Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201016 Sólfríður Guðmundsdóttir, solfridur@hjukrun.is ÁTTA VIKUR FYRIR VELLÍÐAN Félag íslenskra hjúkrunar fræðinga stendur fyrir heilsu eflingar átaki sem hófst með heilsuþingi í haust og fjallað var um í síðasta tölublaði. Í fram haldinu var auglýst heilsu námskeið fyrir hjúkrunar­ fræðinga sem heitir „Átta vikur fyrir vel líðan“. Námskeiðið hefur verið geysi­ vinsælt og er nú verið að halda það í þriðja skiptið. Til stendur að bjóða fram­ halds námskeið á vorönn fyrir þá sem vilja gerast „heilsuboðar“. Heilsunámskeiðið Átta vikur fyrir vellíðan er byggt á niðurstöðum langtímarannsókna, meðal annars frá National Institutes of Health í Bandaríkjunum, og hafa þessar vísindarannsóknir verið birtar í þekktum rannsóknatímaritum. Þetta eru forspárrannsóknir og megintilgangur þeirra er að meta áhrif lífsstíls á heilsufar. Sumar þessara rannsókna eru enn í gangi, eins og the Nurses Health Study þar sem 72.488 konur hófu þátttöku árið 1976. Í The Cancer Prevention 2 Study voru rannsakaðir forvarnarþættir lífsstíls gegn krabbameini en þátttakendur voru rúmlega ein milljón manns. Rannsóknin stóð yfir tvö tímabil, í 6 ár (1982­88) og 10 ár (1992­ 2002). Í niðurstöðum þessara rannsókna, sem sumar hverjar hafa staðið í meira en fjóra áratugi, kemur vel fram hvað gagnar best til að viðhalda heilsu þúsunda þátttakenda. Einnig eru notuð gögn frá Hjartavernd, sem spanna 40 ára tímabil (1969­2009), um áhrifaþætti á heilsufar Íslendinga. Átta vikur fyrir vellíðan er frábrugðið öðrum heilsunámskeiðum vegna þess að það er fjallað um andleg, líkamleg, félagsleg, og umhverfisleg áhrif lífshátta á heilsu. Fjallað er um hvað ýtir undir og hvað dregur úr hollum lífsvenjum og ýmsar aðferðir kynntar til að auðvelda fólki að ná sínum markmiðum. Aukin áhersla er lögð á forvarnir, heilsuhugsun og að skilja hvernig skaðlegar lífsvenjur þróast. Einnig er sýnt fram á hvernig hægt er að grípa inn í það ferli og í sumum tilfellum Unnur Guðjónsdóttir vinnur á heilsugæslustöðinni Hvammi í Kópavogi og er í vetur skólahjúkrunarfræðingur í Smáraskóla og Kársnesskóla. Henni líst mjög vel á þetta námskeið. „Sólfríður er full af fróðleik og gaman að hlusta á hana og ég tel að það sem ég læri muni bæði gagnast mér sjálfri og skjólstæðingum mínum. Öll getum við bætt heilsu okkar á eitthvern hátt og þetta námskeið tekur á öllum hliðum heilsueflingar. Ég hef þá trú að námskeiðið geti gagnast okkur hjúkrunarfræðingum til að leiðbeina okkar skjólstæðingum og einnig er það frábært fyrir almenning sem vill bæta heilsu sína,“ segir Unnur. „Stóran hluti af efninu þekkjum við hjúkrunarfræðingar en það er alltaf gott að skerpa á kunnáttunni. Þar sem ég hef sjálf verið síðastliðið ár að taka mig í gegn heilsufarslega er þetta stuðningur við mig í framhaldinu. Það sem er nýjast er líklega að velta meira fyrir sér samfélagslegri heilsu. Nú erum við að sjá kynslóðir tvö og jafnvel þrjú af atvinnulausu fólki,“ segir hún og segist velta fyrir sig hvað hjúkrunarfræðingar geti gert til að bæta heilsu og líðan þessa hóps. Unnur gæti vel hugsað sér að gerast heilsuboði og segir að lokum að þetta sé frábært námskeið sem hún voni að Sólfríður haldi áfram með. Anna Ólafsdóttir er hjúkrunarfræðingur hjá Hjartavernd. Henni finnst námskeiðið mjög gagnlegt. „Það er verið að fara í efni sem er mjög áhugavert og sem hjúkrunarfræðingur tel ég að maður þurfi að sinna sinni heilsu vel til að sýna gott fordæmi,“ segir hún. Þrátt fyrir að vita margt um þessi málefni og hugsa vel um eigin heilsu segist hún hafa lært heilmargt nýtt á námskeiðinu. „Þetta ýtir við manni. Þetta er mjög skemmtilegur og kraftmikill hópur sem ég er í, hjúkrunarfræðingar alls staðar að og það skapast áhugaverðar umræður um þessi málefni. Ég stefni á að fara á leiðbeinendanámskeið í framhaldi af þessu. Það er eitthvað sem hægt er að nýta sér í starfi hvar sem er HVAÐ SEGJA ÞÁTTTAKENDUR?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.