Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201020 hún eitt kvöldið kom um borð örþreytt og kvalin. Í miðju samtali féll hún skyndilega í yfirlið. Læknir var sóttur og hann kvað upp þann úrskurð að „ungfrú Nightingale hefði fengið Krímveikina“. Í Balaklava komst allt í uppnám. Ákveðið var að hún skyldi flutt í land og í Hallarkapelluna sem stóð uppi á hæð, þar var loftið heilnæmara en niðri við höfnina. Fjórir hermenn báru hana á sjúkrabörum og þó leiðin væri ekki löng var mörgum sinnum skipt um burðarmenn svo að sem flestir ættu þess kost að votta henni virðingu. Florence var þegar hér var komið fárveik, með háan hita og óráði. Sorg ríkti meðal hermannanna í Balaklava. Þegar hermennirnir í Skutari fréttu af veikindum hennar „sneru þeir sér undan og táruðust og voru þeir þó ekki af viðkvæmustu tegund“ skrifaði einn undirforingjanna heim til Englands. Í meira en tvær vikur var Florence á milli heims og helju og með óráði. Hún vildi hafa blýant í hendinni og í hitasóttaróráði skrifaði hún ótal athugasemdir: Henni fannst herbergið vera fullt af fólki sem krafðist þess að fá afhent flest sem nöfnum tjáir að nefna, að höfuðið á henni væri orðið að vél, að óður maður frá Persíu heimtaði af henni þrjátíu þúsund pund! Hún var ekki kyrr eitt augnablik, hitinn hélst og hún virtist vera við dauðans dyr. Gráti nær varð frú Roberts að klippa af henni hárið, sem var bæði mikið og fallegt, því ómögulegt var að greiða það. Dag og nótt beið fólk með mikilli eftirvæntingu og öllum létti mikið þegar tilkynnt var: Hættan er liðin hjá! Ungfrú Nightingale er að komast yfir veikindin. Kvöld eitt þegar hún var á batavegi kom einmana reiðmaður, hulinn stórri yfirhöfn, að húsinu þar sem hún lá og drap á dyr. Frú Roberts fór til dyra og sagði: „Uss, hafið ekki svona hátt, hver eruð þér?“ „Ég er aðeins hermaður sem hefur þeyst langa leið til þess að hitta hana. Hún þekkir mig, segið aðeins að ég heiti Raglan.“ Þarna var yfirmaður alls heraflans, Raglan lávarður, kominn til að hitta Florence. Þetta varð í síðasta skiptið sem þau sáust því nokkrum vikum síðar lést Raglan lávarður, gjörsamlega útslitinn af þeirri miklu ábyrgð sem honum hafði verið lögð á herðar. Heima í Englandi vöktu veikindin gífurlega athygli. Móðir hennar skrifar henni: „Við höfum verið skelfingu lostin, þú ert svo langt í burtu og hefur verið svo veik. En í dag lesum við í blöðunum, okkur til mikillar hughreystingar, að Raglan lávarður hafi sent skeyti um að þú sért á batavegi!“ För mín til Krím varð heldur óyndisleg. Það eina sem kom út úr henni var að uppgötva að Balaklava er full af óhreinindum og lús, spillingu og rógburði. Svo veiktist ég og þá var ekki um annað að ræða en fara aftur til Skutari. Florence var máttfarin eftir veikindin. Hún gat ekki matast af sjálfsdáðum, röddin hafði brostið og hún talaði í hálfum hljóðum. Charles Bracebridge hafði samstundis komið frá Skutari til að aðstoða hana og hún hafði fulla þörf fyrir hjálp hans. Dálítið undarlegt gerðist þegar hún var að leggja af stað. Hall læknir ætlaði að útvega henni farkost yfir Svartahafið til Skutari. Um fleiri en eitt skip var að ræða og hann valdi „Jura“ vegna þess að þar væri hlýjast. Með mikilli fyrirhöfn var Florence komið um borð, skipið hafði rétt í þessu losað farm af hestum og lyktin af þeim var svo stæk að það leið yfir Florence en það versta var eftir: Í þann mund er skipið á að létta akkerum fær Charles hugboð um að ekki sé allt með felldu. Hann tekur skipstjórann tali og verður þess áskynja að skipið á að sigla beinustu leið til Englands án viðkomu í Skutari! Hann og fylgdarlið varð ekki höndum seinna að flytja Florence, jafn veikburða og hún var, aftur í land og síðan yfir í annað skip ... Charles og hitt fólkið lagði sig allt að því í lífshættu við að koma mér frá borði. En ráðagerðir Halls læknis um að losa sig endanlega við mig urðu að engu í þetta skipti! Stormur geisaði á Svartahafi meðan á ferðinni stóð. Florence var sjóveik og örmagna þegar hún loks kom aftur til Skutari. Hún gat ekki talað og hvorki hreyft legg né lið. Það var gjörbreytt kona og tærður líkami sem nú var borinn á land. Hermenn með társtokkin augu fylgdu börunum sem hún lá á upp að íbúðarhúsi herprestsins þar sem hún átti að búa fyrst um sinn og reyna að ná kröftum aftur. Frá húsinu var útsýni yfir Bosporussund. Fegursta útsýni í heimi! En ég hafði ekki fyrr haft tíma til að virða það fyrir mér. Allir lögðust á eitt til að Florence gæti notið friðar og kyrrðar og náð heilsu á ný. Einn morguninn komu tveir hermenn með litla uglu til mín. Þeir sögðu að hún héti Aþena. Ég hafði einhvern tíma sagt þeim frá litlu uglunni minni sem ég átti heima. Sidney Herbert sendi mér lítinn kjölturakka alla leið frá Englandi! Ein hermannakonan setti litla barnið sitt í leikgrind inn til mín, það held ég að hafi verið það besta af öllu sem fyrir mig var gert. Vikurnar liðu og þegar sumri hallaði hafði Florence náð heilsu aftur. En hún varð aldrei jafn sterk og hún hafði verið áður. Krímveikin, sem nú er talið að hafi verið taugaveiki, markaði sín spor það sem eftir var ævinnar. Gudrun Simonsen er norsk útvarpskona og gaf 1986 út bókina Hvem var du, Florence Nightingale? Björg Einarsdóttir hjúkrunar­ fræðingur þýddi bókina en hún kom aldrei út á íslensku. Í staðinn birtist hún sem framhaldssaga í Tímariti hjúkrunarfræðinga 1996­1998. Þessi grein er útdráttur úr 10. kafla en hann birtist upphaflega í 4. tbl. 1997. Þýðingin hefur verið örlítið lagfærð. Þýskt frímerki gefið út 1955 í röðinni Helfer der Menschheit. Fyrir mistök fékk Florence þýska nafnið Florentine og ætti það að gera frímerkið áhugavert fyrir þá sem safna merkjum með villum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.