Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201028 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is FULLFRÍSKAR KONUR Í LÍKAMSRÆKT Lokaritgerð þeirra Dagmarar Heiðu Reynisdóttur og Guðrúnu Lovísu Ólafsdóttur í hjúkrunarnáminu fjallaði um hreyfingu á meðgöngu. Án þess að vita það höfðu þær í höndum viðskiptahugmynd sem átti eftir að verða að aðalstarfi þeirra nokkrum árum síðar. Dagmar Heiða og Guðrún Lovísa hafa verið góðar vinkonur síðan þær hittust fyrst í hjúkrunarnáminu. Þær unnu öll skóla­ verkefni saman og einnig lokaverkefnið á síðustu önn. Það verkefni fjallaði um líkamsrækt á meðgöngu. Þær voru þá báðar ófrískar. Ýmis vandamál komu upp hjá þeim báðum á meðgöngu og erfitt var orðið að fara í venjulega líkamsrækt. Þær eru báðar miklir orkuboltar og vanar að hreyfa sig. „Ég var að æfa á líkamsræktarstöð, fór mikið í pallatíma og þess konar en það var bara orðið of erfitt. Af því að ég var orðin svo slæm í mjaðmagrindinni hefði ég þurft námskeið sem væri sérsniðið fyrir mig,“ segir Dagmar Heiða. Guðrún Lovísa var þá komin með brjósklos. „Við reyndum að fara í sund og í jóga,“ segir hún. „En það var bara ekki það sem við vorum að sækjast eftir. Við erum vanar að hafa svolítið fyrir hlutunum, svitna svolítið og fá hraðan púls. Þetta bara dugði okkur ekki.“ Þær fóru að spyrjast fyrir en fengu misvísandi skilaboð um hvaða líkamsrækt mætti stunda á meðgöngu. Fyrir konur, sem eru vanar að æfa kröftug­ lega, getur hreyfingarleysi á meðgöngu og eftir barnsburð haft áhrif á skapið. Það hefur líka sitt að segja að nýorðnar mæður eru oft einar með barnið. Auðvelt er að einangrast eftir barnsburð. „Eftir fyrra barnið fór ég ein í líkamsrækt eftir að maðurinn minn var kominn heim,“ segir Dagmar Heiða. Eftir á að hyggja hefði ég gjarnan viljað fara í líkamsrækt með öðrum mæðrum en það var bara ekki í boði.“ Þessar vangaveltur voru kveikjan að því að þær fóru að leita sér upplýsinga og skoða rannsóknir um hvað er heppilegt og hægt að gera til þess að hreyfa sig á meðgöngu. Úr þeirri skoðun varð til lokaritgerð en eftir útskriftina úr hjúkrunarfræði 2004 lagðist ritgerðin í dvala í nokkur ár eins og oft gerist. Fyrstu námskeiðin Eftir barnsburðarleyfi fóru þær báðar að vinna á slysa­ og bráðamóttöku. Áhuginn fyrir líkamsrækt hafði þó ekki dvínað. Dagmar Heiða fór í þolfimikennaranám og Guðrún Lovísa gerðist einkaþjálfari. Upp úr því fóru þær að tala saman um lokaverkefnið sitt. „Við ákváðum að búa til námskeið sem við hefðum viljað fara á þegar við vorum óléttar,“ segir Guðrún Lovísa. Þær byrjuðu svo að kenna meðgönguleikfimi í janúar 2007 í húsnæði Hreyfingar. Ekki stóð annað til en að þetta yrði aukavinna. Fyrst voru þær aðeins með eitt námskeið í meðgönguleikfimi. Fljótlega kom í ljós að eftirspurnin var mikil og bættu þær þá við öðru námskeiði. Einnig kom í ljós að verðandi mæður höfðu áhuga á að koma aftur eftir fæðingu. „Þegar mömmurnar í fyrsta hópnum voru búnar að eiga þá voru þær ekki tilbúnar að hætta hjá okkur og þær fengu því að mæta áfram í meðgöngutímana Vinkonurnar Guðrún Lovísa Ólafsdóttir og Dagmar Heiða Reynisdóttir hafa starfað saman síðan þær hittust í hjúkrunarnáminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.