Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 37 sömu merkingu, eru þá ljósmæður að einkavæða heilbrigðisþjónustuna eins og umræðan hefur verið? Við ákvörðun um hvaða heilbrigðis­ þjónustu eigi að veita í einkarekstri og kosta af almannafé þarf að meta þörfina fyrir þjónustuna, líklegan árangur af henni, gæði hennar, kostnað og það fjármagn sem til ráðstöfunar er. Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands er að tryggja aðgang að góðri og hagkvæmri heilbrigðis þjónustu með þjónustukaupum í gegnum samninga við sjálfstætt starfandi veitendur heilbrigðisþjónustu. Ekki eru gerðir samningar við fyrirtæki um kaup nema þau séu í meirihlutaeigu þeirra aðila sem þar veita þjónustuna og við þau starfa. Undantekning er þegar samið er við til dæmis félagasamtök og sjálfs eignarstofnanir. Sjúkratryggingar Íslands gera meðal annars samninga um endurhæfingu, sjúkraþjálfun, talþjálfun, heimahjúkrun, tannlækningar, sérfræði ­ lækningar, sjúkraflutninga og sálfræði­ þjónustu við börn. Í samningum þarf þjónustan að vera vel skilgreind, skila árangri, uppfylla ákveðnar gæðakröfur og vera fjárhagslega hagkvæm. Samningar eru því eins konar stjórntæki og samskiptaform milli Sjúkratrygginga Íslands og seljanda þjónustunnar. Ég tel að það sé enginn ágreiningur um hvernig eigi að reka og fjármagna heilbrigðiskerfið í gegnum almannatryggingakerfið, heldur frekar hvernig eigi að forgangsraða og dreifa ábyrgð og fjármunum. Umræðan og ágreiningurinn snýst einna helst um hvaða þjónustu Landspítali vill veita eða hvort hann er sáttur við að fela öðrum að veita þjónustuna. Einnig er það samvinna og samstarf milli einkarekstrar og hins opinbera sem veitir hinum sjúkratryggða þjónustu á mismunandi stigum sem þarf að efla og bæta án andúðar í garð hvors annars. Með forgangsröðun þurfum við að vera vakandi fyrir því hvort hægt er að nota opinbert fé á hagkvæmari, sanngjarnari og skilvirkari hátt og þannig koma til móts við kröfur um nýja tækni og ný lyf. Skilvirkni snýst um að ná settum markmiðum með sem minnstum tilkostnaði, og hagkvæmni snýst um að tryggja nauðsynlega þjónustu á mismunandi stigum í heilbrigðiskerfinu, ekki eingöngu spítalaþjónustu. Ég skora á Gerði Evu Guðmundsdóttur ljósmóður að skrifa næsta þankastrik. DOKTORSVÖRN Dr. Þorbjörg Jónsdóttir. Þorbjörg Jónsdóttir varði doktorsritgerð sína í hjúkrunar­ fræði við hjúkrunar fræðideild HÍ þriðjudaginn 16. desember sl. Athöfnin fór að venju fram í hátíðasal Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar ber heitið „Langvinnir verkir, heilsutengd lífsgæði, notkun á heilbrigðisþjónustu og samskipti við heilbrigðisstarfsmenn vegna langvinnra verkja meðal íslensks almennings.“ Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa eðli langvinnra verkja meðal almennings á Íslandi ásamt tengslum þeirra við notkun á heilbrigðisþjónustu og mat á samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn. Andmælendur voru dr. Tone Rustøen, prófessor við Háskólann í Ósló, og dr. Stefán Hrafn Jónsson, dósent við félags­ og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinendur og umsjónarkennarar voru dr. Sigríður Gunnarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH, og dr. Helga Jónsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Eiríkur Líndal, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, dr. Thor Aspelund, dósent í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands, og dr. Harald Breivik, prófessor í svæfingalækningum við Háskólann í Ósló. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs, stjórnaði athöfninni. Doktorsverkefnið byggist á tveimur rannsóknum. Fyrst var lagt mat á spurningalistann Patients’ Perceived Involvement in Care Scale (I­PICS) og svo var gerð þverskurðarrannsókn á landsvísu á áhrifum langvinnra verkja á daglegt líf og heilsutengd lífsgæði. Meðal annars kom fram að mynstur og styrkur langvinnra verkja ráða mestu um hversu mikil áhrif þeir hafa á daglegt líf og heilsutengd lífsgæði. Mynstur verkja ásamt neikvæðum áhrifum þeirra á daglegt líf hafa mest forspárgildi um hvort einstaklingurinn nýtir sér heilbrigðisþjónustu vegna þeirra. Þorbjörg ályktar að mikilvægt sé að hvetja fólk með langvinna verki til að nýta sér heilbrigðisþjónustu áður en þeir valda meiriháttar truflun á daglegu lífi. Þorbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1981 og BS­gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1985. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í verkjafræðum frá háskólanum í Cardiff í Wales 2005 og byrjaði í doktorsnámi 2009. Þorbjörg hefur starfað sem ráðgjafi í verkjameðferð við Sjúkrahúsið á Akureyri en er nú lektor við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.