Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Qupperneq 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Qupperneq 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201014 ég betra að eftir viðtalið hjá lækninum, eða áður en fyrsta lyfjainngjöf hefst, tæki við fagaðili sem segði sjúklingnum frá rétti sínum varðandi höfuðföt og annað það sem í boði er vegna væntanlegs hármissis. Einnig væri farið yfir í stórum dráttum ýmis atriði sem varða réttindi, eins og rétt kvenna til styrks vegna kaupa á sérstökum brjóstahöldum og sundfatnaði. Gott væri að náinn ættingi væri viðstaddur þessi viðtöl þar sem minnið er ekki upp á marga fiska við þessar aðstæður. Jafnvel þó svo að til sé ágætur bæklingur um hitt og þetta þá er sjúklingurinn oft ekki í andlegu ástandi til að lesa hann og kynna sér málið,“ segir Björg og trúlega eru margir sammála henni í því efni. Hún bætir við að margar konur geti ekki notað hárkollu og sitja því uppi með dýra kollu sem þær geti síðan ekki notað. „Sjálf gat ég ekki notað hárkollu og sagðist vilja nota styrkinn til að fá mér annars konar höfuðfat,“ útskýrir Björg og þar hófst barátta hennar við kerfið. Í baráttu við kerfið „Það er andlegt áfall að missa hárið því það er svo stór hluti af persónuleikanum. Þegar maður missir augabrúnir og augnhár að auki þá vantar svo mikið upp á útlitið. Ég sagði Sigurði að ég vildi nota hárkollustyrkinn í annað og hann hvatti mig til að skrifa bréf til Sjúkratrygginga og fylgja því eftir. Ég sendi bréfið þar sem ég óskaði eftir að styrkurinn nýttist mér til kaupa á sérsniðnum höfuðfatnaði og húðflúri. Ég fékk síðan bréf þar sem stóð að samþykkt væri að ég fengi sérsniðinn höfuðfatnað, gerviaugabrúnir og augnhár en ekkert útlistað hvers konar. Ég fór því og lét húðflúra á mig augabrúnir og augnlínu. Hálfum mánuði síðar fékk ég annað sams konar bréf, undirritað af öðrum aðila, þar sem bætt hafði verið inn í: „Sérstaklega skal tekið fram að ekki er greitt fyrir húðflúrun augabrúna“. Opinber stofnun getur ekki samþykkt eitthvað í einu bréfi og hafnað því síðan í öðru,“ segir Björg. „Þá fór að rifjast upp fyrir mér viðtal, sem ég las í blaði fyrir nokkrum árum, við konu sem nú er látin, Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu, þar sem hún sagðist vera að berjast fyrir því að fá tattóveringu á augabrúnir en fékk ekki. Mér fannst þetta vera mikið réttlætismál og ég hugsaði með mér að ég yrði að koma þessu í gegnum kerfið. Þetta væri mál sem skipti allar krabbameinssjúkar konur máli. Ef ég kæmi þessu í gegn hefði ég að minnsta kosti gert eitt góðverk.“ Rökstudd kæra „Ég skrifaði bréf til Sjúkratrygginga þar sem ég mótmælti afgreiðslu á umsókn minni en ég hafði áður rætt við starfsmann þar, sem benti mér á að ég yrði að kæra málið til úrskurðarnefndar Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar gætu aðeins afgreitt umsókn mína á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðuneytis þar sem segir að gerviaugabrúnir og augnhár skuli vera gerð úr hárum og límd á. Þá fór ég að grafa upp hverjir sætu í úrskurðarnefndinni og hefðu þá væntanlega samið þessar reglur sem eru frá árinu 2008. Ein kona sat í nefndinni. Ég ræddi síðan við framkvæmdastjóra úrskurðarnefndar, Guðrúnu A. Þorsteins dóttur. Hún gaf mér greinargóð svör og leiðbeiningar. Í framhaldi af því kom ég bréfi til hennar þar sem ég rökstuddi mál mitt.“ „Þeir sem sömdu þessar reglur höfðu ekki kynnt sér málið.“ „Í rökstuðningi mínum kom meðal annars fram að ég hefði rætt við nokkra snyrtifræðinga og spurt hvort þeir seldu gerviaugabrúnir til álímingar. Enginn þeirra sem ég ræddi við kannaðist við að hafa haft þær til sölu og þeir höfðu aldrei fengið konur til sín sem óskuðu eftir slíku. Mér hefði sjálfri aldrei dottið í hug að líma á mig gerviaugabrúnir og augnhár. Þar fyrir utan var mér bent á að til þess að hægt væri að líma á sig gerviaugnhár yrðu að vera til staðar eigin hár. Festingin er í augnhárunum. Fræðilega var því sú lausn, sem Sjúkratryggingar buðu upp á, ekki möguleg. Þeir sem sömdu þessar reglur höfðu því ekki kynnt sér málið. Guðrún lofaði mér því að þetta mál yrði tekið fyrir á næsta fundi úrskurðarnefndarinnar. Það gekk eftir og fór málið síðan aftur til Sjúkratrygginga, samkvæmt reglum stofnunarinnar, til umsagnar þar sem það var tekið fyrir aftur og endurskoðað og síðan samþykkt á grundvelli nýrra upplýsinga, að því er mér var tjáð. Skilyrði fyrir styrk Sjúkratrygginga vegna húðflúrs augabrúna er að það sé gert af aðilum sem hafa fengið viðurkenningu opinberra aðila til þeirra verka,“ segir Björg og er ákaflega ánægð með málalokin. „Margar konur hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá húðflúr í stað gerviaugnhára en því hefur alltaf verið neitað, væntanlega á grundvelli þessara undarlegu reglna. Nú geta konur sem sagt fengið þann höfuðbúnað sem þær kjósa og látið húðflúra á sig varanlegar augabrúnir. Ég er virkilega glöð yfir því að hafa fengið þetta í gegn og vona að þessi réttindi skili sér til kvenna sem á þurfa að halda. Ég talaði við Ernu Magnúsdóttur, forstöðumann Ljóssins, og bað hana að koma þessu á framfæri svo og Ragnheiði Alfreðsdóttur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Það er mér mikið hjartans mál að konur viti af þessum rétti,“ ítrekar Björg. Falleg höfuðföt „Það kom til mín kona, þegar ég var í lyfjameðferðinni, sem hafði þá nýlega greinst með brjóstkrabbamein í fyrsta skipti. Hún spurði mig afsakandi hvar ég fengi þessi höfuðföt sem hún hafði séð mig með. Ég sagði henni frá því að hún ætti rétt á því að velja sér falleg höfuðföt í stað hárkollu en hún hafði ekki hugmynd um það. Þessi kona var ákaflega langt niðri og sagði mér til dæmis að hún væri farin að velta því fyrir sér hverjir myndu mæta í jarðarförina hennar. Þegar konur koma til læknisins í fyrsta skipti þá er hugurinn á svo mikilli fleygiferð að þær ná ekki nema broti af því sem hann segir. Ég vona því innilega að það verði tekið á þessum málum innan spítalans.“ Björg segir að það sé ekkert auðvelt fyrir sig að fá höfuðfatnað því hún sé höfuðsmá. „Ég leitaði til Berglindar Sigurðardóttur hönnuðar en hún er með verslun á Skólavörðustíg 23. Ég hef rætt við fleiri hönnuði og yfirleitt eru þeir tilbúnir að sérsauma fyrir konur. Það er oft sá galli á tilbúnum húfum að þær ná ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.