Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Qupperneq 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Qupperneq 61
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 57 Ritrýnd fræðigrein upplýsingahegðun fellur líka val á heimildum, hindranir við upplýsingaleit, mat á upplýsingum og hagnýting þeirra (Wilson, 2000). Rannsóknir á upplýsingahegðun í tengslum við heilbrigðisupplýsingar hafa flestar snúist um notkun á tiltölulega fáum heimildum en hér verður leitast við að fá breiðari yfirsýn með að rannsaka notkun á 22 heimildum. RANNSÓKNARAÐFERÐ Notað var 1.000 manna slembiúrtak á aldrinum 18 til 80 ára úr Þjóðskrá. Gagna var aflað með póstkönnun vorið 2007, svarhlutfall var 47%. Kyn, aldur og menntun svarenda var borið saman við þýðið eins og kemur fram í töflu 1. Ef öryggisbil í töflu 1 eru skoðuð sést að skipting svarenda eftir kyni var ekki fyllilega í samræmi við þýðið en munurinn var lítill. Skipting svarenda eftir aldri féll innan öryggisbils fyrir þrjá af fimm aldurshópum en færri svarendur voru í yngsta hópnum og fleiri í elsta hópnum en í þýðinu. Hlutfall svarenda með framhaldsskólamenntun samræmdist skiptingu í þýði en hlutfall háskólamenntaðra var örlítið hærra og færri grunnskólamenntaðir svöruðu en í þýði. Mælitæki (1) Bakgrunnsbreytur. Spurt var um kyn, aldur, menntun, hjúskaparstöðu, búsetu og tekjur. Við fyrri greiningu á gögnunum kom í ljós að marktæk tengsl voru milli breytanna kyn, aldur og menntun og breytanna sem mæla upplýsingahegðun og heilsuhegðun og var því ákveðið að nota þær fyrrnefndu við frekari greiningu. (2) Upplýsingaleit af ásetningi – klasar. Spurt var: Hefur þú leitað að upplýsingum um heilsu og lífsstíl á einhverjum af eftirfarandi stöðum? Fimm punkta kvarði var notaður (mjög oft – aldrei). Spurningunni fylgdi listi með 22 heimildum og beðið um svar fyrir þær allar. Heimildirnar voru flokkaðar í fjóra upplýsingamiðla: fjölmiðlar, sérfræðingar, internet og persónuleg samskipti og heildarmeðaltal reiknað fyrir hvern upplýsingamiðil. Innri áreiðanleiki upplýsingamiðlanna var athugaður með Chronbacks­alpha og reyndist fullnægjandi. Fyrir fjölmiðla var hann 0,93; sérfræðinga 0,83; internet 0,87; og persónuleg samskipti 0,84. (3) Rekist á upplýsingar. Spurt var: Hefur þú rekist á upp­ lýsingar um heilsu og lífsstíl á einhverjum af eftirfarandi stöðum þó þú hafir ekki verið að leita sérstaklega eftir slíkum upplýsingum? Notaður var fimm punkta kvarði (mjög oft – aldrei). Sami listi yfir heimildir var lagður fyrir og við spurningu um upplýsingaleit af ásetningi. (4) Mat á upplýsingum. Spurt var tveggja spurninga: (a) Hversu gagnlegar finnast þér upplýsingar um heilsu og lífsstíl á eftirfarandi stöðum vera? (b) Hversu áreiðanlegar finnast þér upplýsingar um heilsu og lífsstíl á eftirfarandi stöðum vera? Notaður var fimm punkta kvarði (mjög gagnlegar/áreiðanlegar – veit ekki). Sami listi yfir heimildir var lagður fyrir og við spurningar um upplýsingaleit. Gert var ráð fyrir að sumar af breytunum á listanum með spurningunum um upplýsingahegðun mældu sama þáttinn og Tafla 1. Lýðfræðileg einkenni þátttakenda borið saman við þýði. Lýðfræðileg einkenni Þátttakendur Öryggisbil Þýði Hlf. (%) fjöldi Hlf. (%) fjöldi Kyn Karlar 45,9 215 41,4­50,4 51,3 114.424 Konur 54,1 253 49,6­58,6 48,7 108.437 Alls 100% 468 100% 222.861 Aldur 18­29 16,9 79 13,5­20,3 24,2 53.970 30­39 18,9 88 15,3­22,5 19,8 44.148 40­49 20,4 96 16,7­24,1 20,3 45.174 50­59 17,6 82 14,1­21,1 17,0 37.914 60­80 26,2 123 22,2­30,2 18,7 41.655 Alls 100% 468 100% 222.861 Menntun Grunnskóli 27,0 127 23,0­31,0 33,4 74.435 Framhaldsskóli 42,2 197 37,7­46,7 40,3 89.813 Háskóli 30,8 144 26,6­35,0 26,3 58.613 Alls 100% 468 100% 222.861
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.