Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 45 Starfsendurhæfing er fjölfaglegt ferli þar sem tekið er tillit til þess sjúkdóms sem veldur upphaflega skertri starfsgetu. Ekki er síður tekið tillit til hindrana hjá einstaklingi á vinnustað, í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu en þær fylgja í kjölfarið á langvinnri veikindafjarvist og hafa áhrif á hvort hann fer aftur í vinnu eða ekki. Í þessari grein verður fjallað um mikilvægi atvinnutengingar í starfsendurhæfingu og um hvaða þættir hafa forspárgildi um árangur við endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. Áhrif velferðarkerfisins á þátttöku á vinnumarkaði Velferðarkerfið hér á landi á meðal annars að tryggja mannréttindi og hagsmuni fólks með skerta starfsgetu. Það er flókið samsafn ólíkra bótagreiðslna, styrkja, afslátta og skatta. Í tímans rás hafa orðið til skaðlegar mótsagnir og hindranir í kerfinu sem vinna gegn markmiðum um virka þátttöku á vinnumarkaði og endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Dæmi um þetta er félagslegt framfærslukerfi sem getur í raun hvatt fólk til brotthvarfs af vinnumarkaði vegna þess að því er, til skemmri tíma litið, betur borgið fjárhagslega með því að vera á bótum en í vinnu. Þetta getur verið vegna lágra launa, jaðaráhrifa bóta, áhrifa barnalífeyris, afsláttar af þjónustugjöldum, menntunarskorts eða annarra hamlandi þátta við að fá (vel) launað starf (Harder og Scott, 2005). Að auki getur fyrirkomulag bótaréttar beinlínis hindrað bata og endurkomu til vinnu (Main og Williams, 2002). Í samanburðarrannsókn milli sex landa, þar sem skoðuð var þriggja ára endurkoma til vinnu hjá fólki með langvinna bakverki, kom í ljós að réttindi fólks á vinnumarkaði og fyrirkomulag bótaréttar höfðu, ásamt vali á úrræðum, afgerandi áhrif á endurkomu til vinnu (Anema o.fl., 2009). Í sumum tilfellum ræðst veikindavottorð og mat á starfsgetu meira af veikinda­ eða bótarétti einstaklingsins en af því hvort og hvað hann getur unnið. Í langvinnum veikindum er endurkoma til vinnu oft miðuð við að einstaklingurinn sé búinn með veikindarétt hjá atvinnurekanda eða bótarétt en ekki við það að hann sé tilbúinn í einhverja vinnu. Lengri starfsendurhæfingarúrræði hér á landi virðast líka oft hafa verið skipulögð með hliðsjón af hámarksrétti til greiðslu endurhæfingarlífeyris. Í Svíþjóð greiða atvinnurekendur starfs­ mönnum sínum laun í veikindum í tvær vikur áður en nokkurs konar opinber áfallatryggingasjóður tekur við greiðslunum. Þessar tvær vikur eru taldar vera hvati fyrir atvinnurekandann til að hann geri hvað hann getur til að aðstoða einstaklinginn við að koma eins fljótt aftur til vinnu og verða má (Selander, 2006). Í Hollandi eru bæði atvinnurekandi og starfsmaður skyldaðir með lögum til að vinna að markvissri endurkomu til vinnu (Reijenga, 2003). Hvatinn til þátttöku í slíkri áætlun er í báðum tilfellum fjárhagslegs eðlis og þar má ekki segja starfsmanni upp fyrr en í fyrsta lagi tveimur árum eftir upphaf veikindafjarveru. Hér á landi getur starfsmaður hins vegar verið í veikindafjarvist á launum hjá atvinnurekanda í marga mánuði og víða virðist sem lítið sé gert til að hafa samband við starfsmanninn og kanna hvernig honum líður, hvað þá að kannað sé með hvaða hætti megi auðvelda honum endurkomu til vinnu. Atvinnurekandinn telur jafnvel að hann megi ekki hafa frumkvæði að samskiptum við starfsmann í veikindafjarvist. Þess eru jafnvel dæmi að starfsmaður hreinlega gleymist, fái launin sín í marga mánuði en honum finnist afskiptaleysi atvinnurekandans að öðru leyti sem höfnun eða skortur á umhyggju. Því lengur sem starfsmaður er frá vinnu vegna veikinda því minni líkur eru á að hann snúi nokkru sinni aftur til vinnu (Waddell og Burton, 2006). Í samanburðarrannsókn milli sex landa, Hollands, Svíþjóðar, Danmerkur, Ísraels, Þýskalands og Bandaríkjanna, var skoðað hvaða kerfislægir hvatar og hindranir væru til staðar sem hefðu áhrif á endurkomu bótaþega til vinnu. Áhugavert var að í Hollandi, þar sem kerfislægir hvatar eru innbyggðir fyrir bæði atvinnurekendur og starfsmenn, var árangur af endurkomu til vinnu marktækt meiri (International Social Security Association, 2001). Kostnaður atvinnulífsins vegna veikinda­ fjarvista er hár. Fyrir utan einstaklingana, sem tapa bæði tekjum og möguleikum á starfsframa eða starfsþróun, tapa fyrirtækin vegna aukins launakostnaðar, aukavinnu, nýliðunar og minni framleiðni. Í skýrslu um velferðarkerfið, sem lögð var fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008 (Black, 2008), kom fram að árlegur samfélagskostnaður vegna veikindafjarvista og langvinnra veikinda í Bretlandi er hærri en samanlagður kostnaður breska heilbrigðiskerfisins. Ef þessar upplýsingar eru yfirfæranlegar á íslenskt samfélag er ljóst að sambærilegur kostnaður hér á landi er ríflega hundrað milljarðar á ári. Það er því til mikils að vinna að minnka hann með þeim ráðum sem tiltæk eru og styðjast við bestu þekkingu hér og annars staðar. Til að ná því markmiði að fólk geti verið í vinnu þrátt fyrir tímabundna eða varanlega skerðingu vegna veikinda eða slysa þarf að breyta bæði viðhorfum og ýmsum kerfislægum þáttum, svo sem lögum og reglugerðum, í samræmi við nútímaþekkingu á mikilvægi vinnunnar í bataferlinu. Starfsgeta Upphaflega ástæðan fyrir veikindafjarvist kann að vera sjúkdómur eða slys en ástæðan fyrir því að viðkomandi fer ekki aftur til vinnu er oft af öðrum toga (Waddell o.fl., 2008). Starfsgeta er afstæð en mikilvæg í umræðunni um virkni á vinnumarkaði. Viðhorf og þekking á áhrifum sjúkdóma á getu einstaklinga til þátttöku í atvinnulífinu hefur breyst á undanförnum áratugum. Tveir bæklingar útgefnir af VIRK, starfsendurhæfingarsjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.