Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201024 Sigrún Gunnarsdóttir, sigrungu@hi.is LÍFSGÆÐI HJÚKRUNARFRÆÐINGA OG TÆKIFÆRI TIL HEILSUEFLINGAR Ættum við að gefa meiri gaum að eigin heilsu? Getum við tekið meiri þátt í heilsueflingu skjól stæðinga okkar og almennings? Þessum spurningum var reynt að svara á heilsuþingi hjúkrunar fræðinga sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir 24. september síðast­ liðinn. Einn af frum mælendum var Sigrún Gunnars dóttir en hún gefur hér sína sýn. Hér verður leitast við að svara spurningunum með því að taka mið af stöðu mála hér á landi varðandi heilbrigðis­ og velferðar þjónustu um leið og rýnt er í fræðilega þekkingu um heilsueflingu og líðan fólks í starfi. Sérstaklega verður litið til niðurstaðna rannsókna á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hérlendis og dregnir fram verndandi og eflandi þættir fyrir heilsu og lífsgæði. Í þessu ljósi eru settar fram tillögur um tækifæri hjúkrunarfræðinga til eigin heilsueflingar í eigin aðstæðum og á vettvangi samfélagsins. Ný viðfangsefni hjúkrunarfræðinga Heilbrigðis­ og velferðarþjónusta hér á landi tekur stakkaskiptum um þessar mundir. Við blasir aukið ójafnræði til heilsu. Stórir hópar glíma við fjötra lána og atvinnuleysis, auknar kröfur í vinnu og þungar félagslegar eða heilsufarslegar aðstæður. Einstaklingar, sem búa við þessar aðstæður, eru skjólstæðingar okkar: í heilsugæslu, á sjúkrastofnunum, í skólum, fyrirtækjum og í samfélaginu. Við sjálfum okkur blasa líka ögrandi verkefni, þrengri kostur og meiri byrðar. Segja má að við stöndum á krossgötum Sigrún Gunnarsdóttir er lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. og tilefni er til að endurskoða áherslur og leita bestu aðferða til að standa vörð um velferð og heilsu fólks. Verkefni okkar eru meðal annars að átta okkur betur á hvar tækifæri eru til að efla heilsu skjólstæðinga okkar, styðja heilsueflingu almennings og síðast en ekki síst að efla eigin heilsu. Styrkur hjúkrunarfræðinga er mikill og þekking okkar dýrmæt á tímum breytinga og þegar almenningur og skjólstæðingar okkar hafa aukna þörf fyrir stuðning og hvatningu. Vægi verkefna okkar breytist hratt um leið og aðstæður í samfélaginu umpólast. Þess vegna er mikilvægt að skoða á hvað við eigum að leggja áherslu til að vernda og efla enn betur heilsu og lífsgæði. Hver eru brýnustu viðfangsefnin? Hvaða aðferðir skila bestum árangri? Heilsuefling og heilsulæsi Heilsufélagsfræðingurinn Aron Antonov­ sky setti fram kenningu um þrjár megin­ stoðir heilsueflingar og lífsgæða (sjá til dæmis Eriksson og Lindström, 2008). Í fyrsta lagi er þekking og skilningur á því sem hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Vitum við og skiljum hvað í aðstæðum okkar og hegðun styrkir heilsuna? Skiljum við jafnframt hvað það er sem dregur úr heilbrigði og vellíðan? Önnur stoð heilsueflingar er hæfni og trú á eigin getu. Hversu mikla þjálfun og leikni höfum við í því sem snýr að heilsueflingu? Höfum við trú á sjálfum okkur til að framfylgja og viðhalda því sem eflir heilsuna? Þriðja stoð heilsueflingar eru síðan hugmyndir okkar um tilgang, merkingu og gildi þess sem um ræðir. Styður gildismat okkar það sem til heilbrigðis er talið? Hversu mikið vægi hefur hið heilsusamlega í huga okkar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.