Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 63
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 59 Ritrýnd fræðigrein NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur voru dregnir í fjóra klasa með klasagreiningu, út frá spurningunni um hversu oft þeir leituðu upplýsinga af ásetningi. Aðeins þátttakendur, sem svöruðu spurningum um allar 22 heimildirnar sem spurt var um, voru hafðir með í úrvinnslunni, alls 389 einstaklingar. Klasarnir voru kallaðir (1) óvirkir, fjöldi einstaklinga var 148, (2) miðlungsóvirkir, fjöldi var 52, (3) miðlungsvirkir, fjöldi var 105 og (4) virkir, fjöldi var 84. Miðað var við greiningu úr fyrri rannsókn frá 2002 en þá leituðu miðlungsvirkir heldur oftar að upplýsingum en miðlungsóvirkir (Ágústa Pálsdóttir, 2005; Ágústa Pálsdóttir, 2008). Við greiningu gagna frá 2007 kom í ljós að miðlungsóvirkir leituðu oftar að upplýsingum en þar sem eitt af markmiðunum er að bera niðurstöður úr rannsóknunum saman var ákveðið að nota sömu heiti fyrir klasana nú og gert var 2002 (Ágústa Pálsdóttir, 2010). Lýðfræðileg einkenni klasanna eru sýnd í töflu 2. Konur voru í meirihluta í öllum klösum að undanskildum óvirka klasanum þar sem karlar voru fleiri. Meira var af yngra fólki í virka klasanum og miðlungsóvirka klasanum en í óvirka klasanum og miðlungsvirka klasanum þar sem aldursdreifingin var jafnari og meira af eldra fólki. Miðlungsóvirki klasinn hafði mestu menntunina, þar á eftir kom virki klasinn. Óvirki klasinn hafði minnsta menntun (sjá töflu 2). Upplýsingahegðun Tafla 3 sýnir yfirlit yfir heildarmeðaltöl fyrir upplýsingaleit af ásetningi í fjölmiðlum, heimildum frá sérfræðingum, á interneti og með persónulegum samskiptum og meðaltöl fyrir hverja heimild fyrir sig. Heildarmeðaltöl fyrir upplýsingamiðlana sýna að munur var á milli klasanna. Virkir leituðu oftast að upplýsingum í fjölmiðlum og óvirkir leituðu þar sjaldnast, miðlungsvirkir leituðu oftar en miðlungsóvirkir. Niðurstöður um leit hjá sérfræðingum sýna að virkir og miðlungsóvirkir leituðu þar oftast, þar á eftir koma miðlungsvirkir en óvirkir leituðu sjaldnast. Virkir leituðu upplýsinga oftast á internetinu, þar á eftir koma miðlungsóvirkir. Ekki var marktækur munur á óvirkum og miðlungsvirkum. Virkir notuðu persónuleg samskipti oftast til að leita upplýsinga en óvirkir sjaldnast. Miðlungsóvirkir skera sig ekki marktækt úr virkum og miðlungsvirkum (sjá töflu 3). Til að athuga hvort marktækur munur væri á því hversu oft hver klasi fyrir sig leitaði að upplýsingum í upplýsingamiðlunum fjórum voru reiknuð 95% öryggisbil í kringum meðaltöl upplýsingamiðlanna (sjá töflu 4). Klasarnir notuðu allir persónuleg samskipti oftast til að leita upplýsinga, en hjá miðlungsvirkum greindist ekki marktækur munur á persónulegum samskiptum og fjölmiðlum. Óvirkir notuðu internetið sjaldnast til að leita upplýsinga en ekki var marktækur munur hjá þeim á fjölmiðlum og sérfræðingum. Miðlungsóvirkir leituðu oftar hjá sérfræðingum en þeir gerðu í fjölmiðlum og á internetinu, ekki var marktækur munur á tveimur síðustu miðlunum. Miðlungsvirkir leituðu oftar að upplýsingum frá sérfræðingum en á internetinu. Virkir hins vegar leituðu oftast í fjölmiðlum á eftir persónulegum samskiptum en ekki var munur á sérfræðingum og internetinu (sjá töflu 4). Marktækur munur var á því hversu oft klasarnir rákust á upplýsingar í fjölmiðlum og hjá sérfræðingum (sjá töflu 5). Dreifing breytunnar „rekast á upplýsingar á internetinu“ var skekkt, var henni breytt í tvíkostabreytu og veldisvísagreining notuð. Óvirki klasinn var notaður sem samanburðarhópur sem hinir klasarnir voru bornir saman við. Gildi hærri en 1 á Exp(B) gefur til kynna að líkurnar á að rekast á upplýsingar aukist eftir því sem gildi óháðu breytunnar hækkar. Gildi lægri en 0 gefa til kynna að líkur á að rekast á upplýsingar lækki eftir því sem gildi óháðu breytunnar lækkar. Niðurstöðurnar eru sýndar í formi meðaltala í töflu 5. Af klösunum rákust óvirkir sjaldnast á upplýsingar bæði í fjölmiðlum og hjá sérfræðingum. Virkir rákust oftar á upplýsingar í fjölmiðlum en miðlungsóvirkir en ekki var marktækur munur á virkum og miðlungsvirkum. Virkir og miðlungsóvirkir rákust oftar á upplýsingar frá sérfræðingum en miðlungsvirkir (Tukey, p<0,05). Niðurstöður um internetið sýna að marktækur munur var á milli óvirkra og virkra, Exp (B) er 29,5 (p<0,001), og á milli óvirkra og miðlungsóvirkra, Exp (B) er 5,7 (p<0,001). Virkir og miðlungsóvirkir rákust oftar á upplýsingar á internetinu en óvirkir og miðlungsvirkir. Ekki var marktækur munur á milli óvirkra og miðlungsvirkra, Exp (B) er 0,817 (p=0,442) (sjá töflu 5). Athugað var hvort marktækur munur væri á því hversu oft hver klasi fyrir sig rakst á upplýsingar í upplýsingamiðlunum þremur (sjá töflu 4). Óvirkir og miðlungsvirkir rákust oftast á upplýsingar í fjölmiðlum og því næst hjá sérfræðingum en sjaldnast á internetinu. Miðlungsóvirkir rákust sjaldnast á upplýsingar á internetinu, ekki var marktækur munur á fjölmiðlum og sérfræðingum. Virkir rákust oftast á upplýsingar í fjölmiðlum, ekki var munur á sérfræðingum og interneti. Eins og kemur fram í töflu 6 var marktækur munur á klösunum varðandi mat á gagnsemi og áreiðanleika upplýsinga, að undanskildu mati á gagnsemi upplýsinga á internetinu þar sem ekki mældist marktækur munur á þeim. Virkir og miðlungsvirkir töldu gagnsemi upplýsinga í fjölmiðlum vera meiri en óvirkir og miðlungsóvirkir (Tukey, p<0,05). Miðlungsóvirkir töldu gagnsemi upplýsinga frá sérfræðingum meiri en óvirkir. Virkir og miðlungsvirkir skáru sig ekki marktækt úr hinum klösunum tveimur (Tukey, p<0,05). Óvirkir og miðlungsóvirkir töldu upplýsingar í fjölmiðum síður áreiðanlegar en virkir og miðlungsvirkir (Tukey, p<0,05). Óvirkir töldu upplýsingar frá sérfræðingum síður áreiðanlegar en hinir klasarnir (Tukey, p<0,05). Einnig töldu óvirkir upplýsingar á internetinu síður áreiðanlegar en virkir. Miðlungsóvirkir og miðlungsvirkir skáru sig ekki marktækt úr hinum klösunum tveimur (Tukey, p<0,5). Allir klasarnir töldu upplýsingar frá sérfræðingum vera bæði gagnlegastar og áreiðanlegastar. Jafnframt kom í ljós, hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.