Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 47 Algengustu ástæður langvinnra veikinda­ fjarvista og hugsanlega örorku í kjölfarið eru algeng heilsufarsvandamál sem sum hver eru ekki sérlega alvarleg (Waddell og Burton, 2006). Þetta eru oftast stoðkerfisvandamál, svo sem bakverkir eða liðavandamál, eða vandamál tengd geðheilsu. Í rannsóknum í Hollandi hefur komið í ljós að um þriðjungur einstaklinga á aldrinum 16­65 ára telja sig hafa einhverja heilsufarslega skerðingu eða langvinn heilsufarsvandamál sem hindra þá við vinnu. Þetta þýðir þó ekki að þeir geti ekki unnið (Reijenga, 2003). Hvað veldur því þá að einstaklingar, sem eiga við algeng og ekki sérlega alvarleg heilsufarsvandamál að stríða, hverfa af vinnumarkaði þegar aðrir með sama vanda gera það ekki? Að hluta má skýra það með viðhorfum, að hluta með þekkingarskorti og að hluta með því að inn í samfélagskerfið eru ekki innbyggðir hvatar fyrir alla til að vera virkir á vinnumarkaði ef þeir mögulega geta. Nokkur hluti einstaklinga hverfur af vinnumarkaði fyrir hreina slysni af því að enginn hefur tekið að sér það hlutverk að styðja þá markvisst aftur til vinnu. Breyting á viðhorfum í starfsendurhæfingu nú eru í þá veru að vinnan sé hluti af bataferlinu (Waddell og Burton, 2006) og að í stað þess að endurhæfa fólk til að koma því til vinnu sé vinnan hluti af endurhæfingunni (Sokoll, 2002). Aukin áhersla á vinnutengingu og endurkomu til vinnu í starfsendurhæfingu endurspeglar þetta viðhorf. Í ljósi ástandsins á íslenskum vinnu­ markaði ætti því að leggja allt kapp á að ráðningarsamband starfsmanns rofni ekki þrátt fyrir langvinn veikindi eða alvarlegan heilsubrest og að allra leiða sé leitað til að viðhalda því. Endurkoma til vinnu eftir veikindi eða slys hefur verið rannsökuð í vaxandi mæli bæði með tilliti til endurkomuferlisins, hlutverka ráðgjafa og endurkomu til starfa. Það er þekkt að einstaklingar með langvinn heilsufarsvandamál, svo sem geðræn vandamál eða stoðkerfisvanda, eru meira frá vinnu en þeir sem teljast heilbrigðir (Allen, 2009). Því oftar og lengur sem þeir eru frá vinnu aukast líkurnar á því að þeir hverfi alfarið af vinnumarkaði. Eftir sex mánaða veikindafjarveru eru 80% líkur á því að einstaklingurinn sé ekki í vinnu eftir fimm ár (Waddell o.fl., 2008) og leiti eftir framfærslu í félagslega kerfinu eftir að launuðum veikindarétti lýkur. Til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum veikinda eru notaðar aðferðir sem styðjast við bestu þekkingu og mælt hefur verið með við gerð áætlana um endurkomu til vinnu. Endurkoma til vinnu krefst samhæfingar milli starfsmannsins, stjórnenda á vinnu stað, ráðgjafa í starfsendurhæfingu, meðferðar­ aðila í heilbrigðiskerfinu, þeirra sem greiða framfærslu og annarra hagsmunaaðila. Þetta geta meðal annarra verið sér­ fræðingar í heilsuvernd starfsmanna, hjúkrunar fræðingar, læknar, sálfræðingar, ráð gjafar, iðjuþjálfar, vinnuvistfræðingar, sjúkra þjálfarar, félagsráðgjafar og trúnaðar­ menn verkalýðsfélaga. Þættir á vinnustað sem auð velda fólki að koma aftur til vinnu Íslensk fyrirtæki virðast almennt ekki hafa mótaða stefnu né skipulögð vinnuferli til að auðvelda starfsmönnum að koma aftur til vinnu eftir veikindi eða slys. Í raun ætti þetta að vera hluti af mannauðsstefnu hvers fyrirtækis, ekki síður en ákvæði um forvarnir og vinnuvernd sem reyndar eru bundin í lög. Þegar horft er til hlutverks vinnustaðarins í endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys sýna margar rannsóknir hvað er sameiginlegt með vinnustöðum sem ná góðum árangri í starfsendurhæfingu og endurkomu til vinnu (Shrey, 2006). Þessir þættir eru meðal annarra: • Samstarf milli atvinnurekenda og starfs manna/stéttarfélaga • Snemmtæk íhlutun og áætlun um endur­ komu til vinnu eins fljótt og auðið er • Fjölfagleg vinnubrögð • Endurhæfingarráðgjafi sem stýrir ferlinu • Vinnuvernd og forvarnir á vinnustað • Fræðsla og þátttaka stjórnenda og starfsmanna • Notkun á gagnreyndum úrræðum og aðferðum bæði á vinnustað og í samfélaginu • Mannauðsstefna fyrirtækis og leiðir sem auðvelda aðlögun í starfi og vinnuaðstöðu • Kerfi sem tryggir að allir axli ábyrgð • Upplýsingakerfi til að hægt sé að meta árangur. Grundvallarmarkmiðið er að auðvelda fólki skjóta og örugga endurkomu til vinnu enda er vinnan mikilvægur þáttur í því að ná aftur starfsþreki eftir veikindi. Fyrirtækismenning, stuðningur stjórnenda og skýrir verkferlar varðandi endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys geta haft afgerandi áhrif á hversu auðvelt er að fara aftur til vinnu þrátt fyrir heilsufarsleg óþægindi eða einkenni (Reijenga 2006). Stjórnendur gegna lykilhlutverki í að auðvelda starfsfólki endurkomu til vinnu en aðrir aðilar, svo sem læknar, stéttarfélög og velferðarkerfið allt, þurfa að taka virkan þátt í ferlinu eftir því sem við á. Í rannsókn Tompa (2008) kom í ljós að leiðir, sem voru bæði árangursríkar og fjárhagslega hagkvæmar, fólu í sér að: • vinnustaður hafði fljótt samband við starfsmanninn • starfsmaðurinn fékk boð um vinnuaðlögun • vinnustaður og heilbrigðiskerfi (meðferðaraðili/læknir) höfðu með sér samvinnu • vinnuvistfræðilegt mat fór fram á vinnustað starfsmannsins • raunhæf áætlun var gerð um endurkomu til vinnu. Traust og velvilji eru grundvallarþættir í árangursríkri endurkomu til vinnu auk þess að vinna gegn félagslegum og samskiptalegum hindrunum. Vinnutengd úrræði Í starfsendurhæfingu á vinnustað er mikilvægt að samræma kröfur, sem gerðar eru til einstaklingsins í vinnunni, við getu hans og finna leiðir til að aðlaga vinnuna þannig að hún henti honum. Aðferðir við að gera þetta eru meðal annars vinnugreining (job analysis) og vinnumátun (job matching). Vinnugreining getur bæði falist í hlutlægum mælingum og huglægum lýsingum á starfi. Vinnugreining krefst þess að sá sem hana gerir greini og lýsi í smáatriðum þeim kröfum, skyldum og viðurkenningum sem krafist er í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.