Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201040 Gary Rolfe, g.rolfe@swansea.ac.uk FRÆÐIMAÐUR Í FULLU FJÖRI Þessi varasami staðgengill: stuttur inngangur að lestri og ritun fyrir hjúkrunarfræðinga Hér byrjar ný greinaröð þar sem erlendum fræðimönnum í hjúkrun er boðið að skrifa pistla. Fyrstur í röðinni er Gary Rolfe en hann er þekktur fyrir gagnrýnin skrif um hjúkrun og hjúkrunarrannsóknir. Gary Rolfe byrjar á því að vitna í Florence Nightingale og fjallar svo um til hvers fólk skrifar um hjúkrun. Gary Rolfe er prófessor í hjúkrun við heil­ brigðis deild háskólans í Swansea á Bret­ landi. Hann útskrifaðist sem geð hjúkrunar­ fræðingur 1983 og hefur einnig numið heimspeki og kennslufræði. Kennslu efni hans er íhugun í starfi og klínísk þróun. Eftir hann liggja átta bækur og á annað hundrað fræðigreina og bókakafla. Helstu umfjöllunarefnin eru heimspekilegar vangaveltur um hjúkrunarstarfið, rann­ sóknar aðferðarfræði, gagnreynd hjúkrun, klínísk þróun og kennslufræði. Hann hefur haldið erindi á ráðstefnum úti um allan heim og á sæti í fjölda vísindaráða og ritstjórnum vísindatímarita. Í Swansea er hann formaður vísindaráðs og var fyrsti framkvæmdastjóri rannsóknarstofnunar í heilbrigðisfræði. Undanfarin ár hefur Gary tekið þátt í stofnun tilraunahjúkrunardeilda á heilbrigðisstofnunum í Wales. Slíkum deildum er ætlað að koma í framkvæmd og leggja mat á nýjar aðferðir og rannsóknarniðurstöður. Nýlega hlaut Gary verðlaun frá heilbrigðisstofnunum í Wales fyrir þessa vinnu. Í staðinn fyrir að lifa Florence Nightingale segir í svarbréfi til vinkonu sinnar, Mary Clarke: Þú spyrð af hverju ég skrifa ekki. Mér finnst að það fari betur á því að það sem ekki er fyrsta flokks sé alls ekki til. Að auki vil ég miklu frekar lifa en skrifa, skriftir eru bara staðgengill fyrir lífið sjálft. (Tilvísun í Cook, 1913.) Bréf þetta var skrifað 1844, tíu árum fyrir hina sögulegu ferð Florence Nightingale til Skutari og fimmtán árum áður en hin áhrifaríka bók hennar Notes on nursing kom út (Nightingale, 1859). Þegar litið er til baka virðist sérkennilegt að þessi afkastamikli rithöfundur skyldi gera lítið úr mikilvægi og gildi ritstarfa sinna með

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.