Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 49 fari saman. Þetta á til dæmis við um einstaklinga með langvinna bakverki og endurkomu þeirra til vinnu (sjá töflu 1). Í rannsókn, sem hún byggist á, voru borin saman tegund úrræða og langtímaárangur í sex löndum. Niðurstöður bentu óyggjandi til þess að vinnutengingin skipti gríðarlega miklu máli eins og sjá má þegar hlutfall langtímaárangurs í atvinnuþátttöku er skoðaður í þátttökulöndunum. Aðrir þættir, sem hafa áhrif, tengjast vinnu og bótarétti en þeir koma ekki fram í töflunni. Taflan sýnir hlutfall einstaklinga í þýðinu sem fengu þá meðferð og úrræði sem tilgreind eru (Anema o.fl., 2009) og árangur þeirra. Niðurstöður rannsókna sýna að vinnan hefur meðferðargildi og að vinna er almennt góð fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu en líkur á endurkomu til vinnu minnka í hlutfalli við tímalengd frá vinnu (Waddell og Burton, 2006). Rannsóknir sýna einnig að fyrir fólk með algengan heilsuvanda er vinnan hluti af bataferlinu, ýmist í kjölfarið á eða samfara heilbrigðisþjónustu og aðlögun á vinnustað (Waddell o.fl., 2008). Læknar eru hliðverðir að veikindalaunum og bótakerfi. Útgáfa veikindavottorða er hluti af þjónustu þeirra en þau staðfesta þörf einstaklinga fyrir veikindafjarvist á launum eða bótum meðan þeir ná sér eftir veikindi eða slys. Nú er ekki lengur talið að alltaf sé nauðsynlegt fyrir fólk að vera búið að ná sér að fullu eftir veikindi eða slys áður en það fer aftur í vinnu. Í ljósi þess væri gagnlegt ef læknisvottorð gætu líka þjónað þeim tilgangi að gefa atvinnurekandanum og starfsmanninum tækifæri til að gera áætlun hvernig endurkomu til vinnu skuli háttað. Núverandi gerð læknisvottorða hefur miklar takmarkanir hvað þetta varðar. Þau nefna ástæður veikinda eða veikindafjarveru en ekki afleiðingar þeirra og hjálpa því hvorki starfsmanninum né atvinnurekandanum við að meta hvort og að hve miklu leyti einstaklingurinn getur hugsanlega sinnt hlutavinnu eða hluta venjubundinna verkefna. Í nýjum og endurbættum læknisvottorðum, bæði í Skandinavíu og í Bretlandi, er gert ráð fyrir að bent sé á hvað einstaklingurinn getur gert þrátt fyrir veikindin eða hvað skal sérstaklega varast og eiga þau að vera leiðbeinandi um hvort og hvernig vinnuaðlögun kemur til greina (Department for Work and Pensions / Department of Health, 2008). Bæði læknar og aðrir hafa velt vöngum yfir því hvort læknar séu alltaf best til þess fallnir að gefa út vottorð um starfsgetu vegna þess að þeir hafi ekki sérþekkingu á sambandi vinnu og heilsu. Atvinnurekendur hafa líka oft gagnrýnt lækna vegna þess sem finnst vera örlæti þeirra á að skuldbinda fyrirtæki og opinbera aðila til að greiða fólki laun fyrir að vera ekki í vinnu (Hussey o.fl., 2004). Annað vandamál samfara læknisvottorðum er að margir atvinnurekendur eða einstaklingar skilja ekki tilganginn með læknisvottorðum og halda að sé einstaklingur með læknisvottorð megi hann ekki vinna undir neinum kringum stæðum. Þetta hefur leitt til þess að einstaklingar, sem geta unnið eitthvað, fá það ekki af því að starfsmaðurinn er óvinnufær samkvæmt vottorði. Í skýrslunni Working for a healthier tomorrow (Black, 2008) er sagt frá könnun meðal 1500 lækna þar sem kom í ljós að tveir þriðju hlutar þeirra vissu ekki að niðurstöður rannsókna benda eindregið til þess að vinna sé heilsueflandi og 90% þeirra töldu að þessi þekking gæti stuðlað að því að þeir breyttu vottorðaskrifum sínum. Í rannsókn, sem nýlega var birt í breska heimilislæknablaðinu, var sagt frá 18 mánuða tilraunaprófun á nýju veikindavottorði þar sem lögð er áhersla á hvað einstaklingurinn getur þrátt fyrir veikindi í stað þess sem hann getur ekki. Þar sögðust 583 heimilislæknar vera líklegri til að meta einstakling vinnufæran að hluta með nýja vottorðinu en með því gamla. Læknisvottorðið var almennt tekið í notkun í apríl 2010. 54% læknanna gáfu nú skriflegar leiðbeiningar um endurkomu til vinnu samanborið við 12% meðan þeir notuðu gömlu vottorðin (Sallis o.fl., 2010). Þetta þýðir þó ekki að allir sjúklingar fái þá niðurstöðu að þeir geti unnið að hluta þrátt fyrir veikindi eða slys. Þar sem leiðbeiningar eru gefnar um endurkomu til vinnu gerir það þær kröfur á atvinnurekandann að hann finni leiðir til að koma til móts við starfsgetu starfsmannsins. Tafla 1. Læknisfræðileg og vinnutengd úrræði vegna verkja í mjóbaki og langtímaárangur. Danmörk Þýskaland Ísrael Holland Svíþjóð Bandaríkin Alls Framvirk rannsókn, fjöldi þátttakenda 563 358 316 426 374 460 2825 Skurðaðgerð 12,7% 10,7% 15,6% 23,7% 9,2% 35,1% 17,5% Verkjalyf 78,9% 58,5% 86,9% 67,0% 62,6% 72,1% 70,4% „Passív“ meðferð 1,9% 41,7% 6,4% 7,5% 5,2% 7,4% 10,7% Æfingameðferð 57,5% 47,6% 29,7% 63,0% 36,8% 73,1% 51,9% Bakskóli 28,5% 28,8% 3,7% 12,4% 27,8% 14,0% 20,6% Vinnuaðlögun 11,0% 2,7% 10,1% 23,9% 9,0% 15,1% 11,9% Endurskipulagt starf 27,6% 6,1% 43,7% 35,4% 10,0% 27,5% 23,7% Aðlögun á vinnutíma 20,5% 6,6% 39,8% 49,2% 9,8% 28,9% 24,2% Endurmenntun 16,1% 5,6% 5,8% 7,7% 18,0% 12,8% 12,0% Stigvaxandi endurkoma til vinnu (ETV) 1,6% 1,0% 0,9% 59,7% 19,8% 4,3% 14,6% Árangur ETV tveim árum eftir veikindi 31,0% 22,0% 49,0% 62,0% 39,0% 49,0%

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.