Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 66
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201062 megi upplýsingamiðlun. Rannsakandi notaði klasagreiningu til að draga þátttakendur í fjóra klasa: óvirkir, miðlungsóvirkir, miðlungsvirkir og virkir. Lýðfræðileg einkenni klasanna voru rannsökuð. Hversu oft og hvar þeir leituðu upplýsinga, hvernig þeir mátu gagnsemi upplýsinganna og áreiðanleika upplýsinganna og mataræði og hreyfing voru einnig rannsökuð. Klasarnir voru frábrugðnir hverjir öðrum varðandi upplýsingahegðun og jafnframt var heilsuhegðun þeirra mismunandi. Hegðun virka klasans var heilsusamlegust hvað varðar hreyfingu. Mataræði miðlungsóvirkra var hins vegar heilsusamlegast. Hafa þarf í huga að þrátt fyrir nafngiftina leituðu miðlungsóvirkir upplýsinga oftar en miðlungsvirkir. Hegðun óvirka klasans var óheilsusamlegust, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. Athugun á því hvar hver klasi fyrir sig kaus að leita upplýsinga sýndi að virkir, miðlungsóvirkir og óvirkir kusu helst að nota persónuleg samskipti og ræða við fólk sér nákomið eða úr sínu nærumhverfi til að leita upplýsinga af ásetningi. Ekki var marktækur munur á því hversu oft miðlungsvirkir leita upplýsinga í gegnum persónuleg samskipti og í fjölmiðlum (tafla 4). Niðurstöðurnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir (Huntington o.fl., 2002; Krikelas, 1983; Pennbridge o.fl., 1999). Bent hefur verið á að sé auðvelt að nálgast upplýsingar þannig (Taylor, 1991), samræður gefi tækifæri til útskýringa sem auðveldi skilning (Agada, 1999; Mettlin og Cummings, 1982; Suls, 1982; Taylor, 1991) og þar sem fólk leiti einkum til þeirra sem það treystir telji það upplýsingarnar áreiðanlegar (Chatman, 1985). Hins vegar geta upplýsingar frá ættingjum og vinum verið ónákvæmar eða villandi (Suls, 1982; Valente o.fl, 1996). Því hlýtur að teljast mikilvægt að sjá til þess að fólk fái áreiðanlegar heilbrigðisupplýsingar annars staðar frá sem það jafnframt treystir og getur notfært sér. Þegar athugað var hversu oft klasarnir leituðu af ásetningi í öðrum upplýsingamiðlum en persónulegum samskiptum kom í ljós að algengt var að fjölmiðlar væru notaðir en þó var munur á klösunum hvað það varðar. Virkir og miðlungsvirkir leita oftar í fjölmiðlum en hjá sérfræðingum og á internetinu. Ekki var marktækur munur á því hversu oft óvirkir leituðu í fjölmiðlum eða hjá sérfræðingum. Miðlungsóvirkir hins vegar leita marktækt sjaldnar í fjölmiðlum en hjá sérfræðingum. Niðurstöður um upplýsingaleit með að rekast á upplýsingar sýndu að virkir, miðlungsvirkir og óvirkir rákust oftast á upplýsingar í fjölmiðlum en ekki var marktækur munur á því hversu oft miðlungsóvirkir rákust á upplýsingar hjá sérfræðingum eða fjölmiðlum svo sem sjá má í töflu 4. Fyrri rannsóknir benda einnig til þess að algengt sé að að fólk afli heilbrigðisupplýsinga úr fjölmiðlum (Dutta­Bergman, 2004; Hrafn V. Friðriksson, 1992; Johnson, 1998). Þegar niðurstöður um upplýsingaleit af ásetningi í fjölmiðlum eru skoðaðar nánar benda þær til þess að allir klasarnir hafi kosið að leita þar helst í dagblöðum og heimildaþáttum í sjónvarpi og útvarpi. Hafa þarf í huga að ekki var athugað hvort marktækur munur væri milli einstakra heimilda í fjölmiðlum. En það virðist sem vænlegt sé að miðla upplýsingum um heilsusamlegt líferni í fjölmiðlum og að dagblöð og heimildaþættir í sjónvarpi og útvarpi geti þá verið góð leið til að koma upplýsingunum á framfæri. Miðlungsóvirkir voru frábrugðnir hinum klösunum því að þeir kusu að leita upplýsinga af ásetningi hjá sérfræðingum frekar en fjölmiðlum og þeir rákust jafn oft á upplýsingar hjá sérfræðingum og í fjölmiðlum. Einkum virðast þeir hafa kosið að leita upplýsinga við nám og með því að skoða bæklinga frá aðilum innan heilbrigðiskerfisins. Niðurstöður um hina klasana benda einnig til þess að þegar þeir leituðu upplýsinga hjá sérfræðingum hafi þeir helst valið að skoða bæklinga frá aðilum innan heilbrigðiskerfisins. Hér þarf sem áður að hafa í huga að ekki hefur verið athugað hvort munur á einstökum heimildum er marktækur. Tafla 4 sýnir að allir klasarnir rákust sjaldnast á upplýsingar á internetinu. Einnig völdu miðlungsvirkir og óvirkir að leita sjaldnast af ásetningi á internetinu. Ekki var marktækur munur á miðlungsvirkum og óvirkum en þeir notuðu internetið mun sjaldnar til að leita að upplýsingum en virkir og miðlungsóvirkir sjá töflu 3). Fyrri niðurstöður hafa sýnt að óvirkir og miðlungsvirkir leituðu sjaldnar á internetinu að upplýsingum um störf, nám, tómstundamál og önnur atriði varðandi daglegt líf en virkir og miðlungsóvirkir (Ágústa Pálsdóttir, 2009). Hjá virkum var ekki var marktækur munur á því hversu oft þeir leituðu af ásetningi á internetinu eða hjá sérfræðingum og ekki var marktækur munur á því hversu oft miðlungsóvirkir leituð á internetinu og í fjölmiðlum. Ef tafla 4 er skoðuð sést að meðlimir allra klasanna töldu upplýsingar frá sérfræðingum vera bæði gagnlegastar og Tafla 7. Heilsuhegðun þátttakenda: neysla ávaxta og grænmetis, líkamleg hreyfing Heilsuhegðun Óvirkir Miðlungs- óvirkir Miðlungs- virkir Virkir Ávextir 4,61a 5,71c 4,98ab 5,34bc (F(3,385)=6,9, p<0,001) Salat/rifið grænmeti 3,93a 5,08b 4,59b 4,83b (F(3,384)=13,7 p<0,001) Annað hrátt grænmeti 3,45a 4,81c 4,16b 4,31bc (F(3,384)=14,57, p<0,001) Soðið/ heitt grænmeti 3,07a 3,81b 3,37ab 3,30a (F(3,384)=4,69, p<0,005) Líkamleg hreyfing 3,30a 3,40ab 3,57ab 3,73b (F(3,383)=3,50, p<0,05) Marktækur munur er á meðaltölum klasa (Tukey, p<0,05) ef þau hafa mismunandi brjóstvísa. Merkir a að hópur hefur lægsta meðaltalið. Ekki er marktækur munur á klösunum með sömu brjóstvísa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.