Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 21
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 17 7 góð ráð við hjúkrun sjúklinga með Parkinsonveiki 2. GEFIÐ LYFIN A.M.K ½ klst. FYRIR MAT v  Best er að gefa lyfin með vatnsglasi eða ávaxtagraut/eplamauki v  Forðist mjólk, rjóma, súrmjólk og ís samtímis lyfjainntöku. Mjólkurvöru ætti ekki að neyta fyrr en a.m.k. hálftíma eftir lyfjagjöf v  Forðatöflur má ekki mylja v  Dæmi um algenga tíma fyrir lyfjagjöf: 07:00 – 09:30 – 11:30 – 14:00 – 16:30 – 19:00 – 22:00 v  Dæmi um matmálstíma sem passa við lyfjatímana: 08:00 – 10:00 – 12:00 – 15:00 – 18:00 – 20:00 3. LYF SEM ÆTTI AÐ FORÐAST v   Forðast geðlyf eins og haloperidol (Haldol), risperidone (Risperdal) og olanzapine (Zyprexa). Nota frekar quetiapin (Seroquel). v   Forðast lyf við ógleði svo sem Stemetil og Primperan – Nota frekar domperidon (Motilium) eða ondansetron (Zofran). Einnig auka sum antihistamín stirðleika 1. GEFIÐ LYFIN ALLTAF Á RÉTTUM TÌMA v   Skrá lyfjafyrirmæli nákvæmlega strax við innlögn sjúklings – ekki má breyta lyfjatímum þó að þeir passi ekki við hefðbundna lyfjagjafatíma á stofnun v   Fái PS-sjúklingar ekki lyfin sín á réttum tíma geta þeir orðið hættulega stirðir og ófærir um að kyngja og hreyfa sig v   Þurfi sjúklingar að fasta fyrir skurðaðgerðir eða ef þörf er á annarri lyfjameðferð en um munn (t.d. vegna kviðarholsaðgerðar eða vegna langvarandi fasta) er nauðsynlegt að leita ráðlegginga hjá hjúkrunarfræðingi á göngudeild eða taugalækni á B2 4. EFLING HREYFI- OG SJÁLFSBJARGARGETU v   Útvega viðeigandi hjálpartæki í samvinnu við sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa ef sjúklingur er hræddur við að detta v   Ef sjúklingur frýs getur hjálpað að telja upphátt 1-2; 1-2 eða syngja taktfast „Göngum upp í gilið“. Einnig er hægt að hvetja sjúkling til að telja í huganum. Rendur á gólfi, ójafnt landslag hentar vel. v   Smá „verkefni“ geta hjálpað sjúklingi að komast af stað eins og að fleygja lyklakippu á gólfið, beygja sig niður og taka upp. v  Ekki tala of mikið við sjúkling eða í kringum sjúkling þegar hann framkvæmir athafnir. v   Gefa ein fyrirmæli í einu og gera eitt í einu þ.e. ekki ganga og halda á hlut, ekki ganga og tala o.s.frv. v   Viðeigandi klæðnaður t.d. franskir rennilásar á skyrtur og íþróttaföt. v   Rafmagnstannbursti. 6. SÁRSAUKI v  Algengustu orsakir vöðvaverkja hjá einstaklingum með Parkinsonsjúkdóm eru skortur á dópamíni í heila. Verkirnir koma oftast á nóttunni eða snemma morguns. v   Hægt er að gefa aukaskammt af Madopar sem verkjastillandi 5. RÉTTSTÖÐULÁGÞRÝSTINGUR v   Við innlögn á að mæla blóðþrýsting liggjandi og standandi hjá Parkinsonsjúklingum a.m.k. tvisvar á dag í 3 daga. v   Forðist skyndilegar stöðubreytingar og sofa með 15-30 cm halla á höfðalagi. v   Drekka 1-2 glös af vatni ½ til 1 klst. áður en farið er fram úr að morgni. Kaffibolli í rúmið gæti hjálpað. v   Auka daglega vökvainntekt og salta matinn aukalega. v   Nota teygjusokka yfir daginn - helst sem ná upp í nára. v   Ef sjúklingur vill hvíla sig að deginum til er gott að setjast í hægindastól sem má halla aftur (t.d. lazy-boy). Jónína H. Hafliðadóttir og Marianne E. Klinke, hjúkrunarfræðingar B2 7. HÆGÐATREGÐA – LYFJAMEÐFERÐ v  Magnesia Medic 500mg töflur, 1-2 stk. x 1-2 daglega v   Movicol duft 1 bréf x1 til 3svar á dag. Duftinu er blandað í hálft glas af vatni. Bragðbæta má með því að bæta ávaxtasafa út í. Hægt er að nálgast „Tool-kit“ með gátlistum og leiðbeiningum með þvi að hafa samband á parkinsonhjukrun@lsh.is Parkinson kreppu (Matusch o.fl., 2009; Sathyababu o.fl., 2012). Ef stakar lyfjagjafir gleymast getur sjúklingur stirðnað óhóflega mikið, verið hættara við að svelgjast á, hættara við að detta og svo framvegis (NICE, 2006). Dagsdaglega er mikilvægt að fylgja fyrir­ mælum um tíma lyfjagjafar nákvæmlega. Nauðsynlegt getur verið að stilla síma eða sérstakt lyfjaáminningartæki á viðvörun og fá ráðgjöf taugalæknis ef gera þarf breytingar á lyfjaskömmtum eða lyfjatímum (Sathyababu o.fl., 2012). Ráð 2: Gefið lyfin að minnsta kosti hálfri klukkustund fyrir mat Almennt þurfa sjúklingar ekki að hafa áhyggjur af mataræðinu fyrstu árin eftir sjúkdómsgreiningu nema ef þeim finnst matur, sem inniheldur prótein, valda minni virkni lyfjanna. En eftir nokkur ár með Parkinsonveiki þarf að gefa lyfjameðferð og matmálstímum gaum. Ástæðan er sú að sé próteinríkrar fæðu neytt um leið og levódópa (Madopar, Sinemet, Stalevo) getur það leitt til verri nýtingar á lyfjunum þar sem levódópa er uppbyggt eins og amínósýrur (Danmodis, 2011; Matusch o.fl., 2009; NICE, 2006). Þess vegna er mælt með að: • gefa Parkinsonlyf hálfri til einni klukkustund fyrir mat, helst með vatnssopa, ávaxtasafa, ávaxtagraut eða eplamauki, • haga máltíðum þannig að þær verði í fyrsta lagi hálfum klukkutíma eftir lyfjainntöku og ef til vill takmarka neyslu próteina fram að kvöldverði. Dæmi um lyfjagjöf 5 sinnum á dag og hagræðingu matmálstíma: • Lyfjagjöf klukkan 7­11­14­18­21 • Matartímar klukkan 8­12­15­19­22 Dæmi um lyfjagjöf 8 sinnum á dag og hagræðingu matmálstíma: • Lyfjatímar klukkan 7­9­11­13­15­17­19­21 • Matartímar klukkan 8­12­14­18­20 Takmarki sjúklingur próteininntöku sína vegna áhrifa hennar á verkun levódópalyfja er mikilvægt að fá næringarráðgjöf. Algengt er að fólk með langvarandi Parkinsonveiki léttist mikið. Því þarf að tryggja nægilega næringu (Danmodis, 2011; Evrópsku Parkinsonsamtökin, 2013). Mikil vægt er að gæta að jafnvægi á milli nægjanlegrar inntöku próteina eða hitaeininga annars vegar og verkunar lyfja hins vegar. Venjulegir næringardykkir inni halda talsvert magn af próteinum og er ekki mælt með notkun þeirra. Heldur er mælt með „Juice style“ næringar drykkjum. Ef þyngdartap er mikið er þörf á að íhuga aðrar leiðir til þess að bæta næringar ástand sjúklings, svo sem með næringarslöngu (Danmodis, 2011; NICE, 2006). Ráð 3: Lyf sem ætti að forðast Þekkt er að algeng lyf, sem oft eru notuð til þess að meðhöndla ógleði Mynd 1. Sjö góð ráð við hjúkrun Parkinsonsjúklinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.