Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201036 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is HÖRÐ VIÐBRÖGÐ VIÐ NIÐURSKURÐARTILLÖGUM Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi 1. október sl. Fljótlega kom í ljós að tillögur um niðurskurð á heilbrigðisstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins voru illa undirbúnar og talsmenn ríkisstjórnarinnar fóru að draga í land. En þá var þegar búið að valda tilfinningalegu uppnámi hjá fjölda sjúklinga og starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar. Fljótlega eftir efnahagshrunið í október 2008 var ljóst að þörf væri á talsverðum niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Minna var þó gert en menn áttu von á. Regluleg ráðherraskipti hafa þar líklega haft sitt að segja. Í haust komu svo fram tillögur sem fjármálaráðherra segir að séu löngu tímabærar. Allir hafi vitað lengi að Íslendingar hafi ekki efni á jafnmörgum sjúkrahúsum og til eru nú. Menn hafi hins vegar trassað það að móta stefnu og endurskipuleggja heilbrigðisþjónustuna. Kröftug viðbrögð við fjárlagafrumvarpinu og þeim niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, sem þar er lagður til, hefur fengið nokkra ráðherra og þingmenn til þess að hugsa málið betur. Fjárlaganefnd boðaði til dæmis 29. október að breytingar yrðu gerðar á fjárlagafrumvarpinu. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, tekur nú þátt í vinnuhópi sem á að skila tillögum til ráðherra um breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Hún sagði á hjúkrunarþingi 12. nóvember að ráðherra hefði hitt alla forstöðumenn heilbrigðisstofnana í september sl. Í framhaldinu hefðu þeir fengið tækifæri til að fara yfir fjárlagafrumvarpið og meta áhrif þess. Snúist til varnar Margir fulltruar starfsmanna hafa hins vegar sagt að samráðið hafi verið af skornum skammti. Í ályktun hjúkrunarráðs Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga kemur fram að tillögurnar séu illa ígrundaðar og að sparnaðurinn leiði til nýrra útgjalda vegna ferðalaga sjúklinga. Þetta sé gjörbylting á heilbrigðiskerfinu en lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnendur og fagfólk heilbrigðisstofnananna. Í sama streng taka önnur hjúkrunarráð og eins stjórnir svæðisdeilda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á Ísafirði var stofnað heimavarnarlið til varnar heilbrigðisþjónustunni og tóku félagar heimavarnarliðsins sig til og skrifuðu skýrslu þar sem kemur fram að raunverulegur sparnaður verði

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.