Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201052 Mótunarstig (forming). Teymið kemur saman, kynnist, prófar vinnureglur og setur sér markmið. Fagaðilarnir innan teymisins eru óöruggir, velta hlutverki sínu fyrir sér og hvernig hinum í hópnum líki við þá. Traust hefur ekki myndast á þessu stigi. Árangur teymisins er lítill með tilliti til settra markmiða enda er það eðlilegt. Á þessu stig voru meðlimir átröskunarteymisins í skýjunum, lang­ þráðu markmiði var náð. Við vorum fullar eftirvæntingar og bjartsýni og stoltar af okkar litla sérhæfða teymi. En þetta var kvíðablendin gleði. Skortur á trausti innan hópsins gerði okkur erfitt fyrir og einkenndust samskipti okkar af ópersónulegri kurteisi og vinnan einkenndist af óöryggi og ósjálfstæði. Ágreiningsstig (storming). Ágreiningur og sundrung einkennir þetta stig. Hópmeðlimir láta af kurteisinni og tilfinningarnar taka völdin svo um munar. Teymi er hópur fólks sem sameinar hæfileika sína og sérþekkingu við lausn tiltekins viðfangsefnis, stefnir að sama marki samkvæmt ákveðnum vinnureglum og ber sameiginlega ábyrgð. Rúm fjögur ár eru síðan átröskunarteymi Landspítala var formlega stofnað eftir um fimm ára undanfara. Árið 2001 ákváðu Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir og Margrét Gísladóttir hjúkrunarfræðingur að kalla saman þverfaglegan hóp til að reyna að sinna þörfum átröskunarsjúklinga fyrir meðferð en þær höfðu báðar reynslu af meðferð við átröskunarsjúkdómum erlendis. Fyrir þann tíma var engin sérhæfð þjónusta í boði innan Landspítalans og þekking heilbrigðisstarfsfólks takmörkuð og dreifð. Í upphafi fylgdu ekki stöðugildi þessu nýstofnaða teymi þannig að vinnan bættist við önnur störf eða í frítíma frumherjanna. Ég bættist við þennan þverfaglega hóp 2003. Frá formlegri stofnun teymisins 2006 hafa miklar breytingar átt sér stað innan þess, bæði á meðferð og mönnun. Nú um stundir starfa í teyminu geðlæknir sem gegnir hlutverki teymisstjóra, tveir geðhjúkrunarfræðingar, tveir sálfræðingar, félags ráðgjafi, næringarfræðingur, listmeð­ ferðarfræðingur og tveir sérhæfðir með­ ferðar fulltrúar. Stöðugildi eru tæplega sex. Að stofna teymi er ekki einfalt mál. B.W. Tuckman skiptir þróun teymis í fjögur stig og má segja að teymið mitt hafi samviskusamlega farið í gegnum þennan brotsjó. Stigin fjögur eru: Ína Rós Jóhannesdóttir, inaros@landspitali.is Tekist er á og keppst um stöðu innan hópsins. Teymið kemst að því að háleitar hugmyndir í upphafi eru mun erfiðari í framkvæmd en áætlað var. Þegar bið verður á árangri fyllast meðlimirnir óþolinmæði og deila um hvað á að gera og hver beri ábyrgðina á slökum árangri. Ágreiningsstigið er mjög mikilvægt til að mynda traust en til þess þarf maður að þora að tjá sig. Á þessu stigi hafa meðlimir litla orku til að vinna að settum markmiðum en þeir eru þó farnir að öðlast skilning hver á öðrum. Það var vægast sagt erfitt að tilheyra átröskunarteyminu á þessu stigi. Miklar deilur áttu sér stað og andrúmsloftið var þrungið spennu, óeiningu og samkeppni. En þessi tími var teyminu mínu nauðsynlegur því við lok þessa stigs fór að myndast traust innan hópsins. Á þessu stigi er algengt að einhverjir hætti í teyminu og sú varð raunin í mínu teymi. Umræðustig (norming). Leiðir til samvinnu hafa verið fundnar og hópurinn verður samheldnari og aukin virðing er borin fyrir einstaklingunum innan hans. Skoðanaskipti eru virkari og andstaðan minnkar. Markmið hópsins verða sameiginleg og einstaklingarnir sýna tryggð við samstarfið. Í teyminu mínu var þetta stig kærkomið eftir ágreiningsstigið. Ágreiningur, sem upp kom, var ræddur og leystur. Jafnframt fór að myndast eining og vinskapur innan teymisins og vinnuumhverfið varð jákvæðara, uppbyggilegra og studdi betur við starfið. Auk þess var teymið fyrst núna tilbúið til að vinna af alvöru að sameiginlegu markmiðunum. ÞANKASTRIK AÐ STOFNA OG TILHEYRA ÞVERFAGLEGU TEYMI Í stefnukorti Landspítala fyrir árin 2011­2016 er lögð áhersla á þverfaglega sýn á þjónustu. Það má túlka sem hvatningu til þverfaglegrar teymisvinnu. Ég ákvað að nota tækifærið í þessum þankastrikum til að deila reynslu minni af stofnun og mótun þverfaglegs teymis í von um að það nýtist öðrum. Ína Rós Jóhannesdóttir er geðhjúkrunarfræðingur og starfar í átröskunarteymi Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.