Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 20108
tvímælalaust lífslíkur viðkomandi. Hendur
skal staðsetja á neðri hluta bringubeins og
þrýsta djúpt niður á brjóstkassann, eða
að minnsta kosti 5 cm. Hnoðtakturinn á
ekki að vera minni en 100 hnoð á mínútu.
Einnig er mikilvægt að brjóstkassinn fái
að þenjast alveg út á milli hnoða. Í nýju
leiðbeiningunum er mikil áhersla lögð á
gott hnoð og að sem allra minnst truflun
verði á hjartahnoði (mynd 3).
Öll truflun á hjartahnoði veldur verulegri
blóðþrýstingslækkun en nokkurn tíma
getur tekið að ná þrýstingnum upp aftur.
Þeir sem hafa hlotið þjálfun í endurlífgun
og verða vitni að hjartastoppi ættu bæði
að hnoða og blása í hlutfallinu 30 hnoð
á móti 2 blástrum. Það er ítrekað að
hjartahnoðið er það allra mikilvægasta,
jafnvel þótt öndunaraðstoð sé ekki veitt,
því án hjartahnoðs mun eiga sér stað
óafturkræfur skaði á heila innan fimm
mínútna frá hjartastoppi (Koster o.fl., 2010).
Notkun hjartastuðtækja
Til viðbótar við hjartahnoðið getur rafstuð
snemma í endurlífgun gegnt veigamiklu
hlutverki í að bjarga þeim sem fara
í hjartastopp. Í nýju leiðbeiningunum
er lögð áhersla á notkun sjálfvirkra
hjartastuðtækja (AED) sem finna má víða,
meðal annars á almenningsstöðum og inni
á sjúkrahúsum. Sjálfvirku hjartastuðtækin
eru einföld í notkun þar sem notandinn
fær örugg fyrirmæli frá tækinu varðandi
aðgerðir (Koster o.fl., 2010). Einnig eru til
handvirk hjartastuðtæki sem notuð eru af
fagfólki sem fengið hefur þjálfun í að nota
slík tæki. Markmiðið inni á sjúkrahúsum
er að viðkomandi hafi fengið rafstuð
innan þriggja mínútna frá hjartastoppi
(Deakin o.fl., 2010a).
Ein helsta breytingin, sem fram kemur í
nýju leiðbeiningunum, felur í sér að stytta
þá töf sem verður á hnoði fyrir og eftir
rafstuð en við hverja 5 sekúndna aukatöf
minnka líkurnar um helming á að rafstuðið
beri árangur. Í leiðbeiningunum er mælt
með því að halda áfram hjartahnoði á
meðan hjartastuðtæki er hlaðið. Einnig
skal tafarlaust hefja hjartahnoð aftur eftir
að rafstuð hefur verið gefið. Vinnulagið í
sambandi við að hafa sem minnstar tafir í
kringum rafstuðsgjöf er því svona:
Stöðva hnoð, greina takt, halda áfram
hnoði meðan hjartastuðtæki er hlaðið,
stöðva hjartahnoð og tryggja að enginn
snerti sjúklinginn (öryggisskoðun),
gefa rafstuð og halda svo strax áfram
hjartahnoði.
Sé þessu vinnulagi framfylgt eiga tafir
á hjartahnoði ekki að vera meiri en
5 sekúndur. Tilgangurinn með því að
framkvæma einungis stutta öryggis
skoðun er að stytta enn frekar tafir
á hnoði fyrir rafstuðsgjöf. Hvatt er til
aukinnar hanskanotkunar þar sem flest
bendir til þess að björgunarmönnum stafi
lítil hætta af hjartastuðtækinu ef hanskar
eru notaðir (Deakin o.fl., 2010a; Koster
o.fl., 2010).
Allt heilbrigðisstarfsfólk, sem ber skylda
til að hefja endurlífgun, ætti að minnsta
kosti að hafa þjálfun í að gefa rafstuð með
sjálfvirku hjartastuðtæki. Hjartastuðtæki
ættu að vera aðgengileg á sjúkrahúsum,
göngudeildum og á almenningsstöðum
þar sem búast má við fjölmenni. Þeir sem
fá þjálfun í að nota slík tæki ættu einnig
að fá þjálfun í að veita gott hnoð áður
en sérhæfð aðstoð berst svo að árangur
verði sem bestur (Koster o.fl., 2010).
Sérhæfð endurlífgun
Eins og fram hefur komið er mikilvægt að
átta sig á ástandi sjúklings og kalla eftir
viðeigandi hjálp ef þörf krefur. Aðeins
20% þeirra sem fara í hjartastopp inni
á sjúkrahúsum lifa af. Hjartastopp inni á
sjúkrahúsi gerist yfirleitt ekki skyndilega,
yfirleitt má greina einhvern fyrirboða þar
sem sjúklingnum hefur hrakað smám
saman án þess að eftir því hafi verið
tekið. Mikilvægt er því að tryggja að
heilbrigðisstarfsfólk hafi næga þekkingu
til þess að fylgjast með sjúklingi og geti
kallað eftir aðstoð ef séð er í hvað stefnir.
Til eru nokkur mismunandi viðbragðskerfi
til að auðvelda þetta eftirlit og kannast
eflaust margir við METkerfi og GÁTkerfi
svo eitthvað sé nefnt. Hafi hjartastopp
átt sér stað inni á sjúkrahúsi þá eru skilin
Mynd 1. Lífkeðjan.