Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 9 european resuscitation council www.erc.edu | info@erc.edu - www.endurlifgun.is Útgefið október 2010: European Resuscitation Council Secretariat vzw, Drie Eikenstraat 661, 2650 Edegem, Belgium Vörutilvísun: Poster_10_ALS_01_01_ICE Höfundarréttur: European Resuscitation Council Secretariat sérhæfð endurlífgun Almennt vinnuferli Er meðvitundarleysi til staðar? Andar ekki eða aðeins stöku andköf Kalla til bráðateymi Hnoð og blástur 30:2 Tengja hjartastuðtæki / hjartarafsjá Hafa sem minnst rof á hnoði Stuðvænn taktur Sleglatif (VF) eða púlslaus sleglahraðtaktur (VT) Ekki stuðvænn taktur Rafvirkni án dæluvirkni (PEA) eða rafleysa (Asystole) 1 rafstuð Halda endurlífgun áfram án tafar í 2 mínútur Hafa sem minnst rof á hjartahnoði Blóðflæði komið á aftur Greina takt Á mEðAn EnduRlíFgun ER í gAngi • Tryggja gott hnoð: hraða, dýpt og slökun • Skipuleggja aðgerðir áður en endurlífgun er rofin • Gefa súrefni • Íhuga sérhæfða öndunarhjálp og notkun koltvísýringsnema • Stöðugt hjartahnoð þegar búið er að tryggja öndunarveginn • Æðaaðgengi (æðaleggur, beinmergsnál) • Gefa adrenalín á 3 - 5 mínútna fresti • Leiðrétta meðhöndlanlegar orsakir mEðhöndlAnlEgAR oRSAkiR • Hypoxia (súrefnisskortur) • Hypovolaemia (of lítið blóðrúmmál) • Hypo-/hyperkalaemia/metabolic (kalíumofgnótt/ -brestur/efnaskiptatruflanir) • Hypothermia (ofkæling) • Thrombosis (segamyndun) • Tamponade - cardiac (gollurshúsvökvi) • Toxins (eitranir) • Tension pneumothorax (þrýstingsloftbrjóst) TAFARlAuS mEðFERð EFTiR EnduRlíFgun • Nota ABCDE nálgunina • Hæfileg súrefnisgjöf og öndunaraðstoð • 12 leiðslu EKG • Meðhöndla orsök • Hitastjórnun / kæling Halda endurlífgun áfram án tafar í 2 mínútur Hafa sem minnst rof á hjartahnoði milli grunnendurlífgunar og sérhæfðrar endurlífgunar frekar óljós en í rauninni er endurlífgun samfella sem byggist á heilbrigðri skynsemi björgunarmanna (Deakin o.fl., 2010b). Eftirfarandi þættir eiga allir við um hjartastopp inni á sjúkrahúsum (sjá mynd 4): • Mikilvægt er að átta sig strax á að hjartastopp hafi átt sér stað. • Kalla skal á viðeigandi hjálp með því að hringja samkvæmt fyrirframákveðinni viðbragðs áætlun. • Hefja skal endurlífgun þegar í stað með viðeigandi öndunarhjálparbúnaði sé hann til staðar og gefa rafstuð ef taktur sjúklingsins er annaðhvort sleglatif eða púlslaus sleglahraðtaktur. Markmiðið er að gefa rafstuð innan þriggja mínútna. Á öllum deildum sjúkrahúsa ætti að vera auðvelt að komast að endurlífgunarbúnaði og lyfjum svo hægt sé að hefja endurlífgun sem fyrst en deildirnar eru misvel búnar, allt frá grunnbúnaði til sérhæfðari búnaðar sem tengist starfsemi deildarinnar. Best er ef búnaður og lyf eru sett fram á staðlaðan hátt á hverri stofnun fyrir sig en það tryggir að auðveldara sé fyrir endurlífgunarteymi eða sérfræðinga að vinna hvar sem er ef þeir þekkja búnaðinn (Deakin o.fl., 2010b). Lögð er áhersla á að sem minnstar tafir verði á hjartahnoði í endurlífgun eins og komið hefur fram en einungis á að gera stutt hlé til þess að framkvæma sérstakar aðgerðir. Þeir sem hjartahnoða verða fljótt þreyttir og því þarf að tryggja að reglulega sé skipt um hnoðara. Best er að þau skipti verði þegar taktgreining fer fram og mega skiptin alls ekki hafa þau áhrif að hjartahnoðið tefjist með einhverju móti (Deakin o.fl., 2010b). Dregið er úr áherslu á barkaþræðingu snemma í ferlinu nema hún sé gerð af sérþjálfuðum einstaklingi þannig að lítil töf verði á hjartahnoði. Einnig er lögð meiri áhersla á notkun koltvísýringsnema (capnography) til að staðfesta stöðu barkarennu, meta gæði endurlífgunar og til að sjá vísbendingar um að blóðflæði sé aftur hafið. Þegar eiginlegri blóðrás hefur verið komið á skal fylgjast með súrefnismettun í slagæðum (SaO2) og halda SaO2 á bilinu 94­98% þar sem sýnt hefur verið fram á að súrefnisofgnótt í blóði getur valdið skaða (Deakin o.fl,. 2010b). Sjá vinnuferli um sérhæfða endurlífgun á mynd 2. Lyfjameðferð Vægi lyfjagjafar við endurlífgun minnkar jafnt og þétt með útgáfu nýrra leið beininga og er skýringuna helst að finna í því að litlar sannanir eru fyrir því að lyfjagjöf í endurlífgun auki líkurnar á að sjúklingurinn lifi hjartastoppið af. Skammtastærð og tíðni adrenalíngjafar er þó hin sama og áður. Hjá sjúklingi í sleglatifi eða púlslausum sleglahraðtakti skal gefa 1 mg af adrenalíni eftir þriðja stuð eða um leið og hjartahnoð er hafið á nýjan leik og síðan á 3­5 mínútna fresti (í öðrum hverjum hring endurlífgunar). Amíódarón, 300 mg, er einnig gefið eftir þriðja stuð. Hins vegar er adrenalín gefið strax og hægt er að komast í æð þegar um rafleysu (asystole) eða rafvirkni án dæluvirkni (PEA) er að ræða. Notkun atrópíns við rafleysu og rafvirkni án dæluvirkni hefur verið hætt í nýju leiðbeiningunum. Einnig er ekki lengur neitt sem bendir til gagnsemi þess að gefa lyf í barkarennu hjá fullorðnum í endurlífgun heldur kemur til greina að gefa lyf um beinmergsnál ef ekki er hægt að komast í útlæga bláæð (Deakin o.fl., 2010b). Kæling eftir endurlífgun Meiri áhersla er nú lögð á meðferð eftir endurlífgun og því haldið fram að vel skipulagt vinnuferli í meðferð sjúklinga eftir endurlífgun geti aukið lífslíkurnar. Mælt er með kælingu eftir endurlífgun Mynd 2. Sérhæfð endurlífgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.