Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 25
Hefur það mikilvægan tilgang og merkingu
í okkar augum að velja hið heilsusamlega?
Læsi á eigið heilbrigði og færni til að efla
eigin heilsu helst í hendur við getuna
til að sinna þörfum annarra og vinna
með þeim að eflingu heilsu og lífsgæða
(sjá til dæmis Kendall, 1998). Heilsulæsi
snýr að læsi á texta og tölur, aðgengi
að upplýsingum, sem henta aðstæðum
hverju sinni, og jafnframt þekkingu og
hæfileikum til að hagnýta upplýsingarnar
við eigin aðstæður (Nutbeam, 2008). Því
betra sem okkar eigið heilsulæsi er þeim
mun líklegra er að okkur takist að efla
heilsulæsi annarra og þar með heilsu
þeirra og lífsgæði. Samvinna er lykilorð.
Heilsa og aðstæður íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Um nokkurt skeið hafa hjúkrunarfræðingar
haft áhyggjur af vaxandi álagi og byrðum
á starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar.
Áhyggjurnar beinast að öryggi og
velferð sjúklinga en jafnframt þeirra
eigin að stæðum og öryggi (Sigrún
Gunnarsdóttir, 2006; Bryndís Þorvalds
dóttir, 2008). Ný rannsókn á Landspítala
varpar ljósi á flókin og fjölbreytt viðfangs
efni í daglegum störfum hjúkrunar
fræðinga. Til dæmis kemur í ljós að á
morgunvakt fer hjúkrunarfræðingur að
jafnaði 127 sinnum á milli staða í vinnu
sinni á legudeild skurðsviðs. Þá er ótalið
hversu oft skipt er um viðfangsefni og
hversu oft hjúkrunarfræðingur verður fyrir
óvæntum truflunum (Helga Bragadóttir,
2009).
Ekki er um að villast að störf hjúkrunar
fræðinga eru flókin. Þrátt fyrir umfangs
miklar og mjög erfiðar breytingar undan
farið fer lítið fyrir fregnum af skakka
föllum, álagseinkennum eða fjar vistum.
Til dæmis ber ekki mikið á tilkynn ingum
um að atvikum og fjarvistum innan
heilbrigðis þjónustunnar hafi fjölgað
undan farin misseri. Rannsóknir á starfs
ánægju hjúkrunarfræðinga sýna svipaðar
niðurstöður og fyrri ár (Anna Gunnars
dóttir, 2008, og Erla Björk Sverrisdóttir,
2009). Hér getur margt komið til, til
dæmis tregða til að tilkynna, tregða til
að upplýsa um vanlíðan og veikindi,
harkan við að mæta til vinnu, þrautseigja,
persónulegur styrkur eða hæfileikar til að
aðlagast breytingum. Sömuleiðis geta
hagstæðar aðstæður á vinnustað vegið
á móti auknu álagi, svo sem samstaða
og stuðningur frá samstarfsfólki og
stjórnendum. Til að varpa ljósi á samspil
ýmissa þátta er fróðlegt að skoða hvað
hefur áhrif á líðan okkur í vinnu, hvernig
íslenskum hjúkrunarfræðingum líður í
starfi og hvað hefur helst jákvæð áhrif á
starfstengd lífsgæði hjúkrunarfræðinga
hér á landi.
Aðstæður í starfi og áhrif á heilsu
Kröfur og sjálfræði í eigin störfum, réttlæti
og stuðningur hafa úrslitaáhrif á heilsu
og lífsgæði (Nieuwenhuijsen o.fl., 2010).
Rannsóknir hafa margsinnis leitt í ljós
að með auknu álagi í störfum aukast
líkur á streitueinkennum, bakverkjum
og sjúkdómum í hjarta og æðum.
Komið hefur í ljós að hætta á hjarta og
æðasjúkdómum fylgir skorti á stuðningi
frá stjórnendum (Nyberg o.fl., 2008)
og óréttlátri endurgjöf fyrir unnin störf
(Kuper o.fl., 2002). Af þessu má sjá að
dýrmætt er að draga eins og kostur er
úr neikvæðum áhrifum vinnu á heilsu og
líðan. Að minnsta kosti er til mikils að
vinna með því að haga vinnuaðstæðum
þannig að efla megi vellíðan og
starfsgetu. Óneitanlega er það styrkur
okkar nú að þekkingu um hagfelldar
aðstæður í vinnu hjúkrunarfræðinga hefur
fleygt fram undanfarin ár og felur það
í sér ákjósanleg tækifæri til að styrkja
vinnuvernd hjúkrunarfræðinga.
Víðtæk þekking á starfsumhverfi hjúkr
unar fræðinga á stoðir í bandarískum og
kana dískum rannsóknum. Grundvallarrit
hjúkrunar samtaka í Ontario í Kanada um
heilbrigt starfsumhverfi byggist á gagn
reyndri þekkingu og er mikilvægt framlag
til að efla og bæta velferð sjúklinga
og starfsfólks (RNAO, 2008). Í ritinu
er líkan sem sýnir mikilvæga þætti í
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sem
hafa áhrif á starf hjúkrunarfræðinga
á deild eða einingu, á stofnun og í
samfélaginu. Í fyrsta lagi er um að ræða
áhrif umhverfis og skipulags, í öðru lagi
áhrif samskipta, samstarfs og menningar
og í þriðja lagi eru áhrif fagmennsku
sem heyrir til hjúkrunarfræðingsins sjálfs,
samstarfsfólks, stofnunar og samfélags.
Jákvæð staða áhrifaþáttanna þriggja
ýtir undir að hjúkrunarfræðingurinn
geti veitt góða þjónustu og eykur jafn
framt líkur á vellíðan og góðri heilsu
hjúkrunarfræðingsins. Ráðleggingar, sem
settar eru fram í ritinu til hjúkrunarfræðinga
og stjórnenda, grundvallast á gagnrýndri
þekkingu og eru mikill fengur fyrir vinnu
vernd hjúkrunarfræðinga og öryggi
sjúklinga. Ritið er aðgengilegt á heimasíðu
samtakanna.
Hvað hefur áhrif á líðan
hjúkrunarfræðinga hér á landi?
Rannsóknir hér á landi sýna að þrátt fyrir
álag í starfi meta hjúkrunarfræðingar störf
sín ánægjuleg. Endurteknar rannsóknir
sýna að starfsánægja hjúkrunarfræðinga
hér á landi er meiri en kollega þeirra í
Evrópu og Bandaríkjunum og jafnframt
sýna hjúkrunarfræðingar hér minni
einkenni um kulnun en almennt þekkist
(Anna Gunnarsdóttir, 2008; Erla Björk
Sverrisdóttir, 2009; Sigrún Gunnarsdóttir,
2006). Hafa ber í huga að í könnunum mörg
undanfarin ár segjast Íslendingar almennt
mjög ánægðir í starfi. Ekki er vitað hvernig
Mynd 1. Þrjár meginstoðir heilsueflingar og lífsgæða.
1. Þekking og skilningur
2. Hæfni og trú á eigin getu
3. Tilgangur og gildismat
Skjólstæðingar og fagfólk
Skv. WHO, 1986; 2005; RNAO, 2008. Sigrún Gunnarsdóttir, 2006.
Leiðsögn
Hvatning
Stuðningur