Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201034 • veita tilteknum hópi, svo sem ungum mæðrum og feðrum, sértæka þjónustu. Forvarnastarfi í barnavernd má skipta í þrjá flokka eftir markhóp. 1. stigs forvarnir: Almennar forvarnir. Starfið miðar að fyrirbyggjandi aðgerðum svo sem fræðslu, stuðningi og kynningar­ starfssemi ýmiss konar fyrir allar fjölskyldur sveitarfélagsins. 2. stigs forvarnir: Áhættuhópar. Starfið miðar að því að greina áhættuhópa og koma í veg fyrir að mynstur vanrækslu og ofbeldis geti þróast í fjölskyldum. 3. stigs forvarnir og meðferð: Einstaklings­ mál. Starfið miðar að því að aðstoða einstakar fjölskyldur þar sem vanræksla og ofbeldi hefur þegar komið upp. Viðfangsefni Spors felst í almennum forvörnum og vinnu með hópa á hættu­ braut. Það er tekið fram að hug myndirnar eru ekki fullmótaðar og þarfnast nánari útfærslu. Foreldrar gegna lykilhlutverki í þroskaferli barna. Þeim ber að veita börnum sínum líkamlega, andlega og tilfinningalega umhyggju. Óhætt er að fullyrða að langflestir ef ekki allir foreldrar óska þess helst að börnum þeirra vegni vel í lífinu, hvert svo sem gildismat þeirra er á velgengni. Með öðrum orðum, það er sjaldnast einlægur ásetningur foreldra að vanrækja barn sitt eða valda því miska með ofbeldi. Hins vegar geta aðstæður eða hagir foreldra verið með þeim hætti að auknar líkur eru á því að slíkt ástand skapist. Ákveðnir erfiðleikar eru samfara því að spá fyrir um hverjir eru líklegir til að bregðast foreldraskyldum sínum og hvað einkennir þá sérstaklega. Reyndar er vandinn margþættur því vanræksla og ofbeldi eru flókin fyrirbæri sem eiga sér margar birtingarmyndir, ekki síður en hugsanlegir áhættuþættir. Í töflunni hér að neðan eru settir fram 23 hugsanlegir áhættuþættir í sambandi við vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum. Um er að ræða þætti sem rétt er að hafa í huga og skoða betur en alls ekki vegna þess að forspárgildi hvers og eins sé algilt. Sumar fjölskyldur þurfa meiri stuðning og þjónustu en aðrar og þá vegna sérstakra atriða sem aukið geta líkur á því að vanræksla eða ofbeldi þróist. Mikilvægt er að reyna að ná til þessara fjölskyldna í tíma og veita þeim þjónustu til að reyna að fyrirbyggja vandann. Tafla 1. Áhættuþættir vanrækslu og ofbeldis gagnvart börnum. Heimild: Ministry of Children and Family Development of British Columbia, practice standards for child protection. Yfirlit yfir áhættuþætti Áhrif foreldra Áhrif barns Áhrif fjölskyldu Áhrif vanrækslu/ofbeldis Áhrif inngrips Foreldrar voru þolendur, vanræktir eða beittir ofbeldi sem börn Sérkenni barns Ofbeldi í fjölskyldu Alvarleiki vanrækslu/ ofbeldis Viðbrögð foreldra gagnvart vanræktum þörfum barns Áfengis­ og vímuefnanotkun Viðbrögð barns gagnvart foreldrum Geta til að takast á við streitu Hversu gott aðgengi gerandi, eða líklegur gerandi, hefur að barni Samstarfsvilji foreldra Væntingar til barns Hegðun barns Félagsleg tengsl og stuðningur Ásetningur og viðkenning á ábyrgð Viðhorf til barns Andleg heilsa barns og þroski Félagslegar aðstæður Fyrri saga um vanrækslu/ ofbeldi af hálfu foreldra Líkamleg geta til að annast barn Líkamleg heilsa barns og þroski Sjálfsmynd og samskipti í fjölskyldunni Andleg/tilfinningaleg geta til að annast barn; þroskaleg geta til annast barn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.