Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201538 Undanfarin ár hefir borið töluvert á því að vöntun væri á lærðum hjúkrunarkonum til almennra hjúkrunarstarfa. Og hefur þessari spurningu oft verið varpað fram: Hvað verður um hjúkrunarkonurnar? Þar sem útlit er fyrir að enn meiri vöntun á lærðum hjúkrunarkonum verði í ár en verið hefir, virðist þess full þörf að athuga nánar hvernig sakir standa ef hægt yrði að ráða af því hvað gera þarf til þess að leysa þetta mikla vandamál sem hjúkrunarkvennaskorturinn er að verða. Tölur þær, sem hér fara á eftir, eru teknar af athugunum sem gerðar hafa verið á félagaskrá FÍH og eru svör við þessum spurningum: S.B. 1. Hvað eru hjúkrunarkonurnar margar? 2. Hvað eru margar þeirra giftar? 3. Hvað eru margar hinna giftu hjúkrunar kvenna við störf? 4. Hvað eru margar við störf: a. Á sjúkrahúsum? b. Við heilsuvernd? c. Við einkahjúkrun? d. Önnur störf er heyra undir þjóð félagsmál? 5. Hvað eru margar stöður til óskipaðar? 6. Hvað er hægt að búa til mikilli stöðu fjölgun árlega? 7. Hvað hafa útskrifast margar hjúkrunar konur árlega? Gamlar perlur HVAÐ VERÐUR UM HJÚKRUNARKONURNAR? Skortur á hjúkrunarfræðingum er gömul saga og ný. Hér er sagt frá stöðunni 1942 og er margt sem lesendur ættu að kannast við. Á næstu árum munu til dæmis óvenjumargir hjúkrunarfræðingar fara á eftirlaun. Eitt sem hefur breyst er að hjúkrunarfræðingar hætta ekki lengur störfum þegar þeir giftast.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.