Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 33 Þar sem lítið fjármagn er til ráðstöfunar í heilsugæslunni og skjólstæðingar okkar þurfa mismunandi og mismikla þjónustu þá vil ég geta tekið upp vinnu með merkingar í formi umferðarljósa. Þegar kona sjálf eða með fjölskyldu leitar í mæðravernd þá færi fram heildrænt félagslegt jafnt sem heilsufarslegt mat sem gæfi fjölskyldunni grænan, gulan eða rauðan lit. Þarna gætum við sem best nýtt okkur fjölskyldutréð til upplýsingasöfnunar og er það sumstaðar komið inn í Sögukerfið í anda Calgary­hugmyndanna. Markmið okkar væri að veita rauðu fjölskyldunni hvað mesta þjónustu svo að hún væri orðin gul fyrir fæðingu barnsins og græn áður en barnið nær skólaaldri. Gular fjölskyldur fengju þann stuðning sem þyrfti til að gera þær grænar fyrir barnsfæðingu. Grænu fjölskyldurnar fengju svo þá grunnþjónustu sem eðlileg gæti talist miðað við færni þeirrar fjölskyldu til að leita sér frekari aðstoðar ef eitthvað bjátar á. Þetta kerfi krefst mun meiri samvinnu við félagsþjónustuna og þess að við lítum á skjólstæðinga okkar sem hluta af stærri heild eða fjölskyldu og leitum markvisst lausna út frá getu og styrk viðkomandi. Þarna værum við með sýnina á að hjálpa fólki til sjálfshjálpar á forsendum þess og hraða. En hvernig getum við svo fengið heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið til að vinna saman sem eina heild og nota sömu mælitæki og viðmið til að flokka og vinna eftir? Spurningin er líka hvort við í heilsugæslunni getum byrjað þetta verkefni og smitað yfir í félagsþjónustuna. Vísi að svona flokkun er að finna í klínískum leiðbeiningum NICE fyrir mæðraverndina nú þegar en þar er flokkað eftir líkamlegu heilbrigði og fyrri fæðingarsögu. Hugsunin og markmiðið er að veita hvað mesta þjónustu þar sem hennar er þörf hverju sinni og vera vakandi fyrir breytingum. Þetta fyrirkomulag kallar á mun meiri sveigjanleika í þjónustu heilsugæslunnar en er til staðar. Þegar mat fjölskyldu á eigin þörfum er annað en greining okkar segir til um er nauðsynlegt að hafa þverfaglegt teymi til að vinna með eða vísa til. Þá er komið að því að finna eða búa til viðurkennt mælitæki eða greiningartæki fyrir þetta form þjónustu. Ég kalla hér með eftir áhugasömu og hugmyndaríku fagfólki til að rúlla boltanum áfram og lýk þessum hugleiðingum mínum með smá­ glefsum úr þróunarverkefninu Spori. Spor, framfaraverkefni Spor er framfaraverkefni í forvörnum. Markmiðið með því er að stuðla að heilbrigðum tengslum milli foreldra og barna og minnka þar með líkurnar á því að vanræksla og ofbeldi gagnvart börnum geti þróast. Tengsl foreldra og barns byrja að myndast strax á meðgöngu og því er mikilvægt að huga að líðan og viðhorfum foreldra til meðgöngunnar og ófædda barnsins og veita stuðning þegar á þarf að halda. Heildarsýn yfir hagi og aðstæður foreldra, sem ná til líkamlegra, andlegra, tilfinningalegra og félagslegra þátta, er höfð að leiðarljósi. Viðfangsefni Spors miða að því að stuðla að heilbrigðum tengslum foreldra og barna með því að: • veita foreldrum fræðslu um uppeldishlutverkið • leita að áhættuhópum og vísa þeim á viðeigandi þjónustu HEILSUVERND Í BREYTTU ÞJÓÐFÉLAGI: RAUÐUR – GULUR – GRÆNN? Mæðravernd Þjónusta Ungbarnaeftirlit þjónusta frh. Mynd 1. Yfirlit yfir Spor. I. Foreldrafræðsla • Samskipti og tengsl • Ný hlutverk • Þroski barna • Uppeldi barna II. Greining og mat áhættuþættir III. Þjónusta fyrir ungar mæður og feður 1. s tig s fo rv ar ni r 2. s tig s fo rv ar ni r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.