Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201010
Láta bráðateymi taka við
european
resuscitation
council
www.erc.edu | info@erc.edu - www.endurlifgun.is
Útgefið október 2010: European Resuscitation Council Secretariat vzw, Drie Eikenstraat 661, 2650 Edegem, Belgium
Vörutilvísun: Poster_10_IHBLS_01_01_ICE Höfundarréttur: European Resuscitation Council Secretariat
Kalla til bráðateymi
með súrefni og búnaði
til öndunarhjálpar
Tengja rafskaut / hjartarafsjá
Gefa rafstuð ef við á
Kalla á hjálp og
meta ástand sjúklings
sérhæfð endurlífgun þegar
bráðateymi er komið
Meðvitundarlaus / veikur sjúklingur
endurlífgun á sjúkrahúsi
Engin merki um líf? Lífsmörk til staðar?
Hnoð og blástur 30:2
Meta ABCDE
Greina og meðhöndla
súrefni, hjartarafsjá,
æðaaðgengi
Kalla til bráðateymi
ef viðeigandi
hjá öllum sjúklingum. Kæling sjúklinga
eftir hjartastopp hefur reynst gagnleg til
að draga úr varanlegum heilaskaða og
er mælt með kælingu sjúklinga niður í
3234°C í hálfan til einn sólarhring eftir
hjartastopp (Deakin o.fl., 2010b). Það
sem hefur komið á óvart er hve mörg
sjúkrahús í Evrópu nýta sér ekki þessa
einföldu aðferð. Á LSH hefur kæling verið
framkvæmd síðan 1. mars árið 2002 með
góðum árangri (Steinar Björnsson og
Felix Valsson, 2004).
Þjálfun og kennsla
Gerðar eru þær kröfur til heilbrigðis starfs
manna að þeir geti greint hjartastopp,
kallað eftir hjálp og byrjað endurlífgun.
Mikilvægt er að tryggja þjálfun fyrir
mismunandi faghópa. Til dæmis þarf
starfsfólk á bráðadeildum meiri sérhæfða
þekkingu en starfsfólk sem tekur ekki
þátt í endurlífgun sem hluta af sínu
starfi. Mikilvægt er að bjóða reglulega
upp á endurlífgunarnámskeið og hafa
þau sérsniðin að þörfum faghópa enda
kröfurnar um þekkingu og kunnáttu
mismunandi (Deakin o.fl., 2010b).
Í núverandi leiðbeiningum er bent á
að endurskoða þurfi kennsluaðferðir í
endurlífgun til að tryggja að þær nái
settum námsmarkmiðum. Markmið
kennslunnar er að tryggja að almenningur
og fagfólk læri og viðhaldi þekkingu
sinni og hæfni svo það geti brugðist
rétt við í raunverulegu hjartastoppi og
þannig aukið lífslíkur eftir endurlífgun.
Íhuga skal breyttar áherslur í kennslu,
svo sem að halda stutt námskeið sem
byggjast á sjálfsnámi með litlum eða
engum leiðbeiningum frá leiðbeinanda
í bland við verklegar æfingar, á
móti hefðbundnum námskeiðum í
endurlífgun þar sem leiðbeinandinn er
með allan tímann. Leggja þarf aukna
áherslu á forystuhlutverk, teymisvinnu,
verkefnastjórnun og góð samskipti í
kennslunni því það getur bætt árangur í
endurlífgun. Lagt er til að meira sé gert úr
því að halda teymisfundi til að skipuleggja
endurlífgunaraðferðir og fara yfir árangur
af „sýndartilraunum“ við endurlífgun eða
raunverulegum endurlífgunartilraunum.
Slíkir fundir geta bætt bæði árangur
teymisins og einstaklinganna í því. Að
lokum er á það bent að lítið er til af
rannsóknum um áhrif þjálfunar fólks í
endurlífgun á raunveruleg afdrif þeirra sem
fara í hjartastopp. Þrátt fyrir að rannsóknir
á brúðum séu gagnlegar þarf að hvetja
rannsakendur til þess að rannsaka og
birta áhrif ólíkra kennsluaðferða á afdrif
sjúklinga (Soar o.fl., 2010).
Endurlífgunarráð Íslands, sem hefur
verið formlegur aðili að Evrópska
endurlífgunarráðinu síðan í maí 2008,
stendur fyrir námskeiðum í sérhæfðri
endurlífgun á Íslandi. Allar frekari
upplýsingar um námskeiðin má finna
á vef Endurlífgunarráðs Íslands. Rauði
kross Íslands sér um dreifingu á þekkingu
og þjálfun í grunnendurlífgun hér á landi.
Samantekt
Í þessari umfjöllun hefur verið farið
lauslega í ýmsa þætti endurlífgunar og
fléttað inn í þá umræðu kynningu á
helstu breytingunum í endurlífgun. Nýju
leiðbeiningarnar hnykkja enn frekar á
mikilvægi grunnendurlífgunar þar sem
megináherslan er lögð á hjartahnoð.
Hjartahnoð skal hefja eins fljótt og
european
resuscitation
council
www.erc.edu | info@erc.edu - www.endurlifgun.is
Útgefið október 2010: European Resuscitation Council Secretariat vzw, Drie Eikenstraat 661, 2650 Edegem, Belgium
Vörutilvísun: Poster_10_BLSAED_01_01_ICE Höfundarréttur: European Resuscitation Council Secretariat
Setja hendur á miðjan brjóstkassa
Hnoða 30 sinnum
• þrýsta a.m.k. 5 cm niður á hraðanum að
lágmarki 100/mín
• Setja varir yfir munn viðkomandi
• Blása þar til brjóstkassinn rétt lyftist
• Blása aftur þegar útöndun er lokið
• Halda áfram endurlífgun
Hnoð og blástur 30:2
Hringja í 112, ná í næsta hjartastuðtæki
Ef viðkomandi hreyfir sig, opnar augun eða andar eðlilega þá skal hætta endurlífgun
Ef viðkomandi er enn meðvitundarlaus skal setja hann í hliðarlegu*
Kanna viðbrögð
Ef engin viðbrögð eru til staðar
Grunnendurlífgun &
sjálfvirkt hjartastuðtæki
Byrja endurlífgun strax
Kveikja á hjartastuðtækinu og tengja rafskautin
Fara frá og gefa rafstuð
Hrista axlir varlega
Kalla hátt “Er í lagi með þig?”
Opna öndunarveg og athuga öndun
Ef öndun er óeðlileg eða
viðkomandi hættur að anda
Ef viðkomandi
andar eðlilega
Fylgdu fyrirmælum tækisins
Festa eitt rafskaut í vinstri holhönd
Festa annað rafskaut undir hægra viðbein, næst bringubeininu
Ef fleiri en einn björgunarmaður: halda endurlífgun áfram þar til tækið er tilbúið til
notkunar
Ganga úr skugga um að enginn snerti sjúkling
- á meðan hjartastuðtæki greinir hjartatakt
- á meðan rafstuð er gefið
setja í hliðarlegu
• Hringja í 112
• Fylgjast með öndun
*
Mynd 3. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuðtæki. Mynd 4. Endurlífgun á sjúkrahúsi.