggist á endurhæfingu sem veitt er í þverfaglegri samvinnu heilbrigðis starfsmanna, svo sem hjúkrunar fræðinga, iðjuþjálfa, lækna, næringar fræðinga, sálfræðinga, sjúkra­ liða, sjúkraþjálfara, talmeina fræðinga og tauga sálfræðinga (Keus o.fl., 2007; NICE, 2006). Góð samskipti og fræðsla um einkenni sjúkdómsins og úrræði eru mikilvæg til þess að auðvelda sjúklingum að taka upplýstar ákvarðanir varðandi eigin heilsu. Mælt er með að fjölskyldan fái tækifæri til þess að taka þátt í umræðunum (NICE, 2006). Hjúkrunar fræðingar, sem annast PS, þurfa að búa til einstaklingsmiðaða meðferðaráætlun sem felur í sér eftirlit, mat á einkennum, fræðslu og stuðning ásamt því að samhæfa þjónustu hinna ýmsu meðferðaraðila (NICE, 2006). Tafla 1. Helstu einkenni Parkinsonveiki. Hreyfieinkenni Önnur einkenni en hreyfieinkenni Hægar eða engar hreyfingar (e. bradykinesia/akinesia) Stífleiki (e. rigidity) Hvíldarskjálfti (e. tremor at rest) Truflað stöðujafnvægi (e. postural instability) Einkenni frá skynfærum, svo sem verkir, dofi og hitabreytingar í útlimum (e. paresthesia), sjóntruflanir og skert lyktarskyn. Einkenni frá ósjálfráða taugakerfinu (e. autonome nervous system), svo sem lágur blóðþrýstingur, mikill sviti, munnvatnsleki, kyngingarerfiðleikar, hægðatregða, tíð þvaglát og kynlífsvandamál. Einkenni um breytingar á vitsmunum og hegðun, þunglyndi, sinnuleysi (e. apathy), kvíði, áráttuhegðun, geðrof (e. psychosis), vitglöp (e. dementia). Svefntruflanir, svo sem dagsyfja, svefnleysi, fótaóeirð og ljóslifandi draumar. Heimildir: Giroux (2007); Jancovic (1988); Jancovic (2008); Pandya o.fl. (2008).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.