Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 70
68 Þjóðmál HAUST 2010
fram þeirri samlegð og þeirri hagkvæmni
sem sóst er eftir . En einmitt sú þróun mun
jafnframt hafa mikil áhrif á starfshætti
og áherslur hjá blaðamönnum og þar af
leiðandi á íslenska blaðamennsku .
Af grein Birgis og öðrum viðbrögðum
forystu manna Blaðamannafélags Íslands
var ljóst, að þeim var mikið í mun
að koma því á framfæri, að þessum
breytingum væri ekki beint gegn félögum í
blaðamannafélaginu . Birtist meðal annars
stutt frétt á vefsíðu blaðamannafélagsins 14 .
janúar 2005, þar sem Gunnar Smári sagði,
að nafnbreyting á Íslenska útvarpsfélaginu
ásamt nafnbreytingu á Frétt ehf . og
fyrirhuguð hagræðing og breytingar á
rekstri fyrirtækjanna mundi leiða til þess
að fleira fólk yrði ráðið í vinnu frekar en
að fólki mundi fækka .
Það voru þó ekki aðeins starfsmenn
365, sem veltu fyrir sér áhrifum þessa
samruna ljós vakamiðla og fjarskipta,
prentmiðlarnir nutu tæknilegrar sérstöðu .
Samkeppniseftirlitið lét málið til sín taka
og kynnti ákvörðun sína í mars 2005 . Þar
voru samruna ljósvakamiðla og fjarskipta
sett ákveðin skilyrði . Þannig skyldi
starfsemi 365 ljósvakamiðla ehf . rekin
sem sérstakur lögaðili sem yrði aðskilinn
frá rekstri Og fjarskipta frá og með 1 .
janúar 2006 . Fyrir sama dag skyldi stofnað
sérstakt móðurfélag 365 ljósvakamiðla
ehf . og Og fjarskipta hf . Sérstök stjórn
skyldi skipuð yfir hvert hinna þriggja
félaga, móðurfélagið, 365 ljósvakamiðla
ehf . og Og fjarskipti hf . Að há marki
yrði einum stjórnarmanni eða forstjóra
móðurfélagsins heimilt að sitja jafnframt í
stjórn dótturfélaganna, 365 ljósvakamiðla
ehf . og Og fjarskipta hf ., á hverjum tíma .
Skilyrðin voru í 11 . liðum og skulu ekki
frekar rakin hér . Þau leiddu hins vegar til
þess að enn var breytt skipan eignarhalds á
Baugs miðlunum og fjarskiptafyrirtækjum
Baugs frá og með 1 . október 2005 . Í
byrjun ágúst 2005 var tilkynnt, að til
sögunnar kæmi nýtt félag, Dagsbrún,
sem yrði móðurfélag Og fjarskipta og 365
(ljósvakamiðla og prentmiðla) og P/F Kall
í Færeyjum .
Dagsbrún
Í skýrslu stjórnar Dagsbrúnar fyrir árið 2005 sagði, að í árslok 2005 hefði Baugur
átt 28,9% hlut í fyrirtækinu og Runnur
15%, aðrir hluthafar áttu undir 10% en
þeir voru alls um 1000 . Í stjórn sátu Þórdís
Sigurðardóttir [systir Hreiðars Más, forstjóra
Kaupþings], formaður, Árni Hauks son,
Davíð Sch . Thorsteinsson, Magnús Ármann
og Vilhjálmur Þorsteinsson .
Gunnar Smári Egilsson varð forstjóri
Dagsbrúnar 1 . janúar 2006 . Í tilkynningu
til Kauphallar Íslands kom fram við
ráðningu Gunnars Smára í forstjórastól
Dagsbrúnar, að hann hefði leitt samruna
ljósvaka- og prentmiðla Baugsmanna .
Verkefni Gunnars Smára yrði að stýra
sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði . Í
tilkynningu frá Dagsbrún sagði að það hefði
alltaf verið sannfæring félagsins, að tækist
að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á
300 þúsund manna markaði ætti sýn þess
og stefna fullt erindi á stærri markaði .
Í ársskýrslu sagði, að forstjórinn, Gunnar
Smári Egilsson, hefði 31,4 milljónir kr . í
Um miðjan ágúst 2006 var skýrt frá því, að tap á rekstri
Dagsbrúnar hefði numið 1 .520
milljónum kr . fyrri hluta ársins . . .
Á öðrum ársfjórðungi 2006 var
tapið 1 .327 milljónir kr .