Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 43 Á skrifstofu Báru eru skemmtilegar myndir af mörgum skjólstæðingum Leiðarljóss. Sérfræðingsnám Á þessum tímapunkti í starfi fann ég þörf fyrir að bæta við þekkingu mína í hjúkrun og í kjölfarið ákvað ég að fara í framhaldsnám í barnahjúkrun í háskólanum í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada og sérhæfa mig í hjúkrun langveikra barna og fjölskyldna. Ég valdi mér leiðina sem nefnist „advanced practice“ ásamt að leggja áherslu á rannsóknir. Ómetanlegt er að fara utan í framhaldsnám og víkka sjóndeildarhringinn. Þegar heim kom tók við skemmtilegur tími, unnið var að breytingatillögum fyrir starfsemina á nýjum barnaspítala sem þá var í byggingu og fékk ég tækifæri til að vinna í hópi að undirbúningi þess. Því miður urðu allt of fáar þessara tillagna að veruleika og haldið var áfram með svipaða starfsemi og var áður. Reyndar var ungbarnadeildin lögð niður við flutning yfir í nýja barnaspítalann en ég tel að það hafi ekki bætt þjónustuna við minn sjúklingahóp. Um svipað leyti og nýr barnaspítali var opnaður árið 2003 fékk ég sérfræðileyfið mitt í barnahjúkrun. Full bjartsýni og vilja til góðra verka hófst ég handa að vinna að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra innan veggja barnaspítalans sem sérfræðingur í hjúkrun langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Enn og aftur var litlu hnikað í þá átt og takmarkaður áhugi og vilji var til breytinga á starfseminni. Þetta sýndi mér fram á að Barnaspítali Hringsins væri kannski ekki eini vettvangurinn til að vinna að bættri þjónustu fyrir fjölskyldur barna með alvarlega, sjaldgæfa og langvinna sjúkdóma. Eigin rekstur Nú voru góð ráð dýr. Átti menntun mín, þekking og reynsla að daga uppi á barnaspítalanum eða var kominn tími til að breyta til? Til að koma því til leiðar, sem ég hafði ásett mér, ákvað ég að fara mína leið, hætti á barnaspítalanum og hóf á eigin spýtur að setja niður fyrir mér hvað þyrfti til að ná fram úrbótum í þjónustu við þann hóp sem ég hafði sérhæft mig í í mínu námi í Kanada. Hvað sögðu fræðin? Hvaða þróun var byrjuð að eiga sér stað annars staðar í heimi hjúkrunar varðandi þjónustu við fjölskyldur barna með alvarlega langvinna sjúkdóma? Hvað þurfti til á Íslandi til þess að bæta þjónustuna við þennan hóp? Börn með alvarlega langvinna sjúkdóma voru nú farin að eiga heima á litlum hátæknisjúkrastofum heima hjá sér í umönnun foreldra og þá var í mínum huga eðlilegt og sjálfsagt að huga að bættri þjónustu utan veggja Landspítalans, úti í samfélaginu í þeirra umhverfi. Reynslan úr heimahjúkrun barna, sem ég hafði starfað við samhliða starfi á spítalanum, sýndi mér að það vantaði vísan stað fyrir fjölskyldur langveikra barna til að fá aðstoð og stuðning úti í samfélaginu við umönnun veikra barna sinna á heimavelli. Nú tók við tímabil gagnasöfnunar og síðan hófst ég handa við að setja saman hugmyndafræði í viðskiptaáætlun að stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með alvarlega, sjaldgæfa sjúkdóma á námskeiði hjá Brautargengi. Í lok nám­ skeiðsins áskotnaðist mér styrkur og ég stofnaði eigið fyrirtæki, Heilsu­ eflingar miðstöðina ehf., sem sinnir nú heimahjúkrun langveikra barna og barnageðhjúkrun á Reykjavíkursvæðinu. Þegar viðskiptaáætlun fyrir stuðnings­ miðstöð, markmið og leiðir auk fjárhagsáætlunar lá fyrir þurfti að kynna hugmyndirnar fyrir ráðherrum þáverandi ríkisstjórnar. Fór ég þá á fund Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra og kynnti hugmyndir mínar. Ánægjulegt var að tillögur mínar áttu upp á pallborðið hjá ráðamönnum og háttvirtur ráðherra sendi erindi mitt samdægurs til samninga­ nefndar Sjúkratrygginga Íslands til samingaviðræðna. Við náðum að eiga einn fund fyrir hrunið haustið 2008 en þá var samningaviðræðum slitið. Öll plön fóru þá á hilluna og á meðan starfaði ég sem verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð heitinni og lærði margt nýtt og gagnlegt, hvernig stjórnsýslan virkar, framsetningu fræðsluefnis, samskipti við fjölmiðla, gerð auglýsingaefnis og fleira sem átti eftir að koma sér vel síðar. Lýðheilsustöð var síðan lögð niður og starfsemin sett undir Embætti landlæknis, þar starfaði ég um skeið þangað til ég tók við núverandi starfi. Þekking mín í barnahjúkrun nýttist vel á báðum þessum vinnustöðum. Í árslok 2011 hafði Elín Hirst núverandi þingkona samband og ég var beðin um að dusta rykið af tillögum um hvernig mætti bæta þjónustu við fjölskyldur alvarlega langveikra barna og kynna þær fyrir stöllunum Á allra vörum, sem í kjölfarið ákváðu að safna fyrir stuðningsmiðstöð fyrir þennan hóp. Eftir 8 mánaða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.