Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201018 Gudrun Simonsen FLORENCE NIGHTINGALE MILLI HEIMS OG HELJU Í maí 1855 hafði Florence Nightingale verið í Skutari í hálft ár og tekið þar til hressilega eins og þekkt er. Nú var kominn tími til að athuga aðstæður á Krímskaganum þar sem víglínur Krímstríðsins voru. En Florence Nightingale átti eftir að veikjast í þessari ferð og háðu þessi veikindi henni það sem eftir var ævinnar. Svartahafi, 5. maí 1855. Kæru foreldrar! Vesalings gamla Flo er nú á siglingu um Bosporussund og yfir Svartahafið með fjórum hjúkrunarkonum, tveimur matsveinum og einum piltunga í átt að Krímskaganum til að skoða með eigin augum hersjúkrahúsið þar. Hún er um borð í „Robert Low“ í samfloti með rúmlega fjögur hundruð sjúklingum sínum sem nú eru á leið aftur til herdeilda sinna reiðubúnir að láta skjóta á sig á nýjan leik. Í dag er nákvæmlega hálft ár frá því ég kom til Skutari til að takast á við verkefnið sem Guð ætlaði mér. Sorgir og vonbrigði, sem hafa verið hlutskipti mitt þessa mánuði, eru ólýsanleg. En ég hef haft það af! Ég er lifandi! Já, Florence var á lífi. En veturinn í Skutari hafði tekið mjög á hana. Á nokkrum mánuðum hafði hún unnið verk sem jafnaðist á við heila starfsævi og sultur og kuldi eytt kröftum hennar eins og hinna sem þreyðu þennan vetur í Skutari. En hún hafði ákveðið að strax og aðstæður á spítalanum í Skutari leyfðu ætlaði hún að fara til Krím til að athuga hvað nauðsynlega þyrfti að gera fyrir sjúkraskýlin þar, og með eigin augum vildi hún sjá vígvellina. Fyrsta heimsóknin að víglínunni féll henni aldrei úr minni. Ég sá skotgrafirnar. Hér höfðu hermennirnir hafst við sólarhringum saman, já, vikum saman, legið endilangir í forinni eða setið í keng tvo sólarhringa samfleytt án þess að geta sig hrært og ekki haft annað til matar en hrátt, salt flesk. Þrátt fyrir þetta höfðu þeir hvorki misst kjark né þolinmæði. Eða herbúðirnar! Ekki var að undra að hermennirnir skyldu hafa þjáðst jafnmikið og raun bar vitni; undraverðara var að yfirleitt skyldi nokkuð vera eftir af hernum. Þegar „Robert Low“ varpaði akkerum í Balaklava flaug fregnin um herbúðirnar. Um borð í skipinu var hefðardama! Engin önnur en Florence Nightingale! Engillinn frá Skutari! Konan, sem öllu stjórnaði í Skutari, var komin til Krím! Hermennirnir þustu út úr tjöldum og skálum. Allir sem vettlingi gátu valdið, gangandi eða skríðandi, fóru af stað. Móttökurnar voru stórbrotnar. Ekki síst þegar Soyer, sem aldrei dró af sér í hrifningarvímu, lyfti Flo af hestbaki og setti hana hátt upp á fallbyssu svo allir gætu séð hana. „Herrar mínir! Hér sjáið þið hugrökkustu dóttur Englands, hermannanna einlægasta vin!“ Við Í ár er 100 ára ártíð Florence Nightingale en hún lést 13. ágúst 1910.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.