Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 29 með börnin. Þá sáum við að það vantaði greinilega mömmutíma og við bjuggum til slíkt námskeið,“ segir Dagmar Heiða. „Enda hefur verið mjög góð aðsókn í mömmutímana eftir að við byrjuðum með þá, eiginlega meiri en í meðgöngutímana,“ bætir Guðrún Lovísa við. Meðgöngunámskeiðin og mömmunámskeiðin eru mjög lík. Að sögn Dagmarar Heiðu og Guðrúnu Lovísu þarf að passa upp á sömu atriði eftir að konur eru búnar að eiga og á meðan þær eru þungaðar. Það tekur líkamann tíma að jafna sig eftir fæðinguna. Út í rekstur Í maí 2007 fluttu þær í húsnæði Bootcamp og stofnuðu fyrirtækið Fullfrísk. Eigendur Bootcamp hvöttu þær til þess að leigja aðstöðu sem verktakar frekar en að gerast starfsmenn stöðvarinnar. Að halda námskeið á eigin spýtur þýddi það að þær þurftu að fara út í rekstur. „Það voru svolítil viðbrigði. Við kunnum ekkert þegar við byrjuðum, höfðum auðvitað ekki lært bókhald og svoleiðis en fengum góða aðstoð,“ segir Dagmar Heiða. „Við erum samt búnar að finna upp hjólið að einhverju leyti, það verður að viðurkenna,“ segir Guðrún Lovísa. „Við höfum lært mjög mikið af reynslunni og höfum komið upp ákveðinni verkaskiptingu.“ Dagmar Heiða er sammála því og bætir við að það hafi tekið tvö til þrjú ár að koma þessu á gott ról. „Fyrst var það mikil vinna i kringum hvert nýtt námskeið. Nú hefur það minnkað talsvert af því að við erum búnar að koma á ákveðnu rútínu.“ Þeim hefði aldrei dottið í hug að stofna fyrirtæki þegar þær voru í hjúkrunar­ náminu, segja þær. Þrátt fyrir allt kom það þeim á óvart hvað það var einfalt að standa í rekstri. „Það gekk allt betur en ég átti von á,“ segir Guðrún Lovísa. „Ég hélt að þetta væri mjög mikið mál og yrði rosalega flókið, að það gæti orðið erfitt peningalega. En við fórum bara rólega og skynsamlega af stað og það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við höfum aldrei tekið lán, bara unnið og safnað fyrir útgjöldum.“ „Við fengum reyndar mjög góðan stuðning frá strákunum í Bootcamp,“ segir Dagmar Heiða. „Þeir höfðu sjálfir gengið í gegnum það að stofna fyrirtæki og hvöttu okkur til þess að fara af stað. Svo höfum við alltaf getað spurt þá þegar við höfum verið í vafa og þeir hafa gefið okkur góð ráð.“ Á góðu róli Nú hafa þær kennt á annan tug námskeiða og fengið dýrmæta reynslu. Konurnar, sem sækja námskeiðin, eru hvort tveggja konur sem eru í góðu formi fyrir og konur sem hafa ekkert verið að hreyfa sig. Þær stjórna álaginu sjálfar með því að auka þyngdina eða minnka og geta því verið saman í hóp. Á mömmunámskeiðunum eru börnin með og mömmurnar sinna þeim eftir þörfum. Mörgum finnst gott að hitta aðrar mömmur og sumar sækja í það ekki síður en í leikfimina. Dagmar Heiða og Guðrún Lovísa reyna að passa sérstaklega vel upp á konurnar sem eru slæmar í baki og í mjaðmagrind. „Bakið lagast reyndar oft þegar maður fer að hreyfa sig,“ segir Guðrún Lovísa. „Fyrst við erum hjúkrunarfræðingar erum við líka í aðstöðu til að geta fylgst með ýmsum kvillum,“ segir Dagmar Heiða. Þær kunna dæmi um að hreyfing hafi lagað fleira en bakið, ein kona gat til dæmis hætt að taka sykursýkislyf og önnur gat minnkað skammtinn af blóðþrýstingslyfjum eftir að hafa verið á námskeiði hjá þeim. Þar sem þær fylgjast svo vel með baki og mjaðmagrind geta margar konur æft alveg fram að fæðingu. Dagmar Heiða er sjálf gott dæmi um það. „Ég var slæm í grindinni á seinni meðgöngunni en kenndi fram á síðasta dag. Ég kenndi á föstudegi og átti á sunnudegi,“ segir hún. Námskeiðin standa í 6 vikur en dæmi eru um að konur taki nokkur námskeið í röð. Þær geta svo átt inni tíma þangað til eftir barnsburð. Dagmar Heiða og Guðrún Lovísa leggja mikið upp úr að kynnast vel viðskiptavinum sínum. Oft láta konurnar vita þegar barnið fæðist. „Sérstaklega gaman er að fá SMS frá fæðingardeildinni,“ segir Dagmar Heiða. Margar koma svo aftur eftir barnsburð. „Best er að bíða nokkrar vikur,“ segir Guðrún Lovísa. „Brjóstagjöfin þarf að vera komin vel af stað og það tekur tíma fyrir „Okkur hefði aldrei dottið í hug að stofna fyrirtæki þegar við vorum í hjúkrunarnáminu,“ segja Dagmar Heiða og Guðrún Lovísa.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.