Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201532 Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) hefur ítrekað bent á að skortur á starfsfólki hafi áhrif á bæði gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Á síðasta ári skoruðu Evrópusamtök félaga hjúkrunarfræðinga (EFN) og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að bæta starfsskilyrði hjúkrunarfræðinga og að til staðar sé nægilegur fjöldi til að tryggja gæði og öryggi heilbrigðis­ þjónustunnar, endurmeta spár um þörf á vinnuafli til lengri og skemmri tíma til að tryggja fullnægjandi framboð á vel menntuðum hjúkrunarfræðingum, efla hjúkrunarmenntun svo hún samræmist þörfum skjólstæðinga og samfélagsins á hverjum tíma og að auka þátttöku þeirra í opinberri stefnumótun. Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og hefur þessi umræða farið hátt í tengslum við nýafstaðnar verkfalls­ aðgerðir lækna. Starfsumhverfið hefur áhrif bæði á öryggi starfsmanna og sjúklinga. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á starfsumhverfi heilbrigðisstétta undanfarin ár og sýna þær svo ekki verður Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is á móti mælt að það gegnir sífellt stærra hlutverki varðandi gæði þjónustunnar og öryggi þeirra sem þar starfa og sækja þjónustu. Slæm vinnuskilyrði og streita starfsfólks hefur áhrif á störf þeirra og hafa innlendar og erlendar rannsóknir sýnt tengsl milli streitu og kulnunar starfsfólks annars vegar og gæða þjónustu og öryggis sjúklinga hins vegar. Öryggi sjúklinga er því erfitt að tryggja á meðan vinnu­ umhverfi heilbrigðisstarfsfólk er ekki öruggt og styðjandi. Því má segja að öruggt starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga auki öryggi þeirra sem aftur eykur öryggi sjúklinga og gæði þeirrar þjónustu sem þeim er veitt. STARFSUMHVERFI HJÚKRUNARFRÆÐINGA – ÖRUGGT EÐA VARASAMT?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.