Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 19 Selimiye – herstöðin í Istanbul. Húsið var sjúkra­ hús í Krímstríðinu og finna má í því lítið safn þar sem varðveist hafa nokkrir munir frá Florence. dynjandi fagnaðarlæti rigndi yfir hana liljum og orkideum sem stóðu í fullum blóma umhverfis herbúðirnar. Það var mikils virði að finna hlýhuginn frá hermönnunum því brátt var annað í vændum hjá mér. Yfirmaður herliðsins, Raglan lávarður, hafði alltaf verið Florence velviljaður og sýnt starfi hennar mikinn áhuga en hann var ekki viðlátinn þegar hún kom. Það var hins vegar Hall læknir sem bar ábyrgð á heilbrigðismálum bæði á Krím og í Skutari og hafði verið henni andvígur frá upphafi. Hann var afbrýðisamur vegna stuðnings ríkisstjórnarinnar við Florence og reiður og sár vegna þeirrar gagnrýni sem hann hafði orðið fyrir og taldi hennar sök. Fyrir honum var því stund hefndarinnar upprunnin. Hann vildi sýna hver valdið hefði og fékk á sitt band liðsforingjana sem voru undirokaðir og skriðu fyrir honum. Hann hafði úthugsað vandlega hvernig hann skyldi auðmýkja Florence: Það hafði verið glompa í pappírunum sem hún fékk frá stjórninni þegar haldið var til starfa austur á bóginn og hún hafði margsinnis óskað eftir leiðréttingu. Í skjalinu stóð að Florence ætti að hafa yfirumsjón með hjúkrun hermanna í Skutari í Tyrklandi. Ekki var tekið fram að hún ætti einnig að hafa umsjón með sjúkraskýlunum á Krím og Krím var í Rússlandi en ekki Tyrklandi. Af þeim sökum gat Hall læknir einfaldlega sagt henni að þarna hefði hún ekkert að gera, hann skorti umboð til að hýsa hana og honum bæri ekki á nokkurn hátt skylda til að sjá henni eða fylgdarliði hennar fyrir mat. Í marga klukkutíma stóð ég fyrir utan skála liðsforingjanna og beið í næturkuldanum. Ég fann fyrir hatri þeirra í minn garð. Mér hafði orðið það á sem þeir myndu aldrei fyrirgefa mér, ég hafði afhjúpað ódugnað þeirra og siðleysi – eða eins og Sutherland læknir hafði sagt – að þeir sendu hermennina í opinn dauðann. Nú var hefndin þeirra. Þeir áttu enga ósk heitari en að brenna mig á báli eins og hverja aðra galdranorn. En þeir gerðu sér ekki ljóst að þeir myndu ekki losna við mig því ég hafði bæði drottninguna og ensku þjóðina að bakhjarli. Ofan á varð að Florence hélt til um borð í „Robert Low“ og hún ásetti sér að kyngja öllum móðgunum. Og hún naut stuðnings Sutherlands og einnig Soyers, sem vildi allt fyrir hana gera, en ekki síst frú Roberts er var ein allra besta hjúkrunarkonan. Florence hóf þegar í stað að athuga sjúkraskýlin og reyndist aðstaðan þar vera álíka ófullkomin og hún hafði verið í Skutari. Að fáum dögum liðnum var hún byrjuð að gera áætlanir um nýja skála og betra eldhús, reglur um hjúkrunina og umgengnisreglur fyrir hjúkrunarkonurnar. Það síðasttalda var ekki veigaminnst. En Hall læknir hafði fylkt sínu liði! Fyrir hópi „systranna“ var ein sem hafði komið hingað með ungfrú Stanley. Hún sagði það hreint út að henni hefði aldrei fallið nafnið mitt, Nightingale, og af því leiddi að hún gæti ekki heldur þolað mig. Auk þess myndi hún ekki hlýða mér því miklu eðlilegra væri fyrir konu að taka við skipunum frá karlmanni. Þessu var Hall læknir alveg sammála. Óvild og slúður var landlægt meðal hjúkrunarkvennanna þarna ekki síður en í Skutari, hversu kurteisar og kristilegar sem þær annars virtust vera. Eitt af því sem flaug um var að ég hefði franskan kokk til þess að framreiða daglega handa mér þríréttaðan málsverð á meðan ég léti fleygja fáeinum kjöttætlum í aðra. Margt annað var með sama sniði ... En Florence var ekki á því að gefast upp. Hér líkt og í Skutari sat hún hverja lausa stund við beð deyjandi hermanna. Uns Flestir telja að sjúkdómur Florence Nightingale hafi verið öldusótt. Kenning Gudrun Simonsen, að Florence hafi fengið taugaveiki (e. typhoid fever eða enteric fever), nýtur því lítils stuðnings. Öldusótt er bakteríusjúkdómur en sýkillinn berst með ógerilsneyddri mjólk. Hjá Florence hefur sýkingarvaldurinn líklegast verið Brucella melitensis en sá stofn finnst í geitum og kindum. Brucella abortus veldur sýkingu í kúm. Sjúkdómurinn heitir á ensku Brucellosis eftir breska lækninum David Bruce en hann staðfesti árið 1887 að um bakteríusýkingu væri að ræða. Fyrsta nafnið á sjúkdómnum var Möltuhitasótt en breskir læknar á Möltu lýstu fyrst einkennunum. Þangað komu veikir breskir hermenn úr Krímstríðinu. Einkenni sjúkdómsins eru hiti sem kemur og fer, sviti, slappleiki, blóðleysi, höfuðverkur, depurð og vöðva- og beinverkir. Hiti, sviti og beinverkir eru einkennandi í upphafi sjúkdómsins og stafa af blóðsýkingu. Sjúkdómurinn getur gengið yfir á nokkrum vikum eða staðið í mörg ár eins og hjá Florence Nightingale. Meðferðin byggist á langtímasýklalyfjagjöf. Nauðsynlegt er að gefa að minnsta kosti tvö lyf, til dæmis streptómysín í vöðva og doxísyklín með inntöku. Brucella er gram-neikvæður stafgerill. Sýkillinn myndar ekki gró en þolir vel þurrkun og var virka efnið í fyrsta sýklavopninu sem Bandaríkjamenn bjuggu til. Krímveikin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.