Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201528 Sigríður Huld Jónsdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri 1998. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í átta ár og var jafnframt verkefnastjóri fræðslumála í hjúkrun á FSA. Sigríður Huld ákvað haustið 2006 að söðla um og gerðist aðstoðarskólameistari eins stærsta framhaldsskóla landsins, Verkmenntaskólans á Akureyri. Þá var hún skólameistari skólaárið 2011 til 2012 í námsleyfi skólameistara. Síðasta vor tók Sigríður Huld sæti í bæjarstjórn Akureyrar auk þess sem hún er nú í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. „Stundum er sagt að hættulegasta hugsun hjúkrunarfræðingsins sé sú að hann telji sig kunna alla skapaða hluti. Ef sú hugsun er til staðar þá eru einfaldlega meiri líkur á mistökum,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir. Ljósmynd: Auðunn Níelsson. Karl Eskil Pálsson, karlesp@simnet.is „Ég útskrifaðist sem stúdent frá Verkamenntaskólanum á Akureyri vorið 1993 og satt best að segja höfðaði hjúkrunarfræðinámið mest til mín þegar ég fór að huga að framhaldsnámi. Nei, nei, ég hafði lítið sem ekkert hugsað um slíkt nám. Ef einhver hefði fullyrt við mig á unglingsárunum að ég yrði hjúkrunarfræðingur hefði ég örugglega þvertekið fyrir slíka spádóma. Amma mín var ljósmóðir, þess vegna hafði ég líklega einhverja tilfinningu fyrir starfi hjúkrunarfræðinga auk þess sem ég hafði starfað við umönnum aldraðra á Dalbæ á Dalvík í nokkra mánuði. Þannig að nokkur vitneskja um störf hjúkrunarfræðinga var fyrir hendi þegar endanleg ákvörðun um námið var tekin,“ segir Sigríður Huld þegar hún er spurð um ástæðuna fyrir því að hún ákvað að innrita sig í hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri. Hún segist í upphafi hafa kynnt sér námið ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki leitað til námsráðgjafa. „Ég þekkti nokkra hjúkrunarfræðinga, sem gátu veitt mér ýmsar gagnlegar upplýsingar um námið og sjálft starfið. Ég var í fyrsta hópnum þar sem fjöldatakmarkanir voru viðhafðar varðandi hjúkrunarnámið við HA. Fyrsta önnin var því nokkuð strembin enda stefndu allir nemendur að því að fá að halda áfram. Sennilega vorum við 35 í upphafi og síðan voru valdir 25 til að halda áfram námi. Samkeppnin var því ansi mikil en þetta hafðist allt saman hjá mér. Námið var mjög fjölbreytt, bæði fræðilegt og klínískt. Þegar ég horfi á uppbyggingu námsins í dag sýnist mér að ekki þurfi að breyta miklu og líklega hefur það ekki tekið verulegum breytingum frá því ég var í námi. Auðvitað eru alltaf einhverjar nýjungar og ný viðhorf en í heildina séð er námið mjög svipað.“ Hjúkrunarfræði og náin persónuleg samskipti „Já, já, ég var ákveðin í að starfa sem hjúkrunarfræðingur að námi loknu, sú hugsun gerði mjög snemma vart við sig og ég réð mig strax til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Auðvitað var maður nokkurn tíma að öðlast ákveðið öryggi og sjálfstæði í starfi en það kom allt saman með tímanum. Stundum er sagt að hættulegasta hugsun hjúkrunarfræðingsins sé sú að hann telji sig kunna alla skapaða hluti. Ef sú hugsun er til staðar þá eru einfaldlega meiri líkur á mistökum. Þetta á svo sem við um allar starfsstéttir ef út í það er farið. Starfið sjálft er hins vegar góður skóli og í hjúkrun er nokkuð mikil verkleg kennsla, bæði í skólanum og á stofnunum. Og svo bætist við að oftar en ekki starfa nemendur gjarnan við sjúkrastofnanir á sumrin. Hitt er svo annað mál að sjálfur grunnurinn er lagður í sjálfu náminu. FLEIRI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR MÆTTU GJARNAN FARA Í PÓLITÍK

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.