Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201042 Fyrir okkur hreyfist þessi stigi niður á við vegna þess að uppgangan, sem leiðir hugann að áreynslu og erfiðleikum, færir okkur að botninum. (...) þegar við klifrum upp að botninum færumst við nær – við erum að leita að einhverju: hinu ókunna (Cixous, 1993, bls. 5­6, skáletrun hennar). Með þessari sérkennilegu myndlíkingu að klifra upp að botninum bendir Cixous á erfiðleikana við að fara niður í undirvitundina ásamt spennunni og (hugsanlega) hættunni við að vita ekki hvað þar er að finna. Hún heldur áfram: „Með því að helga sig því að skrifa kemst maður í þá stöðu að geta unnið við að grafa, að grafa upp ...“ Ólíkt fullyrðingu Burnard hér að undan að „við verðum vissulega að skrifa til þess að miðla upplýsingum“ þá virðist viðhorf Cixous um að ritun sé leið til þess að uppgötva sjálfan sig hafa lítið að segja lesandanum. Aftur á móti hefur bókmenntafræðingurinn Roland Barthes sett fram hugmyndina að það megi hugsa sér sögnina „að skrifa“ sem áhrifslaust sagnorð, sögn án andlags (Barthes, 1966). Samkvæmt þessu sjónar miði þurfum við ekki endilega að skrifa rannsóknarskýrslu eða pistil – það að skrifa er nóg í sjálfu sér. Enn fremur er í slíkum skrifum ekki bara skrifað um hugsanir okkar heldur eru skriftirnar sjálfar aðferð til að hugsa. Afraksturinn er ekki bara upptalning á hugsunum okkar heldur „eitthvað allt annað sem kallar á annað meðvitundarform ... sem er búið til með því að skrifa. Þegar við skrifum hugsum við á annan hátt“ (Rolfe, 1997). Þessi varasami staðgengill Fyrir utan að örva hugsun okkar geta skriftir fengið lesandann til að hugsa á annan hátt. Í stuttri ritgerð með heitinu Fráfall rithöfundarins færði Barthes rök fyrir að tilgangurinn með því að skrifa sé ekki að segja frá, kenna eða upplýsa lesandann heldur að hvetja til margra nýrra skapandi lestrarhátta. Barthes úrskurðaði höfundinn (og yfirvöld) látinn og lét að því liggja að: Þegar höfundinum er haldið í fjarlægð verður krafan um að „ráða fram úr“ skrifum hans algjörlega tilgangslaus. Að segja að textinn hafi Höfund er að takmarka textann, láta hann hafa eina ákveðna merkingu, loka ritverkinu (Barthes, 1968, bls 53). Barthes skipti því á höfundinum og hinum fjölmörgu lesendum. Það eru lesendurnir sem eru hinn skapandi skrifkraftur, þeir gefa textanum merkingu og fyrst lesendurnir eru margir geta merkingarnar einnig orðið margar. Á öðrum stað spyr Barthes: Hefur það einhvern tímann komið fyrir, þegar þú varst að lesa bók, að þú staldraðir við, ekki af því að þú hefðir ekki áhuga heldur af því að þú hafðir áhuga: vegna flæðis af hugmyndum og hugrenningartengslum? Í einu orði sagt, hefur það komið fyrir að þú hélst áfram að lesa þegar þú leist upp úr bókinni? (Barthes, 1970, bls. 29, skáletrun hans.) Annað hlutverk skriftanna er því að örva lesandann til þess að hugsa skapandi út fyrir það sem skrifað er og búa til sína eigin túlkun á því sem hann hefur lesið. Á sinn hátt á lesandinn að skrifa sinn eigin texta, „textann sem við skrifum í huganum þegar við lítum upp“ (Barthes, 1970). Við höfum ferðast langan veg frá viðhorfum Florence Nightingale að það sem við skrifum sé staðgengill fyrir lífið sjálft og leið höfundarins til að koma sér á framfæri þótt hann sé fjarverandi. Við höfum meira að segja komist langt frá fullyrðingu Burnard að skriftir séu aðallega (eða hugsanlega eingöngu) aðferð fræðimanna til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri til þeirra sem vinna. Ég hef hér hins vegar leitt hugann að því að skriftir þjóna margs konar skapandi tilgangi langt umfram einfalda upplýsingamiðlun. Í fyrsta lagi geta skriftir verið eins og stigi inn í undirvitund okkar. Þær eru þannig leið til sjálfsuppgötvunar svo að við uppgötvum (eða kannski afhjúpum) það sem við gerðum okkur ekki grein fyrir að við vissum. Ef litið er á skriftir á þennan hátt eru þær eins konar sjálfsrannsókn og verðskulda sem slíkar að verða birtar. Í öðru lagi getur texti hvatt lesandann til að hugsa á uppbyggilegan og skapandi hátt og að skrifa sinn eigin texta, jafnvel þó að hann sé einungis, eins og Barthes orðar það, búinn til í okkar huga þegar við lítum upp úr textanum. Síðast en ekki síst eru skriftir leið til að hugsa um, skilja og taka þátt í hjúkrun á gagnrýninn hátt (Rolfe, 2008; 2009). Ef skriftir eru, eins og Florence Nightingale hélt fram, staðgengill fyrir lífið sjálft þá er það „þessi varasami staðgengill“ (Derrida, 1967/1974) sem er stöðugt að endurfæðast þegar fleiri og fleiri lesendur líta upp úr textanum og skrifa sinn eigin texta í huganum og í hjúkrunartímarit. Heimildir Barthes, R. (1966). To write: an intransitive verb? Í R. Barthes (1989) The rustle of language (ensk þýðing R. Howard). Berkeley: University of California Press. Barthes, R. (1968). The death of the author. Í R. Barthes (1989) The rustle of language (ensk þýðing R. Howard). Berkeley: University of California Press. Barthes, R. (1970). Writing reading. Í R. Barthes (1989) The rustle of language (ensk þýðing R. Howard). Berkeley: University of California Press. Burnard, P. (1999). A response to Rolfe’s reply to Closs and Draper. Nurse Education Today, 19, 598. Cixous, H. (1993). Three steps on the ladder of writing (ensk þýðing S. Cornell og S. Sellers). New York: Columbia University Press. Cook, E. (1913). The Life of Florence Nightingale. London: Macmillan. Derrida, J. (1967/1974). Of grammatology (ensk þýðing G.C. Spivak). Baltimore: The Johns Hopkins University Press. Dunbar, V.M. (1946/1969). Foreword to the reprint edition. Í F. Nightingale, Notes on nurs­ ing: What it is and what it is not. New York: Dover Publications. Nightingale, F. (1859/1969). Notes on Nursing: What it is and what it is not. New York: Dover Publications. Rolfe, G. (1997). Writing ourselves: creating knowledge in a postmodern world. Nurse Education Today, 17, 442­448. Rolfe, G. (2008). Nursing and the art of radical cri­ tique. Nurse Education Today, 28, 1, 1­7. Rolfe, G. (2009). Writing­up and writing­as: Rediscovering nursing scholarship. Nurse Education Today, 29, 816­820. Sackett, D.L., Rosenberg, W.M.C., Gray, J.A.M., Haynes, R.B., og Richardson, W.S. (1996). Evidence based medicine: What it is and what it isn’t. British Journal of Medicine, 312, 71­72. Wittgenstein, L. (1953). Philosophical investiga­ tions. Oxford: Basil Blackwell.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.